Hjartað hætti að slá í fjörutíu mínútur 22. október 2006 08:30 Anna Bågenheim, Torvind Næsvind „Við eigum ekki að gefast upp fyrr en allt hefur verið reynt. Þá meina ég allt. Það er afar mikilvægt og til að minna á það hef ég deilt sögu minni með öðrum,“ segir Anna Bågenholm, norskur röntgenlæknir, sem er meðal fulltrúa á ráðstefnu Slysavarnafélagsins, Björgun 2006. Um fjögur hundruð manns sitja ráðstefnuna. Anna er sönnun þess að hægt er að rísa upp frá dauðum ef rétt er brugðist við. Árið 1999 var hún á skíðum í Norður-Noregi ásamt tveimur félögum sínum. Anna hrasaði í gilskorningi og rann niður hlíð gilsins og hafnaði undir ís. Þar lá hún í 80 mínútur og gat sig ekki hreyft. Félagar hennar héldu dauðahaldi í fætur hennar svo hún rynni ekki lengra. Meira gátu þeir ekki gert fyrir hana. Þegar loksins tókst að grafa hana upp var hún látin samkvæmt klínískum skilgreiningum. Hún hafði engan púls, andaði ekki og líkamshiti hennar var 13,7 gráður. Tækist að koma henni til lífs voru miklar líkur á að hún hefði hlotið meiriháttar heilaskemmdir. Vinir hennar sem báðir voru læknismenntaðir neituðu þó að gefast upp og hófu lífgunartilraunir. Þegar björgunarþyrlan kom loks á staðinn þurfti að taka erfiða ákvörðun: átti að fara með Önnu á næsta sjúkrahús eða til Tromsø þar sem vitað var að betri búnaður væri til staðar fyrir svona tilfelli. Lengri leiðin var farin og það varð Önnu til lífs. Anna lá í fimm vikur í öndunarvél og tvær vikur alveg meðvitundarlaus. Þegar hún komst til meðvitundar var hún lömuð frá hálsi og langt og strangt bataferli hófst. Úr öndunarvél losnaði hún ekki fyrr en eftir fimm vikur. Þremur árum eftir slysið hafði hún öðlast nægan styrk til að hefja störf á sjúkrahúsinu í Tromsø, þar sem hún hafði verið vakin til lífsins. Þar starfar einnig Thorvind Næsheim, svæfinga- og þyrlulæknir, sem var með henni þegar slysið varð þótt hjörtu þeirra hafi ekki farið að slá í takt fyrr en eftir slysið. „Þetta er rómantísk saga. Verst er bara að við erum ekki rómantískt fólk,“ segir Thorvind brosandi. Þau segja ástæðuna fyrir því að þau hafi viljað deila sögu sinni með fyrirlestrum og einstaka viðtölum vera þá að við björgun telja þau að megi aldrei gefast upp. „Fólkið á sjúkrahúsinu í Tromsø á allt sína sögu um björgun Önnu,“ segir Thorvind „Tilvik hennar var því mikil hvatning því allt getur gerst ef rétt er brugðist við.“ Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
„Við eigum ekki að gefast upp fyrr en allt hefur verið reynt. Þá meina ég allt. Það er afar mikilvægt og til að minna á það hef ég deilt sögu minni með öðrum,“ segir Anna Bågenholm, norskur röntgenlæknir, sem er meðal fulltrúa á ráðstefnu Slysavarnafélagsins, Björgun 2006. Um fjögur hundruð manns sitja ráðstefnuna. Anna er sönnun þess að hægt er að rísa upp frá dauðum ef rétt er brugðist við. Árið 1999 var hún á skíðum í Norður-Noregi ásamt tveimur félögum sínum. Anna hrasaði í gilskorningi og rann niður hlíð gilsins og hafnaði undir ís. Þar lá hún í 80 mínútur og gat sig ekki hreyft. Félagar hennar héldu dauðahaldi í fætur hennar svo hún rynni ekki lengra. Meira gátu þeir ekki gert fyrir hana. Þegar loksins tókst að grafa hana upp var hún látin samkvæmt klínískum skilgreiningum. Hún hafði engan púls, andaði ekki og líkamshiti hennar var 13,7 gráður. Tækist að koma henni til lífs voru miklar líkur á að hún hefði hlotið meiriháttar heilaskemmdir. Vinir hennar sem báðir voru læknismenntaðir neituðu þó að gefast upp og hófu lífgunartilraunir. Þegar björgunarþyrlan kom loks á staðinn þurfti að taka erfiða ákvörðun: átti að fara með Önnu á næsta sjúkrahús eða til Tromsø þar sem vitað var að betri búnaður væri til staðar fyrir svona tilfelli. Lengri leiðin var farin og það varð Önnu til lífs. Anna lá í fimm vikur í öndunarvél og tvær vikur alveg meðvitundarlaus. Þegar hún komst til meðvitundar var hún lömuð frá hálsi og langt og strangt bataferli hófst. Úr öndunarvél losnaði hún ekki fyrr en eftir fimm vikur. Þremur árum eftir slysið hafði hún öðlast nægan styrk til að hefja störf á sjúkrahúsinu í Tromsø, þar sem hún hafði verið vakin til lífsins. Þar starfar einnig Thorvind Næsheim, svæfinga- og þyrlulæknir, sem var með henni þegar slysið varð þótt hjörtu þeirra hafi ekki farið að slá í takt fyrr en eftir slysið. „Þetta er rómantísk saga. Verst er bara að við erum ekki rómantískt fólk,“ segir Thorvind brosandi. Þau segja ástæðuna fyrir því að þau hafi viljað deila sögu sinni með fyrirlestrum og einstaka viðtölum vera þá að við björgun telja þau að megi aldrei gefast upp. „Fólkið á sjúkrahúsinu í Tromsø á allt sína sögu um björgun Önnu,“ segir Thorvind „Tilvik hennar var því mikil hvatning því allt getur gerst ef rétt er brugðist við.“
Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira