Ókeypis skólamáltíðir kosta nærri hálfan milljarð í viðbót 18. október 2006 07:30 Í Fossvogsskóla Krakkarnir í Fossvogsskóla voru ánægð með lambakjötið í hádeginu í gær. Maturinn kostar 5.000 krónur á hvert barn fyrir októbermánuð. MYND/Pjetur Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Menntaráð Reykjavíkur ræddi á mánudag tillögu vinstri grænna um að frá og með haustinu 2007 yrði hætt að taka gjald af grunnskólanemendum fyrir hádegismat og vegna dvalar á frístundaheimilum eftir að venjulegum skólatíma lýkur. Július Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og aðrir fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ráðinu upplýstu að kostnaður borgarinnar myndi aukast um ofangreindan hálfan milljarð við frían hádegismat. Afgreiðslu tillögu vinstri grænna var frestað en meirihlutinn í menntaráði sagði tillöguna gefa tilefni til að fara yfir og tryggja að engin börn þyrftu að sleppa skólamáltíðum af fjárhagslegum ástæðum. Bent var á að þjónustumiðstöðvar byðu félagsleg úrræði þegar þannig stæði á. Fréttir hefðu einnig verið að berast af því að skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skóla fylgdust með og brygðust við. „Meirihlutinn tekur nauðsynlegt að kanna hversu mikill fjöldi skólabarna í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki notið skólamáltíða vegna fjárhagsaðstæðna,“ sagði í bókun meirihlutans sem fól sviðsstjóra menntasviðs að athuga þetta mál. Einnig segir meirihluti menntaráðs ástæðu til þess að kanna kostnað við að taka upp systkinaafslátt vegna skólamáltíða og vegna frístundaheimilis. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi vinstri grænna í menntaráði, sagði ánægjulegt að meirihlutinn tæki tillögu um gjaldfrjálsan grunnskóla til jákvæðrar skoðunar. Svandís óskaði síðan eftir því að unnið yrði sundurliðað yfirlit yfir hlut foreldra í kostnaði við hádegismat í grunnskólunum. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira
Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Menntaráð Reykjavíkur ræddi á mánudag tillögu vinstri grænna um að frá og með haustinu 2007 yrði hætt að taka gjald af grunnskólanemendum fyrir hádegismat og vegna dvalar á frístundaheimilum eftir að venjulegum skólatíma lýkur. Július Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og aðrir fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ráðinu upplýstu að kostnaður borgarinnar myndi aukast um ofangreindan hálfan milljarð við frían hádegismat. Afgreiðslu tillögu vinstri grænna var frestað en meirihlutinn í menntaráði sagði tillöguna gefa tilefni til að fara yfir og tryggja að engin börn þyrftu að sleppa skólamáltíðum af fjárhagslegum ástæðum. Bent var á að þjónustumiðstöðvar byðu félagsleg úrræði þegar þannig stæði á. Fréttir hefðu einnig verið að berast af því að skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skóla fylgdust með og brygðust við. „Meirihlutinn tekur nauðsynlegt að kanna hversu mikill fjöldi skólabarna í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki notið skólamáltíða vegna fjárhagsaðstæðna,“ sagði í bókun meirihlutans sem fól sviðsstjóra menntasviðs að athuga þetta mál. Einnig segir meirihluti menntaráðs ástæðu til þess að kanna kostnað við að taka upp systkinaafslátt vegna skólamáltíða og vegna frístundaheimilis. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi vinstri grænna í menntaráði, sagði ánægjulegt að meirihlutinn tæki tillögu um gjaldfrjálsan grunnskóla til jákvæðrar skoðunar. Svandís óskaði síðan eftir því að unnið yrði sundurliðað yfirlit yfir hlut foreldra í kostnaði við hádegismat í grunnskólunum.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira