Vilja banna veiðar á þorski í Norðursjó 19. október 2006 06:30 spænskir sjómenn að störfum Óljóst er hvort bann við þorskveiðum í Norðursjó muni hafa áhrif á veiðivenjur í íslenskri lögsögu. Bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér MYND/nordicphotos/afp Sjávarútvegur Í skýrslu alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem opinberuð verður á morgun, er lagt til að þorskveiði verði bönnuð í Norðursjó. Gripið er til aðgerðanna vegna þess að hrygningarstofn þorskstofnsins í Norðursjó er kominn niður fyrir 36 þúsund tonn, en samkvæmt áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér átti að grípa til aðgerða ef stofninn færi niður fyrir 70 þúsund tonn. Björn Ævar Hreinsson, forstöðumaður veiðiráðgjafarsvið Hafrannsóknarstofnunar og einn þeirra sem tekið hefur þátt í vinnslu skýrslunnar sem opinberuð verður á morgun, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart en líklegt má telja að hún hafi töluverð áhrif veiðivenjur þeirra þjóða sem veitt hafa í Norðursjó. Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa komið sér saman um nýtingarstefnu á þorski í Norðursjó, sem útlistuð er í sex liðum í áætlun sem kynnt verður á morgun, segir Björn en bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa gert. Árið 2004 samþykktu sömu aðilar áætlun um enduruppbyggingarstefnu þorskstofnsins í Norðursjó. Í henni segir að grípa verði til harkalegra aðgerða ef hrygningarstofn þorsksins í Norðursjó fer niður fyrir 70 þúsund tonn. Það er ekki tilgreint í áætluninni hverjar þær aðgerðir eru, en vísindamenn á vegum alþjóðahafrannsóknaráðsins meta það sem svo að hrygningarstofn þorsksins sé um 36 þúsund tonn nú. Á grundvelli þessa er lagt til, að veiði á þorski í Norðursjó verði bönnuð. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur að þessi tíðindi gætu vakið umræðu um þorskstofninn á heimsvísu. Í þeirri umræðu þurfi að vinna að því að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri. Þetta gæti kallað fram umræðu, sem haldið hefur verið á lofti af talsmönnum World Wildlife Fund, þar sem fólk er hvatt til þess að borða ekki þorsk þar sem það sé fisktegund í útrýmingarhættu. Svar okkar við því er að reyna draga fram sérstöðu íslenska þorskstofnsins, segir Einar. Hann segist jafnframt hafa þá trú að verðið á þorski á heimsmarkaði gæti hækkað vegna þessara breytinga á veiðitilhögun í Norðursjó. Þetta gæti haft þau áhrif að framboðið á þorski á heimsmarkaði minnkaði umtalsvert sem síðan skilaði sér í hærra verði. Á þeim forsendum gætu þessar breytingar verið jákvæðar fyrir okkur Íslendinga, en það er enn svolítið óljóst. Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
Sjávarútvegur Í skýrslu alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem opinberuð verður á morgun, er lagt til að þorskveiði verði bönnuð í Norðursjó. Gripið er til aðgerðanna vegna þess að hrygningarstofn þorskstofnsins í Norðursjó er kominn niður fyrir 36 þúsund tonn, en samkvæmt áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér átti að grípa til aðgerða ef stofninn færi niður fyrir 70 þúsund tonn. Björn Ævar Hreinsson, forstöðumaður veiðiráðgjafarsvið Hafrannsóknarstofnunar og einn þeirra sem tekið hefur þátt í vinnslu skýrslunnar sem opinberuð verður á morgun, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart en líklegt má telja að hún hafi töluverð áhrif veiðivenjur þeirra þjóða sem veitt hafa í Norðursjó. Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa komið sér saman um nýtingarstefnu á þorski í Norðursjó, sem útlistuð er í sex liðum í áætlun sem kynnt verður á morgun, segir Björn en bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa gert. Árið 2004 samþykktu sömu aðilar áætlun um enduruppbyggingarstefnu þorskstofnsins í Norðursjó. Í henni segir að grípa verði til harkalegra aðgerða ef hrygningarstofn þorsksins í Norðursjó fer niður fyrir 70 þúsund tonn. Það er ekki tilgreint í áætluninni hverjar þær aðgerðir eru, en vísindamenn á vegum alþjóðahafrannsóknaráðsins meta það sem svo að hrygningarstofn þorsksins sé um 36 þúsund tonn nú. Á grundvelli þessa er lagt til, að veiði á þorski í Norðursjó verði bönnuð. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur að þessi tíðindi gætu vakið umræðu um þorskstofninn á heimsvísu. Í þeirri umræðu þurfi að vinna að því að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri. Þetta gæti kallað fram umræðu, sem haldið hefur verið á lofti af talsmönnum World Wildlife Fund, þar sem fólk er hvatt til þess að borða ekki þorsk þar sem það sé fisktegund í útrýmingarhættu. Svar okkar við því er að reyna draga fram sérstöðu íslenska þorskstofnsins, segir Einar. Hann segist jafnframt hafa þá trú að verðið á þorski á heimsmarkaði gæti hækkað vegna þessara breytinga á veiðitilhögun í Norðursjó. Þetta gæti haft þau áhrif að framboðið á þorski á heimsmarkaði minnkaði umtalsvert sem síðan skilaði sér í hærra verði. Á þeim forsendum gætu þessar breytingar verið jákvæðar fyrir okkur Íslendinga, en það er enn svolítið óljóst.
Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira