Sáttasveit lögreglu er tekin til starfa 22. október 2006 09:00 Hafsteinn g. HAFSTEINSSON Sáttaleiðin á að hafa mannbætandi áhrif. Sáttasveit lögreglunnar er tekin til starfa. Um er að ræða nýjung í starfi lögreglu sem sérþjálfaðir lögreglumenn sjá um. Hlutverk sáttamanna er að leiða svokallaða sáttamiðlun milli gerenda og þolenda og aðstandenda þeirra í minniháttar brotamálum, að sögn Hafsteins G. Hafsteinssonar verkefnisstjóra fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, sem hófst 1. október og var komið á fót af dómsmálaráðherra, segir hann. Að sögn Hafsteins er það fulltrúi ákæruvalds sem tekur ákvörðun um að vísa brotum til sáttamiðlunar. Ríkissaksóknari sér hins vegar um þær ákærur sem snúa að brotum gegn valdstjórninni. Brotin þurfa að vera innan ramma sem skilgreindur er nákvæmlega samkvæmt tilmælum ríkissaksóknara. Innan rammans eru þjófnaðarmál, húsbrot og minniháttar líkamsárásir svo dæmi séu nefnd. Þetta nýja úrræði er einkum ætlað sakhæfum ungmennum sem hafa játað brot sitt og ekki áður gerst sek um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Rauði þráðurinn í hugmyndafræðinni er að hún hafi mannbætandi áhrif, undirstrikar Hafsteinn. Sáttamiðlun er líklegri til að koma geranda aftur inn á beinu brautina. Hann þarf að standa augliti til auglitis við þolandann, gera grein fyrir ástæðum brotsins, átta sig á afleiðingum gjörða sinna og axla ábyrgð á þeim. Hvað varðar þolandann, þá mun sáttamiðlun bæta betur úr þeim efnislega og tilfinningalega skaða sem hann hefur orðið fyrir. Þó að áherslan hafi færst yfir á að sinna betur þörfum þeirra sem urðu fyrir skaðanum, en ekki hinna sem ollu honum, þá kemur sáttamiðlun jafnframt mjög til móts við þarfir gerenda. Gerandi fær til að mynda tækifæri til að bæta fyrir skaðann og komist gerandi og þolandi að samkomulagi leiðir það til þess að brotið færist ekki á sakaskrá. Hafsteinn leggur jafnframt áherslu á að í sáttamiðlun fái fólk tækifæri til að ræða saman til að reyna að ná sáttum. Takist það geri viðkomandi skriflegan samning um málalok þar sem gerandi bætir þolanda það tjón sem hann hefur valdið honum. Best hefur tekist til ef viðkomandi standa sáttir upp frá borðum, segir Hafsteinn Það að fá fólk til að ræða saman og einbeita sér að ástæðum og orsökum brots í stað sakar og refsingar kemur ekki einungis þeim til góða heldur samfélaginu öllu. Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Sáttasveit lögreglunnar er tekin til starfa. Um er að ræða nýjung í starfi lögreglu sem sérþjálfaðir lögreglumenn sjá um. Hlutverk sáttamanna er að leiða svokallaða sáttamiðlun milli gerenda og þolenda og aðstandenda þeirra í minniháttar brotamálum, að sögn Hafsteins G. Hafsteinssonar verkefnisstjóra fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, sem hófst 1. október og var komið á fót af dómsmálaráðherra, segir hann. Að sögn Hafsteins er það fulltrúi ákæruvalds sem tekur ákvörðun um að vísa brotum til sáttamiðlunar. Ríkissaksóknari sér hins vegar um þær ákærur sem snúa að brotum gegn valdstjórninni. Brotin þurfa að vera innan ramma sem skilgreindur er nákvæmlega samkvæmt tilmælum ríkissaksóknara. Innan rammans eru þjófnaðarmál, húsbrot og minniháttar líkamsárásir svo dæmi séu nefnd. Þetta nýja úrræði er einkum ætlað sakhæfum ungmennum sem hafa játað brot sitt og ekki áður gerst sek um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Rauði þráðurinn í hugmyndafræðinni er að hún hafi mannbætandi áhrif, undirstrikar Hafsteinn. Sáttamiðlun er líklegri til að koma geranda aftur inn á beinu brautina. Hann þarf að standa augliti til auglitis við þolandann, gera grein fyrir ástæðum brotsins, átta sig á afleiðingum gjörða sinna og axla ábyrgð á þeim. Hvað varðar þolandann, þá mun sáttamiðlun bæta betur úr þeim efnislega og tilfinningalega skaða sem hann hefur orðið fyrir. Þó að áherslan hafi færst yfir á að sinna betur þörfum þeirra sem urðu fyrir skaðanum, en ekki hinna sem ollu honum, þá kemur sáttamiðlun jafnframt mjög til móts við þarfir gerenda. Gerandi fær til að mynda tækifæri til að bæta fyrir skaðann og komist gerandi og þolandi að samkomulagi leiðir það til þess að brotið færist ekki á sakaskrá. Hafsteinn leggur jafnframt áherslu á að í sáttamiðlun fái fólk tækifæri til að ræða saman til að reyna að ná sáttum. Takist það geri viðkomandi skriflegan samning um málalok þar sem gerandi bætir þolanda það tjón sem hann hefur valdið honum. Best hefur tekist til ef viðkomandi standa sáttir upp frá borðum, segir Hafsteinn Það að fá fólk til að ræða saman og einbeita sér að ástæðum og orsökum brots í stað sakar og refsingar kemur ekki einungis þeim til góða heldur samfélaginu öllu.
Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira