Á eldfjalli hugmynda 31. október 2006 01:00 Edda Rós Karlsdóttir Allt mælir gegn áframhaldandi stóriðjustefnu og verði henni haldið áfram mun hún hafa skaðleg og hamlandi áhrif á aðra framtíðarmöguleika, atvinnuvegi og lífsgæði í landinu, að mati félagsmanna Framtíðarlandsins. Á haustþingi félagsins, sem fram fór á sunnudaginn, voru reifaðir ýmsir valmöguleikar við nefnda stóriðjustefnu. Á það var bent að stjórnvöld ættu fremur að leggja grunn að lífvænlegu samfélagi en að færa litlum bæjarfélögum heilu álverin. Margt annað en umhverfismál bar á góma á fundinum. Rögnvaldur Sæmundsson, forstöðumaður frumkvöðla-seturs Háskólans í Reykjavík, ræddi til að mynda um frumkvöðlastarfsemi og sagði í því samhengi að á Íslandi skorti efnahagslegt jafnvægi. Í hringborðsumræðum tók Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbanka undir þetta og sagði að það eina sem væri stöðugt við núverandi gengisstefnu og „krónu-lufsuna“ væri óstöðugleikinn. Ljóst má því vera að félagar í Framtíðarlandinu horfa ekki á umhverfismálin ein, heldur á marga þætti þjóðlífsins. Það er að skilja á talsmönnum samtakanna að þau muni beita sér í stjórnmálum í vetur. „Það er tilfinning margra að pólitískur kúltúr á Íslandi sé ónýtur, því tal og aðgerðir stjórnmálamanna slá ekki lengur í takt við hjartslátt þjóðarinnar. Þess vegna vill Framtíðarlandið vera umræðuvettvangur og búa til pólitík upp á nýtt,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Í pallborðs-umræðum tók einnig til máls Baltasar Kormákur leikstjóri og ræddu þau Edda Rós ásamt Skúla Skúlasyni, rektor Háskólans á Hólum, meðal annars um byggðamál. Benti Edda Rós þar á að það sem Íslendingar kölluðu byggðavanda væri einungis það að fólk flytti frá einum stað til annars vegna mismikilla atvinnutækifæra. Þetta kallaðist hjá öðrum þjóðum flutningar og framþróun, sagði Edda. Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Allt mælir gegn áframhaldandi stóriðjustefnu og verði henni haldið áfram mun hún hafa skaðleg og hamlandi áhrif á aðra framtíðarmöguleika, atvinnuvegi og lífsgæði í landinu, að mati félagsmanna Framtíðarlandsins. Á haustþingi félagsins, sem fram fór á sunnudaginn, voru reifaðir ýmsir valmöguleikar við nefnda stóriðjustefnu. Á það var bent að stjórnvöld ættu fremur að leggja grunn að lífvænlegu samfélagi en að færa litlum bæjarfélögum heilu álverin. Margt annað en umhverfismál bar á góma á fundinum. Rögnvaldur Sæmundsson, forstöðumaður frumkvöðla-seturs Háskólans í Reykjavík, ræddi til að mynda um frumkvöðlastarfsemi og sagði í því samhengi að á Íslandi skorti efnahagslegt jafnvægi. Í hringborðsumræðum tók Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbanka undir þetta og sagði að það eina sem væri stöðugt við núverandi gengisstefnu og „krónu-lufsuna“ væri óstöðugleikinn. Ljóst má því vera að félagar í Framtíðarlandinu horfa ekki á umhverfismálin ein, heldur á marga þætti þjóðlífsins. Það er að skilja á talsmönnum samtakanna að þau muni beita sér í stjórnmálum í vetur. „Það er tilfinning margra að pólitískur kúltúr á Íslandi sé ónýtur, því tal og aðgerðir stjórnmálamanna slá ekki lengur í takt við hjartslátt þjóðarinnar. Þess vegna vill Framtíðarlandið vera umræðuvettvangur og búa til pólitík upp á nýtt,“ segir Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur. Í pallborðs-umræðum tók einnig til máls Baltasar Kormákur leikstjóri og ræddu þau Edda Rós ásamt Skúla Skúlasyni, rektor Háskólans á Hólum, meðal annars um byggðamál. Benti Edda Rós þar á að það sem Íslendingar kölluðu byggðavanda væri einungis það að fólk flytti frá einum stað til annars vegna mismikilla atvinnutækifæra. Þetta kallaðist hjá öðrum þjóðum flutningar og framþróun, sagði Edda.
Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira