Tvö hundruð milljóna tekjur af Airwaves 20. október 2006 07:00 Eldar Ástþórsson Hver erlendur gestur á Iceland Airwaves hátíðinni eyðir rúmum hundrað þúsund krónum að jafnaði meðan á dvöl hans stendur. Þetta er niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg, ásamt nítján öðrum borgum á norðurslóðum, lét gera í fyrra um ýmsa atburði sem draga að ferðamenn. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn íhuga nú að koma á svipaðri árlegri hátíð. Samkvæmt könnuninni komu um fjörutíu prósent gestanna í fyrra erlendis frá eða utan af landi, tæplega tvö þúsund manns. Hver þeirra gisti í fjórar til fimm nætur á gistiheimili eða hóteli. Samanreiknuð eyðsla þessara ferðamanna var um tvö hundruð milljónir króna, fyrir utan flugmiða. Eyðslan var fjölbreytileg, enda gestirnir í yngri kantinum; flestir á aldrinum 18-34 ára. Það sem skiptir mestu í þessu samhengi, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur hjá Höfuðborgarstofu, er að hátíðin er utan háannatíma og því hrein viðbót við ferðamannastrauminn hingað. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru flest hótelherbergi í Reykjavík bókuð um helgina, þótt fleira spili inn í en Airwaves hátíðin. Í ár gæti velta hátíðarinnar numið allt að þrjátíu milljónum króna, miðað við selda miða og styrkveitingar. Svanhildur og Eldar Ástþórsson hjá Iceland Airwaves eru sammála um að þennan árangur megi þakka markaðsstarfi þeirra sem að hátíðinni standa, en ekki skipti minnstu að gott orðspor fari af hátíðinni. Áhersla hafi verið lögð á gæði og frumleika, fremur en að bjóða upp á dýra og þekkta tónlistarmenn. Frá fyrstu tíð var lögð áhersla á að bjóða erlendum blaðamönnum hingað og voru þeir strax um fimmtíu talsins árið 1999 þegar hátíðin var fyrst haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Í ár eru blaðamennirnir um þrjú hundruð og margir að koma í annað, þriðja, jafnvel fjórða sinn. Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Hver erlendur gestur á Iceland Airwaves hátíðinni eyðir rúmum hundrað þúsund krónum að jafnaði meðan á dvöl hans stendur. Þetta er niðurstaða könnunar sem Reykjavíkurborg, ásamt nítján öðrum borgum á norðurslóðum, lét gera í fyrra um ýmsa atburði sem draga að ferðamenn. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn íhuga nú að koma á svipaðri árlegri hátíð. Samkvæmt könnuninni komu um fjörutíu prósent gestanna í fyrra erlendis frá eða utan af landi, tæplega tvö þúsund manns. Hver þeirra gisti í fjórar til fimm nætur á gistiheimili eða hóteli. Samanreiknuð eyðsla þessara ferðamanna var um tvö hundruð milljónir króna, fyrir utan flugmiða. Eyðslan var fjölbreytileg, enda gestirnir í yngri kantinum; flestir á aldrinum 18-34 ára. Það sem skiptir mestu í þessu samhengi, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur hjá Höfuðborgarstofu, er að hátíðin er utan háannatíma og því hrein viðbót við ferðamannastrauminn hingað. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru flest hótelherbergi í Reykjavík bókuð um helgina, þótt fleira spili inn í en Airwaves hátíðin. Í ár gæti velta hátíðarinnar numið allt að þrjátíu milljónum króna, miðað við selda miða og styrkveitingar. Svanhildur og Eldar Ástþórsson hjá Iceland Airwaves eru sammála um að þennan árangur megi þakka markaðsstarfi þeirra sem að hátíðinni standa, en ekki skipti minnstu að gott orðspor fari af hátíðinni. Áhersla hafi verið lögð á gæði og frumleika, fremur en að bjóða upp á dýra og þekkta tónlistarmenn. Frá fyrstu tíð var lögð áhersla á að bjóða erlendum blaðamönnum hingað og voru þeir strax um fimmtíu talsins árið 1999 þegar hátíðin var fyrst haldin í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Í ár eru blaðamennirnir um þrjú hundruð og margir að koma í annað, þriðja, jafnvel fjórða sinn.
Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira