Hjartað hætti að slá í fjörutíu mínútur 22. október 2006 08:30 Anna Bågenheim, Torvind Næsvind „Við eigum ekki að gefast upp fyrr en allt hefur verið reynt. Þá meina ég allt. Það er afar mikilvægt og til að minna á það hef ég deilt sögu minni með öðrum,“ segir Anna Bågenholm, norskur röntgenlæknir, sem er meðal fulltrúa á ráðstefnu Slysavarnafélagsins, Björgun 2006. Um fjögur hundruð manns sitja ráðstefnuna. Anna er sönnun þess að hægt er að rísa upp frá dauðum ef rétt er brugðist við. Árið 1999 var hún á skíðum í Norður-Noregi ásamt tveimur félögum sínum. Anna hrasaði í gilskorningi og rann niður hlíð gilsins og hafnaði undir ís. Þar lá hún í 80 mínútur og gat sig ekki hreyft. Félagar hennar héldu dauðahaldi í fætur hennar svo hún rynni ekki lengra. Meira gátu þeir ekki gert fyrir hana. Þegar loksins tókst að grafa hana upp var hún látin samkvæmt klínískum skilgreiningum. Hún hafði engan púls, andaði ekki og líkamshiti hennar var 13,7 gráður. Tækist að koma henni til lífs voru miklar líkur á að hún hefði hlotið meiriháttar heilaskemmdir. Vinir hennar sem báðir voru læknismenntaðir neituðu þó að gefast upp og hófu lífgunartilraunir. Þegar björgunarþyrlan kom loks á staðinn þurfti að taka erfiða ákvörðun: átti að fara með Önnu á næsta sjúkrahús eða til Tromsø þar sem vitað var að betri búnaður væri til staðar fyrir svona tilfelli. Lengri leiðin var farin og það varð Önnu til lífs. Anna lá í fimm vikur í öndunarvél og tvær vikur alveg meðvitundarlaus. Þegar hún komst til meðvitundar var hún lömuð frá hálsi og langt og strangt bataferli hófst. Úr öndunarvél losnaði hún ekki fyrr en eftir fimm vikur. Þremur árum eftir slysið hafði hún öðlast nægan styrk til að hefja störf á sjúkrahúsinu í Tromsø, þar sem hún hafði verið vakin til lífsins. Þar starfar einnig Thorvind Næsheim, svæfinga- og þyrlulæknir, sem var með henni þegar slysið varð þótt hjörtu þeirra hafi ekki farið að slá í takt fyrr en eftir slysið. „Þetta er rómantísk saga. Verst er bara að við erum ekki rómantískt fólk,“ segir Thorvind brosandi. Þau segja ástæðuna fyrir því að þau hafi viljað deila sögu sinni með fyrirlestrum og einstaka viðtölum vera þá að við björgun telja þau að megi aldrei gefast upp. „Fólkið á sjúkrahúsinu í Tromsø á allt sína sögu um björgun Önnu,“ segir Thorvind „Tilvik hennar var því mikil hvatning því allt getur gerst ef rétt er brugðist við.“ Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
„Við eigum ekki að gefast upp fyrr en allt hefur verið reynt. Þá meina ég allt. Það er afar mikilvægt og til að minna á það hef ég deilt sögu minni með öðrum,“ segir Anna Bågenholm, norskur röntgenlæknir, sem er meðal fulltrúa á ráðstefnu Slysavarnafélagsins, Björgun 2006. Um fjögur hundruð manns sitja ráðstefnuna. Anna er sönnun þess að hægt er að rísa upp frá dauðum ef rétt er brugðist við. Árið 1999 var hún á skíðum í Norður-Noregi ásamt tveimur félögum sínum. Anna hrasaði í gilskorningi og rann niður hlíð gilsins og hafnaði undir ís. Þar lá hún í 80 mínútur og gat sig ekki hreyft. Félagar hennar héldu dauðahaldi í fætur hennar svo hún rynni ekki lengra. Meira gátu þeir ekki gert fyrir hana. Þegar loksins tókst að grafa hana upp var hún látin samkvæmt klínískum skilgreiningum. Hún hafði engan púls, andaði ekki og líkamshiti hennar var 13,7 gráður. Tækist að koma henni til lífs voru miklar líkur á að hún hefði hlotið meiriháttar heilaskemmdir. Vinir hennar sem báðir voru læknismenntaðir neituðu þó að gefast upp og hófu lífgunartilraunir. Þegar björgunarþyrlan kom loks á staðinn þurfti að taka erfiða ákvörðun: átti að fara með Önnu á næsta sjúkrahús eða til Tromsø þar sem vitað var að betri búnaður væri til staðar fyrir svona tilfelli. Lengri leiðin var farin og það varð Önnu til lífs. Anna lá í fimm vikur í öndunarvél og tvær vikur alveg meðvitundarlaus. Þegar hún komst til meðvitundar var hún lömuð frá hálsi og langt og strangt bataferli hófst. Úr öndunarvél losnaði hún ekki fyrr en eftir fimm vikur. Þremur árum eftir slysið hafði hún öðlast nægan styrk til að hefja störf á sjúkrahúsinu í Tromsø, þar sem hún hafði verið vakin til lífsins. Þar starfar einnig Thorvind Næsheim, svæfinga- og þyrlulæknir, sem var með henni þegar slysið varð þótt hjörtu þeirra hafi ekki farið að slá í takt fyrr en eftir slysið. „Þetta er rómantísk saga. Verst er bara að við erum ekki rómantískt fólk,“ segir Thorvind brosandi. Þau segja ástæðuna fyrir því að þau hafi viljað deila sögu sinni með fyrirlestrum og einstaka viðtölum vera þá að við björgun telja þau að megi aldrei gefast upp. „Fólkið á sjúkrahúsinu í Tromsø á allt sína sögu um björgun Önnu,“ segir Thorvind „Tilvik hennar var því mikil hvatning því allt getur gerst ef rétt er brugðist við.“
Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira