Bann í trássi við reglurnar 23. október 2006 06:45 Stefán Geir Þórisson hrl. Komst að þeirri niðurstöðu að bann við áfengisauglýsingum hér á landi væri í trássi við reglur. Hið íslenska auglýsingabann á áfengi takmarkar í ríkara mæli möguleika til að koma á markað framleiðsluvörum frá öðrum EES-ríkjum en innlendum framleiðsluvörum. Þetta er ályktun sem Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður dró í erindi sem hann flutti nýverið um áfengisauglýsingar í Háskóla Reykjavíkur. Í erindi sínu fór Stefán Geir yfir tvö mál frá Svíþjóð og Noregi þar sem niðurstaðan var sú að með auglýsingabanni væru brotnar reglur Evrópuréttarins um frjálsa vöruflutninga og þjónustu. Í dómunum kæmi fram að hægt væri að ná markmiðum auglýsingabanns, til dæmis varðandi heilsu, með aðferðum sem hefðu minni áhrif á frjálst flæði vöru og þjónustu en algert auglýsingabann. Á fundinum urðu nokkrar umræður um nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem framkvæmdastjóri Rolf Johansen & Co var dæmdur fyrir birtingu áfengisauglýsinga og kom fram að menn töldu dóminn ekki í fullkomnu samræmi við Evrópureglurnar. Vonandi verður lögunum breytt þannig að þau samrýmist bæði Evrópureglum og almennri vitund almennings fyrir því hvernig þetta eigi að vera. Ástandið núna er óþolandi fyrir alla því að það er mikið um auglýsingar á áfengi og svo virðist handahófskennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki, segir Stefán Geir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að lögreglustjórarnir í landinu sjái um að ákæra í brotum á áfengisauglýsingabanni og þeir meti hvert tilvik fyrir sig. Ekki sé hægt að segja að það sé tilviljanakennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki. Býsna mörg mál hafi verið tekin fyrir, meðal annars verði eitt mál tekið fyrir í Hæstarétti í næstu viku. Innlent Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Hið íslenska auglýsingabann á áfengi takmarkar í ríkara mæli möguleika til að koma á markað framleiðsluvörum frá öðrum EES-ríkjum en innlendum framleiðsluvörum. Þetta er ályktun sem Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður dró í erindi sem hann flutti nýverið um áfengisauglýsingar í Háskóla Reykjavíkur. Í erindi sínu fór Stefán Geir yfir tvö mál frá Svíþjóð og Noregi þar sem niðurstaðan var sú að með auglýsingabanni væru brotnar reglur Evrópuréttarins um frjálsa vöruflutninga og þjónustu. Í dómunum kæmi fram að hægt væri að ná markmiðum auglýsingabanns, til dæmis varðandi heilsu, með aðferðum sem hefðu minni áhrif á frjálst flæði vöru og þjónustu en algert auglýsingabann. Á fundinum urðu nokkrar umræður um nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem framkvæmdastjóri Rolf Johansen & Co var dæmdur fyrir birtingu áfengisauglýsinga og kom fram að menn töldu dóminn ekki í fullkomnu samræmi við Evrópureglurnar. Vonandi verður lögunum breytt þannig að þau samrýmist bæði Evrópureglum og almennri vitund almennings fyrir því hvernig þetta eigi að vera. Ástandið núna er óþolandi fyrir alla því að það er mikið um auglýsingar á áfengi og svo virðist handahófskennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki, segir Stefán Geir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að lögreglustjórarnir í landinu sjái um að ákæra í brotum á áfengisauglýsingabanni og þeir meti hvert tilvik fyrir sig. Ekki sé hægt að segja að það sé tilviljanakennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki. Býsna mörg mál hafi verið tekin fyrir, meðal annars verði eitt mál tekið fyrir í Hæstarétti í næstu viku.
Innlent Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira