ÍE mátti skoða tölvupóst 31. október 2006 07:00 Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupóstsendingum fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Tölvupósturinn var sendur á milli einkapóstfanga starfsmannanna frá þekktum vefpósthúsum, meðal annars hotmail og yahoo. Í ákvörðun Persónuverndar segir að stofnunin hafi boðað forsvarsmenn ÍE á fund föstudaginn 29. september til að fá upplýsingar um hvort fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög um persónuvernd og hvort skoðun hafi átt sér stað á tölvupóstsendingum úr hotmail- og yahoo-netföngum starfsmannanna sem hafi brotið í bága við settar reglur. Á fundinum sögðu fulltrúar ÍE að grunsemdir hefðu vaknað um að Hákon Hákonarson og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn hefðu brotið ráðningarsamning sinn við ÍE með því að hefja störf hjá beinum samkeppnisaðila fyrirtækisins. Því hafi ÍE hafið rannsókn á þeim og aðgerðum þeirra áður en þeir hættu hjá fyrirtækinu. Meðal þeirra aðgerða sem ÍE greip til var að ráða bandarískt fyrirtæki, First Advantage, til að sjá um athuganir á tölvupósti og öðrum gögnum sem tengdust starfsmönnunum fyrrverandi. Ekki var farið beint inn í einkapósthólf mannanna með lykilorði heldur voru skoðaðar skjámyndir af tölvupóstinum. Þær skjámyndir fengust þannig að myndir voru teknar af hörðu drifi, þær keyrðar í gegnum forritið EnCase og leitað eftir stikkorðum sem tengdust rannsókninni. Meðal þess sem fannst með þeim hætti voru afrit af vefsíðum sem sýna myndir af einkatölvupósti starfsmannanna, sem sendur var í gegnum vefpósthús á borð við hotmail og yahoo. ÍE vitnaði í núgildandi reglur fyrirtækisins um meðferð tölvupósts frá árinu 2004 til að rökstyðja þessar aðgerðir. Í þeim reglum áskilur fyrirtækið sér rétt til að fylgjast með og skoða búnað, kerfi og netkerfisumferð hvenær sem er auk þess sem því sé heimilt að endurskoða netkerfi og önnur kerfi reglulega til að ganga úr skugga um að farið sé eftir settum reglum fyrirtækisins. ÍE heldur því fram að starfsmönnum fyrirtækisins eigi að vera ljóst að ÍE geti gripið til þessara aðgerða ef tilefni þyki til þar sem iðulega séu sendar út áminningar til starfsmanna um að kynna sér efni þessara reglna. Þá sé að finna skuldbindingu um að fara eftir reglum ÍE í öllum ráðningarsamningum fyrirtækisins. Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupóstsendingum fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Tölvupósturinn var sendur á milli einkapóstfanga starfsmannanna frá þekktum vefpósthúsum, meðal annars hotmail og yahoo. Í ákvörðun Persónuverndar segir að stofnunin hafi boðað forsvarsmenn ÍE á fund föstudaginn 29. september til að fá upplýsingar um hvort fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög um persónuvernd og hvort skoðun hafi átt sér stað á tölvupóstsendingum úr hotmail- og yahoo-netföngum starfsmannanna sem hafi brotið í bága við settar reglur. Á fundinum sögðu fulltrúar ÍE að grunsemdir hefðu vaknað um að Hákon Hákonarson og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn hefðu brotið ráðningarsamning sinn við ÍE með því að hefja störf hjá beinum samkeppnisaðila fyrirtækisins. Því hafi ÍE hafið rannsókn á þeim og aðgerðum þeirra áður en þeir hættu hjá fyrirtækinu. Meðal þeirra aðgerða sem ÍE greip til var að ráða bandarískt fyrirtæki, First Advantage, til að sjá um athuganir á tölvupósti og öðrum gögnum sem tengdust starfsmönnunum fyrrverandi. Ekki var farið beint inn í einkapósthólf mannanna með lykilorði heldur voru skoðaðar skjámyndir af tölvupóstinum. Þær skjámyndir fengust þannig að myndir voru teknar af hörðu drifi, þær keyrðar í gegnum forritið EnCase og leitað eftir stikkorðum sem tengdust rannsókninni. Meðal þess sem fannst með þeim hætti voru afrit af vefsíðum sem sýna myndir af einkatölvupósti starfsmannanna, sem sendur var í gegnum vefpósthús á borð við hotmail og yahoo. ÍE vitnaði í núgildandi reglur fyrirtækisins um meðferð tölvupósts frá árinu 2004 til að rökstyðja þessar aðgerðir. Í þeim reglum áskilur fyrirtækið sér rétt til að fylgjast með og skoða búnað, kerfi og netkerfisumferð hvenær sem er auk þess sem því sé heimilt að endurskoða netkerfi og önnur kerfi reglulega til að ganga úr skugga um að farið sé eftir settum reglum fyrirtækisins. ÍE heldur því fram að starfsmönnum fyrirtækisins eigi að vera ljóst að ÍE geti gripið til þessara aðgerða ef tilefni þyki til þar sem iðulega séu sendar út áminningar til starfsmanna um að kynna sér efni þessara reglna. Þá sé að finna skuldbindingu um að fara eftir reglum ÍE í öllum ráðningarsamningum fyrirtækisins.
Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira