Landspítala gert að hagræða enn frekar 22. október 2006 08:45 Fjárveitingar Landspítalans á milli ára á föstu verðlagi ársins 2006 hafa staðið í stað síðan árið 1999. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist jafnt og þétt en á fjárlögum ársins 2007 fara stjórnvöld fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006. Ekki er tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstraráætlun ársins 2006 var gerð. Þegar starfsemistölur Landspítalans frá árinu 2000 til 2005 eru skoðaðar kemur í ljós að dagdeildarkomum á spítalann hefur fjölgað um 11.313 á tímabilinu og göngudeildarkomum um 54.556. Kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 226 á sama tímabili og hjartaþræðingum um rúmlega þúsund. Þær voru 699 árið 2000 en 1.707 árið 2005. Aðgerð eins og kransæðavíkkun kostar frá átta til tólfhundruð þúsund krónur eftir því hversu aðgerðin er flókin en hjartaþræðing rúmar 400.000 krónur. Magnús Pétursson segir að samhengi hljóti að þurfa að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og þjónustan eykst jafnt og þétt. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, segir að mögulegt hafi verið að auka þjónustu spítalans á þessu tímabili vegna samlegðaráhrifa af sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans. Við fækkuðum stjórnendum þegar við sameinuðum deildir, fækkuðum vöktum og fleira sem gerði okkur þetta kleift. Nú má segja að samlegðaráhrifin séu fullnýtt því sameiningin er búin. Anna segir að næsta stóra tækifæri til hagræðingar verði þegar nýtt háskólasjúkrahús verður tekið í notkun. Það verður mikil hagræðing af því að sameina bráðamóttökurnar og skurðstofurnar en það verður auðvitað ekki strax. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, segir byggingu svokallaðs bráðakjarna nýs háskólasjúkrahúss hefjast að öllum líkindum 2009 og taka um þrjú ár. Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Fjárveitingar Landspítalans á milli ára á föstu verðlagi ársins 2006 hafa staðið í stað síðan árið 1999. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist jafnt og þétt en á fjárlögum ársins 2007 fara stjórnvöld fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006. Ekki er tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstraráætlun ársins 2006 var gerð. Þegar starfsemistölur Landspítalans frá árinu 2000 til 2005 eru skoðaðar kemur í ljós að dagdeildarkomum á spítalann hefur fjölgað um 11.313 á tímabilinu og göngudeildarkomum um 54.556. Kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 226 á sama tímabili og hjartaþræðingum um rúmlega þúsund. Þær voru 699 árið 2000 en 1.707 árið 2005. Aðgerð eins og kransæðavíkkun kostar frá átta til tólfhundruð þúsund krónur eftir því hversu aðgerðin er flókin en hjartaþræðing rúmar 400.000 krónur. Magnús Pétursson segir að samhengi hljóti að þurfa að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og þjónustan eykst jafnt og þétt. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, segir að mögulegt hafi verið að auka þjónustu spítalans á þessu tímabili vegna samlegðaráhrifa af sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans. Við fækkuðum stjórnendum þegar við sameinuðum deildir, fækkuðum vöktum og fleira sem gerði okkur þetta kleift. Nú má segja að samlegðaráhrifin séu fullnýtt því sameiningin er búin. Anna segir að næsta stóra tækifæri til hagræðingar verði þegar nýtt háskólasjúkrahús verður tekið í notkun. Það verður mikil hagræðing af því að sameina bráðamóttökurnar og skurðstofurnar en það verður auðvitað ekki strax. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, segir byggingu svokallaðs bráðakjarna nýs háskólasjúkrahúss hefjast að öllum líkindum 2009 og taka um þrjú ár.
Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira