Karlmenn á Austurlandi vinna mest 8. október 2006 05:30 Við vegavinnu. Heildarlaun karla í fullu starfi eru um tvö hundruð sjötíu og níu þúsund krónur á mánuði og meðal dagvinnulaun þeirra í fullu starfi eru um hundrað áttatíu og sjö þúsund krónur. Konurnar sitja eftir í launum. Þessi mynd er tekin af mönnum við vegavinnu í sumar og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Meira en helmingur félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands telur að hann standi betur fjárhagslega nú en fyrir þremur árum. Mikill meirihluti hefur fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hærra matvöruverði. Þetta kemur fram í niðurstöðum launa- og kjarakönnunar Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á föstudag. Ríflega sextíu prósent svarenda telja að fjárhagsleg staða þeirra í dag sé heldur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum og yfir áttatíu prósent hafa fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hækkun á matvöruverði. Heildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru tæp tvö hundruð fjörutíu og fjögur þúsund krónur að meðaltali, karlar eru þá með tæp tvö hundruð sjötíu og níu þúsund í heildarlaun og konur hundrað áttatíu og átta þúsund. Meðal dagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæp hundrað áttatíu og sjö þúsund og kvenna tæp hundrað og fimmtíu þúsund. Umönnunarhópurinn innan Starfsgreinasambandsins er ósáttastur við launin sín og konur eru ósáttari en karlar. Vinnutíminn er langur hjá félagsmönnum Eflingar. Hjá þeim sem eru í fullu starfi eru meðalvinnustundir tæplega fimmtíu á viku og meðalyfirvinnustundir tólf. Íbúar á Austurlandi skera sig úr fyrir langan vinnutíma en þeir vinna að meðaltali tæplega sautján yfirvinnustundir á viku. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir að könnunin staðfesti langan vinnutíma félagsmanna. „Það er eitthvað sem við þurfum klárlega horfa á. Í könnuninni fáum við líka staðfestan launamun kynjanna, konurnar sitja aðeins eftir og það er eitthvað sem við þurfum skoða betur,“ segir hún. Í könnuninni kemur fram að mun færri konur en karlar hafa óskað eftir launahækkun síðustu tólf mánuði umfram samningsbundnar eða áður ákveðnar launahækkanir, eða einungis tuttugu og eitt prósent kvenna á móti þrjátíu og þremur prósentum karla. Mikill meirihluti þeirra sem óskuðu eftir launahækkun fékk hækkun í kjölfarið. Tekið var þrjú þúsund og fimm hundruð manna úrtak úr félagaskrám Starfsgreinasambandsins. Svarhlutfall var 50,4 prósent. Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Meira en helmingur félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands telur að hann standi betur fjárhagslega nú en fyrir þremur árum. Mikill meirihluti hefur fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hærra matvöruverði. Þetta kemur fram í niðurstöðum launa- og kjarakönnunar Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á föstudag. Ríflega sextíu prósent svarenda telja að fjárhagsleg staða þeirra í dag sé heldur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum og yfir áttatíu prósent hafa fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hækkun á matvöruverði. Heildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru tæp tvö hundruð fjörutíu og fjögur þúsund krónur að meðaltali, karlar eru þá með tæp tvö hundruð sjötíu og níu þúsund í heildarlaun og konur hundrað áttatíu og átta þúsund. Meðal dagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæp hundrað áttatíu og sjö þúsund og kvenna tæp hundrað og fimmtíu þúsund. Umönnunarhópurinn innan Starfsgreinasambandsins er ósáttastur við launin sín og konur eru ósáttari en karlar. Vinnutíminn er langur hjá félagsmönnum Eflingar. Hjá þeim sem eru í fullu starfi eru meðalvinnustundir tæplega fimmtíu á viku og meðalyfirvinnustundir tólf. Íbúar á Austurlandi skera sig úr fyrir langan vinnutíma en þeir vinna að meðaltali tæplega sautján yfirvinnustundir á viku. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir að könnunin staðfesti langan vinnutíma félagsmanna. „Það er eitthvað sem við þurfum klárlega horfa á. Í könnuninni fáum við líka staðfestan launamun kynjanna, konurnar sitja aðeins eftir og það er eitthvað sem við þurfum skoða betur,“ segir hún. Í könnuninni kemur fram að mun færri konur en karlar hafa óskað eftir launahækkun síðustu tólf mánuði umfram samningsbundnar eða áður ákveðnar launahækkanir, eða einungis tuttugu og eitt prósent kvenna á móti þrjátíu og þremur prósentum karla. Mikill meirihluti þeirra sem óskuðu eftir launahækkun fékk hækkun í kjölfarið. Tekið var þrjú þúsund og fimm hundruð manna úrtak úr félagaskrám Starfsgreinasambandsins. Svarhlutfall var 50,4 prósent.
Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira