Allt verði rannsakað 17. október 2006 07:00 „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum mikla hagsmuni af því að allt komi upp á yfirborðið og að málið sé ekki slitið úr samhengi með ásetningi. Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að við sýnum fram á að við höfum ekkert að fela. Við viljum ekkert fela. Úrskurður minn í dag sýnir það.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hnekkti úrskurði þjóðskjalavarðar um synjun á beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra, um að skoða gögn er varða hleranir síma hans á tímum kalda stríðsins. Þorgerður Katrín segir Kjartan eiga rétt á að fá upplýsingar um þau gögn sem til eru í Þjóðskjalasafninu og snerta hann og telur aðspurð að hann fái að sjá gögnin í vikunni. „Ég geri ráð fyrir því. Þjóðskjalavörður fer yfir úrskurðinn og ég sé ekki efnislegar ástæður fyrir því að komið verði í veg fyrir það.“ Hún segir eðlilegt, í ljósi umfangs málsins, að þjóðskjalavörður fái ákvörðun æðra stjórnvalds. „Nú getur hann [þjóðskjalavörður] orðið við þeim beiðnum sem fram hafa komið.“ Þorgerður Katrín segir margvísleg rök hníga að því að öll gögn um hleranir og njósnir – hvort sem þau snerta kalda stríðið eða síðari tíma - verði gerð opinber. Þá vill hún að óljósir þættir, til dæmis frásagnir Jóns Baldvins Hannibalssonar af hlerunum á síma utanríkisráðherra 1995, verði rannsakaðir. „Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál og það verður að skoða hvort sími eins af ráðherrum í ríkisstjórn var hleraður. En ég skil samt ekki af hverju hann talaði ekki við forsætis- og dómsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn.“ Þorgerður Katrín segir þar til bærra yfirvalda að taka á málinu; rannsóknarvaldið falli undir dómsmálaráðherra. Hún segir að auk annars sé mikilvægt út frá mennta- og menningarsjónarmiðum að sögunni sé skilað í réttu samhengi til komandi kynslóða. „Það vita allir að Sovétmenn hleruðu hér á sínum tíma og það er líklegt að Bandaríkjamenn hafi líka gert það. Það eru ekki nýjar fréttir. Upplýsingar um hleranir Íslendinga eru nú komnar fram en þær voru ekki óeðlilegar í krafti öryggishagsmuna ríkisins. Í samhengi hlutanna og á sínum tíma gerðu Íslendingar ekkert óeðlilegt. En í dag, árið 2006, vil ég fá þetta allt upp á borðið.“ Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
„Við í Sjálfstæðisflokknum höfum mikla hagsmuni af því að allt komi upp á yfirborðið og að málið sé ekki slitið úr samhengi með ásetningi. Það er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að við sýnum fram á að við höfum ekkert að fela. Við viljum ekkert fela. Úrskurður minn í dag sýnir það.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hnekkti úrskurði þjóðskjalavarðar um synjun á beiðni Kjartans Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra, um að skoða gögn er varða hleranir síma hans á tímum kalda stríðsins. Þorgerður Katrín segir Kjartan eiga rétt á að fá upplýsingar um þau gögn sem til eru í Þjóðskjalasafninu og snerta hann og telur aðspurð að hann fái að sjá gögnin í vikunni. „Ég geri ráð fyrir því. Þjóðskjalavörður fer yfir úrskurðinn og ég sé ekki efnislegar ástæður fyrir því að komið verði í veg fyrir það.“ Hún segir eðlilegt, í ljósi umfangs málsins, að þjóðskjalavörður fái ákvörðun æðra stjórnvalds. „Nú getur hann [þjóðskjalavörður] orðið við þeim beiðnum sem fram hafa komið.“ Þorgerður Katrín segir margvísleg rök hníga að því að öll gögn um hleranir og njósnir – hvort sem þau snerta kalda stríðið eða síðari tíma - verði gerð opinber. Þá vill hún að óljósir þættir, til dæmis frásagnir Jóns Baldvins Hannibalssonar af hlerunum á síma utanríkisráðherra 1995, verði rannsakaðir. „Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál og það verður að skoða hvort sími eins af ráðherrum í ríkisstjórn var hleraður. En ég skil samt ekki af hverju hann talaði ekki við forsætis- og dómsmálaráðherra í þeirri ríkisstjórn.“ Þorgerður Katrín segir þar til bærra yfirvalda að taka á málinu; rannsóknarvaldið falli undir dómsmálaráðherra. Hún segir að auk annars sé mikilvægt út frá mennta- og menningarsjónarmiðum að sögunni sé skilað í réttu samhengi til komandi kynslóða. „Það vita allir að Sovétmenn hleruðu hér á sínum tíma og það er líklegt að Bandaríkjamenn hafi líka gert það. Það eru ekki nýjar fréttir. Upplýsingar um hleranir Íslendinga eru nú komnar fram en þær voru ekki óeðlilegar í krafti öryggishagsmuna ríkisins. Í samhengi hlutanna og á sínum tíma gerðu Íslendingar ekkert óeðlilegt. En í dag, árið 2006, vil ég fá þetta allt upp á borðið.“
Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira