Námsgagnastofnun hindrar samkeppni 21. október 2006 08:45 Námsmeyjar lesa námsbækur Samkeppnishindranir á markaðnum má að miklu leyti rekja til lagaumhverfisins að mati Samkeppniseftirlitsins. Lög um Námsgagnastofnun tóku gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga.fréttablaðið/þök Samkeppniseftirlitið mælist til að Námsgagnastofnun skilji á milli lögbundins rekstrar við að sjá grunnskólum fyrir náms- og kennslugögnum og sölu á útgefnu efni í samkeppni við einkaaðila. Sjálfstæðir útgefendur námsefnis hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda yfir að starfshættir og lagaumhverfi Námsgagnastofnunar séu samkeppnishindrandi að því er kemur fram í álitinu. Stofnunin standi í vegi fyrir því að grunnskólar geti nýtt sér efni sem samið er og gefið út af öðrum en þeim. Með kvótakerfi sem stofnunin breyti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta sé sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis gert illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólanna. Eiríkur Grímsson, skrifstofustjóri Námsgagnastofnunar, er ósáttur við orðalag Samkeppniseftirlitsins. „Stofnunin nýtir ákveðinn hluta af fjárveitingu sinni til að kaupa efni frá öðrum útgefendum sem skólarnir geta síðan sótt í og ákveður stjórn stofnunarinnar hvað þessi kvóti er stór.“ Eiríkur segir að ákveðið hafi verið að fella niður sérkvóta af yngri barna stiginu fyrir nokkrum árum. „Stofnunin bjó við þröngan fjárhag og þörfin metin mest á efri stigum skólakerfisins.“ Ákvörðunin var einnig tekin með hliðsjón af eftirspurn skólanna eftir efninu að sögn Eiríks. „Þannig er villandi og mjög óheppilegt að tala um geðþóttaákvarðanir.“ Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir rekstur einkaaðila hafa einkennst af óöryggi og tortryggni. „Skólastjórnendur þurfa að snúa sér til Námsgagnastofnunar til að fá efni og undir hælinn lagt frá hverjum vörum eru keyptar hverju sinni úr þessum sérkvóta.“ Guðmundur segir að fyrst og fremst sé verið að gera athugasemdir við lagarammann og hvernig ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu sérkvóta. Útgefendur námsefnis kvörtuðu einnig yfir því að Námsgagnastofnun hefði sitt kennsluefni til sölu á almennum markaði á verði sem sé ekki unnt að keppa við að því er segir í áliti Samkeppniseftirlitsins. Eiríkur segir það skýrast af þeirri stærðarhagkvæmni sem Námsgagnastofnun njóti og skili sér í lægra verði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kveðst ekki ósátt við þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem sé í samhljómi við hennar áherslur. „Það er ljóst að auka þarf frelsi varðandi útgáfu námsgagna og aðgengi annarra að þessu.“ Frumvarps um námsgögn er að vænta í næsta mánuði að sögn Þorgerðar Katrínar. „Það er nefnd að störfum sem tekur á því sem Samkeppniseftirlitið talar um, eins og með sérkvótann. Ég mun beina því til nefndarinnar að fara yfir þennan úrskurð.“ Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mælist til að Námsgagnastofnun skilji á milli lögbundins rekstrar við að sjá grunnskólum fyrir náms- og kennslugögnum og sölu á útgefnu efni í samkeppni við einkaaðila. Sjálfstæðir útgefendur námsefnis hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda yfir að starfshættir og lagaumhverfi Námsgagnastofnunar séu samkeppnishindrandi að því er kemur fram í álitinu. Stofnunin standi í vegi fyrir því að grunnskólar geti nýtt sér efni sem samið er og gefið út af öðrum en þeim. Með kvótakerfi sem stofnunin breyti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta sé sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis gert illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólanna. Eiríkur Grímsson, skrifstofustjóri Námsgagnastofnunar, er ósáttur við orðalag Samkeppniseftirlitsins. „Stofnunin nýtir ákveðinn hluta af fjárveitingu sinni til að kaupa efni frá öðrum útgefendum sem skólarnir geta síðan sótt í og ákveður stjórn stofnunarinnar hvað þessi kvóti er stór.“ Eiríkur segir að ákveðið hafi verið að fella niður sérkvóta af yngri barna stiginu fyrir nokkrum árum. „Stofnunin bjó við þröngan fjárhag og þörfin metin mest á efri stigum skólakerfisins.“ Ákvörðunin var einnig tekin með hliðsjón af eftirspurn skólanna eftir efninu að sögn Eiríks. „Þannig er villandi og mjög óheppilegt að tala um geðþóttaákvarðanir.“ Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir rekstur einkaaðila hafa einkennst af óöryggi og tortryggni. „Skólastjórnendur þurfa að snúa sér til Námsgagnastofnunar til að fá efni og undir hælinn lagt frá hverjum vörum eru keyptar hverju sinni úr þessum sérkvóta.“ Guðmundur segir að fyrst og fremst sé verið að gera athugasemdir við lagarammann og hvernig ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu sérkvóta. Útgefendur námsefnis kvörtuðu einnig yfir því að Námsgagnastofnun hefði sitt kennsluefni til sölu á almennum markaði á verði sem sé ekki unnt að keppa við að því er segir í áliti Samkeppniseftirlitsins. Eiríkur segir það skýrast af þeirri stærðarhagkvæmni sem Námsgagnastofnun njóti og skili sér í lægra verði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kveðst ekki ósátt við þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem sé í samhljómi við hennar áherslur. „Það er ljóst að auka þarf frelsi varðandi útgáfu námsgagna og aðgengi annarra að þessu.“ Frumvarps um námsgögn er að vænta í næsta mánuði að sögn Þorgerðar Katrínar. „Það er nefnd að störfum sem tekur á því sem Samkeppniseftirlitið talar um, eins og með sérkvótann. Ég mun beina því til nefndarinnar að fara yfir þennan úrskurð.“
Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira