Veiðarnar borga sig jafnvel þótt hvalkjötið seljist ekki 19. október 2006 07:15 síðasti hvalurinn Svona var umhorfs þegar síðasti hvalurinn var dreginn á land í Hvalfirði árið 1989. MYND/sveinn þormóðsson „Við erum mjög hamingjusamir yfir að þetta skuli farið af stað,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila hvalveiðar að nýju. „Við töpum yfir tíu milljörðum á ári á þeim vexti sem orðinn er á hvalastofnunum miðað við að veiðar hefðu verið stundaðar. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að jafnvel þótt ekki tækist að selja hvalkjötið muni veiðarnar borga sig fyrir þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa sem minnkun hvalastofnanna hefði á fiskveiðar. „Ég tel það. Ekki spurning,“ segir hann aðspurður um það en tekur þó um leið skýrt fram að hann hafi fulla trú á því að kjötið seljist: „Kristján Loftsson þekkir Japansmarkað örugglega betur en nokkur annar og hann segir að hægt sé að selja kjötið þar og ég hef enga ástæðu til að rengja það,“ segir Friðrik sem heldur óttast ekki að Íslendingar muni tapa rökræðustríði á alþjóðavettvangi. „Langflestir jarðarbúar eru ekkert að hugsa um þetta. Og þeir sem hugsa komast að því að það er langt frá því að verið sé að ganga nærri þessum stofnum. Það er ekki útilokað að það verði einhver neikvæð áhrif en það er bara svo miklu meira í húfi,“ segir Friðrik. „Þetta mun ábyggilega fara fyrir brjóstið á einhverjum en allir sem maður ræðir málið við skilja rökin fyrir þessum veiðum,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækins HB Granda. „En það getur verið erfitt að eiga við tilfinningalegu hliðina,“ bætir hann við. Eggert segir það eðlilegt að hvalastofninn sé ekki látinn vaxa út fyrir öll mörk því það komi niður á fiskstofnunum: „Hann er jú keppinautur okkar um fiskinn.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig að sinni um ákvörðunina um að hefja hvalveiðar að nýju heldur vísar til yfirlýsingar sinnar frá því í lok september. „Afstaða Samherja til þessa máls er því skýr. Fyrirtækið telur að hefja eigi hvalveiðar og að nýta beri hvalastofna með sjálfbærum hætti rétt eins og aðra nytjastofna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Þorsteins. „Við erum ekki tilbúnir til að tjá okkur um málið að svo stöddu,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá fisksölufyrirtækinu Iceland Seafood International. Innlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Sjá meira
„Við erum mjög hamingjusamir yfir að þetta skuli farið af stað,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila hvalveiðar að nýju. „Við töpum yfir tíu milljörðum á ári á þeim vexti sem orðinn er á hvalastofnunum miðað við að veiðar hefðu verið stundaðar. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að jafnvel þótt ekki tækist að selja hvalkjötið muni veiðarnar borga sig fyrir þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa sem minnkun hvalastofnanna hefði á fiskveiðar. „Ég tel það. Ekki spurning,“ segir hann aðspurður um það en tekur þó um leið skýrt fram að hann hafi fulla trú á því að kjötið seljist: „Kristján Loftsson þekkir Japansmarkað örugglega betur en nokkur annar og hann segir að hægt sé að selja kjötið þar og ég hef enga ástæðu til að rengja það,“ segir Friðrik sem heldur óttast ekki að Íslendingar muni tapa rökræðustríði á alþjóðavettvangi. „Langflestir jarðarbúar eru ekkert að hugsa um þetta. Og þeir sem hugsa komast að því að það er langt frá því að verið sé að ganga nærri þessum stofnum. Það er ekki útilokað að það verði einhver neikvæð áhrif en það er bara svo miklu meira í húfi,“ segir Friðrik. „Þetta mun ábyggilega fara fyrir brjóstið á einhverjum en allir sem maður ræðir málið við skilja rökin fyrir þessum veiðum,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækins HB Granda. „En það getur verið erfitt að eiga við tilfinningalegu hliðina,“ bætir hann við. Eggert segir það eðlilegt að hvalastofninn sé ekki látinn vaxa út fyrir öll mörk því það komi niður á fiskstofnunum: „Hann er jú keppinautur okkar um fiskinn.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig að sinni um ákvörðunina um að hefja hvalveiðar að nýju heldur vísar til yfirlýsingar sinnar frá því í lok september. „Afstaða Samherja til þessa máls er því skýr. Fyrirtækið telur að hefja eigi hvalveiðar og að nýta beri hvalastofna með sjálfbærum hætti rétt eins og aðra nytjastofna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Þorsteins. „Við erum ekki tilbúnir til að tjá okkur um málið að svo stöddu,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá fisksölufyrirtækinu Iceland Seafood International.
Innlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Sjá meira