Afköst Landspítalans meiri en fjárframlög standa í stað 21. október 2006 07:00 Samanburður á fjárveitingum ríkisins til Landspítalans milli ára á föstu verðlagi 2006 sýnir að rekstrarkostnaður spítalans hefur staðið í stað síðan 1999. Spítalanum er ætlað 3,1 prósentustigi minna fé til rekstursins á næsta ári samanborið við árið 1999. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist margfalt. Þetta er niðurstaðan þegar kostnaður við S-merkt lyf, sem voru fyrir árið 2001 greidd af Tryggingastofnun, og stofnkostnaður við Barnaspítalann, er dreginn frá öðrum rekstrargjöldum spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, staðfestir þetta og segir spítalann í raun vera rekinn á sömu raunkrónutölunni síðustu fimm til sex ár. Hann segir að ríkisendurskoðun hafi bent á þetta í endurskoðun sinni fram til ársins 2005. „Í þessu samhengi er vert að athuga hvað við höfum verið að gera. Þar höfum við mikla fjölgun aðgerða eins og hjartaþræðinga, kransæðavíkkana, mikla fjölgun í komum á dag- og göngudeildir og fleira. Ábatinn birtist ekki í lækkun raunkostnaðarins heldur í meiri þjónustu við skjólstæðinga okkar. Árangurinn er því mjög góður að mínu mati." Magnús segir að kannski sé þetta einfölduð mynd en raunveruleikinn engu að síður. Ef litið er til fjárlaga ársins 2007, þar sem stjórnvöld fara fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006, er ekki tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstursáætlun ársins 2006 var gerð. „Ef stjórnvöld ætla að bæta hallann sem er á rekstrinum í ár þá er rökrétt að þau hækki fjárframlög til næsta árs um samsvarandi upphæð. Ef litið er til raunkrónutölunnar á þessu ári hefðu framlögin þurft að vera töluvert hærri á næsta ári." Magnús segir að aðferðin við áætlanagerð hafi verið sú að lækka framlög til spítalans með ósk um hagræðingu í rekstri á móti. „Það höfum við reynt að gera og ég gagnrýni það ekki. Ég segi samt á móti að líta verður á þjónustuna sem alltaf er að aukast." Magnús bendir jafnframt á að samhengi þurfi að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og hún eykst jafnt og þétt." Innlent Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Samanburður á fjárveitingum ríkisins til Landspítalans milli ára á föstu verðlagi 2006 sýnir að rekstrarkostnaður spítalans hefur staðið í stað síðan 1999. Spítalanum er ætlað 3,1 prósentustigi minna fé til rekstursins á næsta ári samanborið við árið 1999. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist margfalt. Þetta er niðurstaðan þegar kostnaður við S-merkt lyf, sem voru fyrir árið 2001 greidd af Tryggingastofnun, og stofnkostnaður við Barnaspítalann, er dreginn frá öðrum rekstrargjöldum spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, staðfestir þetta og segir spítalann í raun vera rekinn á sömu raunkrónutölunni síðustu fimm til sex ár. Hann segir að ríkisendurskoðun hafi bent á þetta í endurskoðun sinni fram til ársins 2005. „Í þessu samhengi er vert að athuga hvað við höfum verið að gera. Þar höfum við mikla fjölgun aðgerða eins og hjartaþræðinga, kransæðavíkkana, mikla fjölgun í komum á dag- og göngudeildir og fleira. Ábatinn birtist ekki í lækkun raunkostnaðarins heldur í meiri þjónustu við skjólstæðinga okkar. Árangurinn er því mjög góður að mínu mati." Magnús segir að kannski sé þetta einfölduð mynd en raunveruleikinn engu að síður. Ef litið er til fjárlaga ársins 2007, þar sem stjórnvöld fara fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006, er ekki tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstursáætlun ársins 2006 var gerð. „Ef stjórnvöld ætla að bæta hallann sem er á rekstrinum í ár þá er rökrétt að þau hækki fjárframlög til næsta árs um samsvarandi upphæð. Ef litið er til raunkrónutölunnar á þessu ári hefðu framlögin þurft að vera töluvert hærri á næsta ári." Magnús segir að aðferðin við áætlanagerð hafi verið sú að lækka framlög til spítalans með ósk um hagræðingu í rekstri á móti. „Það höfum við reynt að gera og ég gagnrýni það ekki. Ég segi samt á móti að líta verður á þjónustuna sem alltaf er að aukast." Magnús bendir jafnframt á að samhengi þurfi að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og hún eykst jafnt og þétt."
Innlent Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira