Úrvalið af mjólkurvörum stórminnkar 20. október 2006 07:15 Mjólkurvörur frá Búðardal Hætta er á því að úrvalið af mjólkurvörum minnki í verslunum á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal á næstunni. Vöruúrval í verslunum minnkar á næstunni á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal vegna skipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað. Mjólkursamlagið í Búðardal mun einbeita sér að vinnslu mjólkurafurða og verða verslanir á svæðinu frá norðanverðu Snæfellsnesi að Barðastrandarsýslu og Vestur-Húnavatnssýslu að panta vörur frá MS í Reykjavík. „Við þurfum að panta allt í heilum og hálfum pakkningum frá MS og það er hið versta mál fyrir svona lítið bæjarfélag. Þetta kemur sér sérstaklega illa þegar um er að ræða vörur sem lítil hreyfing er á,“ segir Gestrún Sveinsdóttir, verslunarstjóri í Jaðarkaupum á Tálknafirði. Gestrún nefnir sem dæmi gráðost. „Það er engin roksala í honum en alltaf einhverjir sem vilja. Ég verð að taka pakkningu með tólf ostum sem þýðir birgðir fyrir mig í fjóra til fimm mánuði en osturinn hefur kannski bara þriggja mánaða sölutíma. Ég verð því annað hvort að henda afganginum í ruslið eða sleppa því að panta hann,“ segir hún. Gestrún telur ljóst að nýja fyrirkomulagið þýði miklu minna vöruúrval fyrir fólk á svæðinu. „Maður hefur reynt að hafa sem flestar tegundir á boðstólum en ég reikna með að að nú verði maður að reyna að panta eftir því sem selst og finna einhvern milliveg, panta ekki það sem lendir í tunnunni,“ segir hún. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir að breytingin hafi átt langan aðdraganda. Ákveðið hafi verið að þjóna sölu- og markaðsmálum sem mest frá Reykjavík. Þannig geti starfsmenn í mjólkurbúunum einbeitt sér betur að framleiðslunni. „Við gerðum sambærilega breytingu á Blönduósi í sumar og gerum ráð fyrir að breyta þessu á Selfossi snemma á næsta ári. Þá munum við þjóna öllum miðlægt og teljum okkur þannig tryggja jafngóða þjónustu á öllu landinu,“ segir hann. Guðbrandur segir að því miður hafi MS þurft að setja reglur um magn í pöntun. Eftir mikla skoðun hafi verið ákveðið að afgreiða bara heilar og hálfar pakkningar. Búðardalur hafi jafnvel selt eina jógúrtdós í einu en því miður sé það ekki hægt. „Ég skil þessi sjónarmið og virði þau fullkomlega en það eru takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ segir hann. Innlent Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Vöruúrval í verslunum minnkar á næstunni á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal vegna skipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað. Mjólkursamlagið í Búðardal mun einbeita sér að vinnslu mjólkurafurða og verða verslanir á svæðinu frá norðanverðu Snæfellsnesi að Barðastrandarsýslu og Vestur-Húnavatnssýslu að panta vörur frá MS í Reykjavík. „Við þurfum að panta allt í heilum og hálfum pakkningum frá MS og það er hið versta mál fyrir svona lítið bæjarfélag. Þetta kemur sér sérstaklega illa þegar um er að ræða vörur sem lítil hreyfing er á,“ segir Gestrún Sveinsdóttir, verslunarstjóri í Jaðarkaupum á Tálknafirði. Gestrún nefnir sem dæmi gráðost. „Það er engin roksala í honum en alltaf einhverjir sem vilja. Ég verð að taka pakkningu með tólf ostum sem þýðir birgðir fyrir mig í fjóra til fimm mánuði en osturinn hefur kannski bara þriggja mánaða sölutíma. Ég verð því annað hvort að henda afganginum í ruslið eða sleppa því að panta hann,“ segir hún. Gestrún telur ljóst að nýja fyrirkomulagið þýði miklu minna vöruúrval fyrir fólk á svæðinu. „Maður hefur reynt að hafa sem flestar tegundir á boðstólum en ég reikna með að að nú verði maður að reyna að panta eftir því sem selst og finna einhvern milliveg, panta ekki það sem lendir í tunnunni,“ segir hún. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir að breytingin hafi átt langan aðdraganda. Ákveðið hafi verið að þjóna sölu- og markaðsmálum sem mest frá Reykjavík. Þannig geti starfsmenn í mjólkurbúunum einbeitt sér betur að framleiðslunni. „Við gerðum sambærilega breytingu á Blönduósi í sumar og gerum ráð fyrir að breyta þessu á Selfossi snemma á næsta ári. Þá munum við þjóna öllum miðlægt og teljum okkur þannig tryggja jafngóða þjónustu á öllu landinu,“ segir hann. Guðbrandur segir að því miður hafi MS þurft að setja reglur um magn í pöntun. Eftir mikla skoðun hafi verið ákveðið að afgreiða bara heilar og hálfar pakkningar. Búðardalur hafi jafnvel selt eina jógúrtdós í einu en því miður sé það ekki hægt. „Ég skil þessi sjónarmið og virði þau fullkomlega en það eru takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ segir hann.
Innlent Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira