Sáttasveit lögreglu er tekin til starfa 22. október 2006 09:00 Hafsteinn g. HAFSTEINSSON Sáttaleiðin á að hafa mannbætandi áhrif. Sáttasveit lögreglunnar er tekin til starfa. Um er að ræða nýjung í starfi lögreglu sem sérþjálfaðir lögreglumenn sjá um. Hlutverk sáttamanna er að leiða svokallaða sáttamiðlun milli gerenda og þolenda og aðstandenda þeirra í minniháttar brotamálum, að sögn Hafsteins G. Hafsteinssonar verkefnisstjóra fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, sem hófst 1. október og var komið á fót af dómsmálaráðherra, segir hann. Að sögn Hafsteins er það fulltrúi ákæruvalds sem tekur ákvörðun um að vísa brotum til sáttamiðlunar. Ríkissaksóknari sér hins vegar um þær ákærur sem snúa að brotum gegn valdstjórninni. Brotin þurfa að vera innan ramma sem skilgreindur er nákvæmlega samkvæmt tilmælum ríkissaksóknara. Innan rammans eru þjófnaðarmál, húsbrot og minniháttar líkamsárásir svo dæmi séu nefnd. Þetta nýja úrræði er einkum ætlað sakhæfum ungmennum sem hafa játað brot sitt og ekki áður gerst sek um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Rauði þráðurinn í hugmyndafræðinni er að hún hafi mannbætandi áhrif, undirstrikar Hafsteinn. Sáttamiðlun er líklegri til að koma geranda aftur inn á beinu brautina. Hann þarf að standa augliti til auglitis við þolandann, gera grein fyrir ástæðum brotsins, átta sig á afleiðingum gjörða sinna og axla ábyrgð á þeim. Hvað varðar þolandann, þá mun sáttamiðlun bæta betur úr þeim efnislega og tilfinningalega skaða sem hann hefur orðið fyrir. Þó að áherslan hafi færst yfir á að sinna betur þörfum þeirra sem urðu fyrir skaðanum, en ekki hinna sem ollu honum, þá kemur sáttamiðlun jafnframt mjög til móts við þarfir gerenda. Gerandi fær til að mynda tækifæri til að bæta fyrir skaðann og komist gerandi og þolandi að samkomulagi leiðir það til þess að brotið færist ekki á sakaskrá. Hafsteinn leggur jafnframt áherslu á að í sáttamiðlun fái fólk tækifæri til að ræða saman til að reyna að ná sáttum. Takist það geri viðkomandi skriflegan samning um málalok þar sem gerandi bætir þolanda það tjón sem hann hefur valdið honum. Best hefur tekist til ef viðkomandi standa sáttir upp frá borðum, segir Hafsteinn Það að fá fólk til að ræða saman og einbeita sér að ástæðum og orsökum brots í stað sakar og refsingar kemur ekki einungis þeim til góða heldur samfélaginu öllu. Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sáttasveit lögreglunnar er tekin til starfa. Um er að ræða nýjung í starfi lögreglu sem sérþjálfaðir lögreglumenn sjá um. Hlutverk sáttamanna er að leiða svokallaða sáttamiðlun milli gerenda og þolenda og aðstandenda þeirra í minniháttar brotamálum, að sögn Hafsteins G. Hafsteinssonar verkefnisstjóra fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, sem hófst 1. október og var komið á fót af dómsmálaráðherra, segir hann. Að sögn Hafsteins er það fulltrúi ákæruvalds sem tekur ákvörðun um að vísa brotum til sáttamiðlunar. Ríkissaksóknari sér hins vegar um þær ákærur sem snúa að brotum gegn valdstjórninni. Brotin þurfa að vera innan ramma sem skilgreindur er nákvæmlega samkvæmt tilmælum ríkissaksóknara. Innan rammans eru þjófnaðarmál, húsbrot og minniháttar líkamsárásir svo dæmi séu nefnd. Þetta nýja úrræði er einkum ætlað sakhæfum ungmennum sem hafa játað brot sitt og ekki áður gerst sek um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Rauði þráðurinn í hugmyndafræðinni er að hún hafi mannbætandi áhrif, undirstrikar Hafsteinn. Sáttamiðlun er líklegri til að koma geranda aftur inn á beinu brautina. Hann þarf að standa augliti til auglitis við þolandann, gera grein fyrir ástæðum brotsins, átta sig á afleiðingum gjörða sinna og axla ábyrgð á þeim. Hvað varðar þolandann, þá mun sáttamiðlun bæta betur úr þeim efnislega og tilfinningalega skaða sem hann hefur orðið fyrir. Þó að áherslan hafi færst yfir á að sinna betur þörfum þeirra sem urðu fyrir skaðanum, en ekki hinna sem ollu honum, þá kemur sáttamiðlun jafnframt mjög til móts við þarfir gerenda. Gerandi fær til að mynda tækifæri til að bæta fyrir skaðann og komist gerandi og þolandi að samkomulagi leiðir það til þess að brotið færist ekki á sakaskrá. Hafsteinn leggur jafnframt áherslu á að í sáttamiðlun fái fólk tækifæri til að ræða saman til að reyna að ná sáttum. Takist það geri viðkomandi skriflegan samning um málalok þar sem gerandi bætir þolanda það tjón sem hann hefur valdið honum. Best hefur tekist til ef viðkomandi standa sáttir upp frá borðum, segir Hafsteinn Það að fá fólk til að ræða saman og einbeita sér að ástæðum og orsökum brots í stað sakar og refsingar kemur ekki einungis þeim til góða heldur samfélaginu öllu.
Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira