Fyrsta leiguþyrlan komin til landins 8. október 2006 06:30 Flugmönnum heilsað. Þyrlan er af sambærilegri tegund og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF. Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er af tegundinni Puma og er sambærileg við Super Puma þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF. Þyrlan er sú fyrsta af þremur sem leigðar hafa verið í kjölfar brottfarar þyrlusveitar varnarliðsins. Önnur þyrlan kemur til landsins í næsta mánuði og sú þriðja kemur í maí á næsta ári. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra voru viðstaddir komu þyrlunnar í gær. Landhelgisgæslunni var á dögunum veitt flugrekstrarleyfi frá Flugmálastjórn, sem gerir henni kleift að leigja þyrlurnar. Með komu þyrlunnar hefur Landhelgisgæslan yfir þremur björgunarþyrlum að ráða. Með þyrlunni fylgja flugmenn frá AirLift, en á Íslandi eru ekki nógu margir þyrluflugmenn til að Íslendingar geti séð um að fljúga þyrlunni. Þegar ljóst var að varnarliðið myndi hverfa af landi brott lét Björn Bjarnason hefja leit að leiguþyrlum sem koma áttu í stað þeirra sem varnarliðið tæki með sér. Að sögn forstjóra Landhelgisgæslunnar tekur slík leit yfirleitt eitt til tvö ár en Íslendingum hafi tekist að ganga frá samningum um leigu á rúmum sex mánuðum. Fyrirtækið sem leigir þyrlurnar út er norskt og heitir AirLift. Þyrlurnar þrjár eru leigðar til eins árs í senn. horft til himins Fjöldi manns var saman kominn þegar þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er sú þriðja sem Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða, en í maí næstkomandi verða þær orðnar fimm. Með þyrlunni fylgja þyrluflugmenn frá AirLift. „Þetta er mjög góður dagur og það er glæsilegt að ná þessum árangri á svona skömmum tíma, að fá þetta tæki hingað ásamt þyrlunni sem við fáum í nóvember,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. „Þegar við höfðum samband við erlenda aðila og sögðumst þurfa á þyrlu að halda í september var spurt á móti hvort við værum að tala um árið 2007 eða 2008. Menn áttu erfitt með að skilja að við þyrftum þyrlu svona fljótt en það tókst.“ Hann segir að leitað hafi verið um allan heim að þyrlum til að leigja með svona skömmum fyrirvara. „Þessi heimur er ekki stór. Við fórum allsstaðar þar sem þyrlur eru og fengum að lokum þessa.“ „Þessi dagur er stór, ekki hvað síst vegna þess að við skulum vera komin með flugrekstrar- og flugrekendaleyfi,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Þetta er upphafið að nýjum tímum í flugsögu Landhelgisgæslunnar. Það má segja að þetta sé mettími í að finna leiguþyrlu.“ Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er af tegundinni Puma og er sambærileg við Super Puma þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF. Þyrlan er sú fyrsta af þremur sem leigðar hafa verið í kjölfar brottfarar þyrlusveitar varnarliðsins. Önnur þyrlan kemur til landsins í næsta mánuði og sú þriðja kemur í maí á næsta ári. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra voru viðstaddir komu þyrlunnar í gær. Landhelgisgæslunni var á dögunum veitt flugrekstrarleyfi frá Flugmálastjórn, sem gerir henni kleift að leigja þyrlurnar. Með komu þyrlunnar hefur Landhelgisgæslan yfir þremur björgunarþyrlum að ráða. Með þyrlunni fylgja flugmenn frá AirLift, en á Íslandi eru ekki nógu margir þyrluflugmenn til að Íslendingar geti séð um að fljúga þyrlunni. Þegar ljóst var að varnarliðið myndi hverfa af landi brott lét Björn Bjarnason hefja leit að leiguþyrlum sem koma áttu í stað þeirra sem varnarliðið tæki með sér. Að sögn forstjóra Landhelgisgæslunnar tekur slík leit yfirleitt eitt til tvö ár en Íslendingum hafi tekist að ganga frá samningum um leigu á rúmum sex mánuðum. Fyrirtækið sem leigir þyrlurnar út er norskt og heitir AirLift. Þyrlurnar þrjár eru leigðar til eins árs í senn. horft til himins Fjöldi manns var saman kominn þegar þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er sú þriðja sem Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða, en í maí næstkomandi verða þær orðnar fimm. Með þyrlunni fylgja þyrluflugmenn frá AirLift. „Þetta er mjög góður dagur og það er glæsilegt að ná þessum árangri á svona skömmum tíma, að fá þetta tæki hingað ásamt þyrlunni sem við fáum í nóvember,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. „Þegar við höfðum samband við erlenda aðila og sögðumst þurfa á þyrlu að halda í september var spurt á móti hvort við værum að tala um árið 2007 eða 2008. Menn áttu erfitt með að skilja að við þyrftum þyrlu svona fljótt en það tókst.“ Hann segir að leitað hafi verið um allan heim að þyrlum til að leigja með svona skömmum fyrirvara. „Þessi heimur er ekki stór. Við fórum allsstaðar þar sem þyrlur eru og fengum að lokum þessa.“ „Þessi dagur er stór, ekki hvað síst vegna þess að við skulum vera komin með flugrekstrar- og flugrekendaleyfi,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Þetta er upphafið að nýjum tímum í flugsögu Landhelgisgæslunnar. Það má segja að þetta sé mettími í að finna leiguþyrlu.“
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira