Bráðavakt varnarlausra villidýra 19. október 2006 06:15 Grænlandsfálki með bólginn fót Þegar þessir fallegu fuglar villast af leið er það þrautalending þeirra að lenda á skipum. Það eru því helst sjómenn sem þeim koma til bjargar. Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Ekki komast dýr sem fá aðhlynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum öll til heilsu aftur; mörg deyja á leiðinni eða stuttu eftir komu. Mörg lifa þó af og geta horfið aftur til heimkynna sinna í náttúrunni. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir það gefa starfinu gildi. "Við hófum þetta verkefni í upphafi í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að láta gott af okkur leiða en í öðru lagi til að fræða almenning um villt dýr," segir Tómas sem segir að í byrjun hafi verið mikið um að fólk kæmi með dýr sem ættu ekki heima í garðinum svo sem þrasta- eða gæsaunga sem það taldi hafa villst frá foreldrum sínum. "Við vildum að fólk skildi að einmana ungi er ekki vísbending um að eitthvað sé að heldur á fólk að láta þá í friði og gefa foreldrunum tækifæri til að koma til þeirra. Einnig hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hafði ungað út eggjum villtra fugla heima hjá sér og ætlað þeim svo að flytja hingað. Það var heldur ekki hægt," segir Tómas. Dýrin eru að öllu jöfnu ekki til sýnis enda flest það veik til að byrja með að hlúa verður að þeim inni í ró og næði. Þegar styrkur þeirra vex hafa sum þeirra möguleika á að stæla vöðvana að nýju utandyra og gefst gestum þá stundum einstakt tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti þeirra áður en þeim er sleppt á ný út í náttúruna. Einna mesta athygli vekja fáséðar tegundir dýra eins og fálkar, ernir og uglur. Tómas segir algengast að fuglarnir þurfi aðhlynningu eftir að hafa lent í grút, oft eftir að hafa verið í hvals- eða selshræi eða eftir að hafa lent í viðureign við fýl. Vængbrot séu einnig algeng en við þau sé erfitt að eiga þó fuglar geti jafnað sig furðu fljótt eftir að hafa fengið hlýju, þvott, vítamín, fóðrun, dýralæknisskoðun, lyf, umbúðir og tíma til að safna kröftum. Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Sjá meira
Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Ekki komast dýr sem fá aðhlynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum öll til heilsu aftur; mörg deyja á leiðinni eða stuttu eftir komu. Mörg lifa þó af og geta horfið aftur til heimkynna sinna í náttúrunni. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir það gefa starfinu gildi. "Við hófum þetta verkefni í upphafi í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að láta gott af okkur leiða en í öðru lagi til að fræða almenning um villt dýr," segir Tómas sem segir að í byrjun hafi verið mikið um að fólk kæmi með dýr sem ættu ekki heima í garðinum svo sem þrasta- eða gæsaunga sem það taldi hafa villst frá foreldrum sínum. "Við vildum að fólk skildi að einmana ungi er ekki vísbending um að eitthvað sé að heldur á fólk að láta þá í friði og gefa foreldrunum tækifæri til að koma til þeirra. Einnig hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hafði ungað út eggjum villtra fugla heima hjá sér og ætlað þeim svo að flytja hingað. Það var heldur ekki hægt," segir Tómas. Dýrin eru að öllu jöfnu ekki til sýnis enda flest það veik til að byrja með að hlúa verður að þeim inni í ró og næði. Þegar styrkur þeirra vex hafa sum þeirra möguleika á að stæla vöðvana að nýju utandyra og gefst gestum þá stundum einstakt tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti þeirra áður en þeim er sleppt á ný út í náttúruna. Einna mesta athygli vekja fáséðar tegundir dýra eins og fálkar, ernir og uglur. Tómas segir algengast að fuglarnir þurfi aðhlynningu eftir að hafa lent í grút, oft eftir að hafa verið í hvals- eða selshræi eða eftir að hafa lent í viðureign við fýl. Vængbrot séu einnig algeng en við þau sé erfitt að eiga þó fuglar geti jafnað sig furðu fljótt eftir að hafa fengið hlýju, þvott, vítamín, fóðrun, dýralæknisskoðun, lyf, umbúðir og tíma til að safna kröftum.
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Sjá meira