Fyrsti feðradagurinn framundan 1. nóvember 2006 07:15 Félag ábyrgra feðra hefur starfað síðan 1997 og meðal annars barist fyrir því að börn alist sem mest upp hjá báðum foreldrum, hvort heldur sem þeir búa saman eða ekki. Ýmislegt er framundan hjá félaginu. Í kvöld heldur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir opinn fyrirlestur þar sem hún ræðir ofbeldi kvenna á börnum og tilfinningalíf karla. Þá verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi 12. nóvember næstkomandi. „Ímyndin af ofbeldi gagnvart börnum - kynferðislegu ofbeldi jafnt sem öðru líkamlegu ofbeldi - er oftast sú að það sé vondi karlmaðurinn sem á í hlut," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi. „Það sem ég er að benda á er að það eru oft konur sem eru gerendur í ofbeldismálum og því er umræðan ójöfn og hallast á aðra hliðina. Það eru mörg dæmi um þetta, þótt vissulega sé talað minna um ofbeldi kvenna en ofbeldi karla. Í einni könnun í Svíþjóð kom þó í ljós að 30% af gerendum í kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum voru konur. Það virðist ekki falla að ímynd kvenna að tala um þessa hlið og ekki hjálpar það börnunum. Þetta er svipað því að einu sinni var aldrei talað um að konur væru alkóhólistar. Kvenímyndin virðist eiga að vera eins konar helgilíkneski af móður með barn á brjósti." Auk þess að ræða um þessar leyndu skuggahliðar ætlar Jóhanna Guðrún að tala um tilfinningalíf karla. „Ég tala nú bara vítt og breytt um það, til dæmis þá staðreynd að karlmenn nálgast vandamál á annan hátt en konur. Sá reginmunur er á kynjunum að ef það koma upp vandamál vill karlinn gera eitthvað í þeim, en konan vill ræða þau. Konur virðast halda að vandamálin leysist eftir því sem meira er rætt um þau. Þá eiga karlar oft erfitt með að tala um tilfinningar af því það er ekki ætlast til að þeir hafi tilfinningar. Þeir eru ekki vanir því að sýna tilfinningar og eiga því erfitt með að gera það. Karlmenn eru líka ráðvilltir af því að þeir fá svo misvísandi skilaboð. Þeir eiga að vera mjúkir en samt sexí og sterkir og eiga alls ekki að gráta því það er veikleikamerki." Fyrirlestur Jóhönnu hefst kl. 20 í Árskógum 6 og eru allir velkomnir. Hinn 12. nóvember næstkomandi, annan sunnudag í nóvember, verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi. Að sögn Gísla Gíslasonar, formanns Félags ábyrgra feðra, hafði lengi verið reynt að koma feðradeginum í gegnum kerfið sem mótvægi við mæðradaginn, sem haldinn er annan sunnudag í maí. „Þegar Jón Kristjánsson var félagsmálaráðherra í vor komst loksins skriður á málið," segir Gísli. Ábyrgir feður munu standa fyrir ráðstefnu á feðradaginn á Hótel Nordica þar sem ætlunin er að fjalla á margvíslegan hátt um feður í samfélagi nútímans. En til hvers er svo ætlast á feðradaginn? Er þetta enn einn dagurinn sérhannaður fyrir blómaframleiðendur? „Feður slá örugglega ekki hendinni á móti blómum," segir Gísli, „en við hvetjum feður fyrst og fremst til að eyða deginum með börnunum sínum. Það eru jú börnin okkar sem gera okkur að feðrum." Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Félag ábyrgra feðra hefur starfað síðan 1997 og meðal annars barist fyrir því að börn alist sem mest upp hjá báðum foreldrum, hvort heldur sem þeir búa saman eða ekki. Ýmislegt er framundan hjá félaginu. Í kvöld heldur Jóhanna Guðrún Jónsdóttir opinn fyrirlestur þar sem hún ræðir ofbeldi kvenna á börnum og tilfinningalíf karla. Þá verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi 12. nóvember næstkomandi. „Ímyndin af ofbeldi gagnvart börnum - kynferðislegu ofbeldi jafnt sem öðru líkamlegu ofbeldi - er oftast sú að það sé vondi karlmaðurinn sem á í hlut," segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir fjölskylduráðgjafi. „Það sem ég er að benda á er að það eru oft konur sem eru gerendur í ofbeldismálum og því er umræðan ójöfn og hallast á aðra hliðina. Það eru mörg dæmi um þetta, þótt vissulega sé talað minna um ofbeldi kvenna en ofbeldi karla. Í einni könnun í Svíþjóð kom þó í ljós að 30% af gerendum í kynferðisofbeldismálum gagnvart börnum voru konur. Það virðist ekki falla að ímynd kvenna að tala um þessa hlið og ekki hjálpar það börnunum. Þetta er svipað því að einu sinni var aldrei talað um að konur væru alkóhólistar. Kvenímyndin virðist eiga að vera eins konar helgilíkneski af móður með barn á brjósti." Auk þess að ræða um þessar leyndu skuggahliðar ætlar Jóhanna Guðrún að tala um tilfinningalíf karla. „Ég tala nú bara vítt og breytt um það, til dæmis þá staðreynd að karlmenn nálgast vandamál á annan hátt en konur. Sá reginmunur er á kynjunum að ef það koma upp vandamál vill karlinn gera eitthvað í þeim, en konan vill ræða þau. Konur virðast halda að vandamálin leysist eftir því sem meira er rætt um þau. Þá eiga karlar oft erfitt með að tala um tilfinningar af því það er ekki ætlast til að þeir hafi tilfinningar. Þeir eru ekki vanir því að sýna tilfinningar og eiga því erfitt með að gera það. Karlmenn eru líka ráðvilltir af því að þeir fá svo misvísandi skilaboð. Þeir eiga að vera mjúkir en samt sexí og sterkir og eiga alls ekki að gráta því það er veikleikamerki." Fyrirlestur Jóhönnu hefst kl. 20 í Árskógum 6 og eru allir velkomnir. Hinn 12. nóvember næstkomandi, annan sunnudag í nóvember, verður fyrsti feðradagurinn haldinn á Íslandi. Að sögn Gísla Gíslasonar, formanns Félags ábyrgra feðra, hafði lengi verið reynt að koma feðradeginum í gegnum kerfið sem mótvægi við mæðradaginn, sem haldinn er annan sunnudag í maí. „Þegar Jón Kristjánsson var félagsmálaráðherra í vor komst loksins skriður á málið," segir Gísli. Ábyrgir feður munu standa fyrir ráðstefnu á feðradaginn á Hótel Nordica þar sem ætlunin er að fjalla á margvíslegan hátt um feður í samfélagi nútímans. En til hvers er svo ætlast á feðradaginn? Er þetta enn einn dagurinn sérhannaður fyrir blómaframleiðendur? „Feður slá örugglega ekki hendinni á móti blómum," segir Gísli, „en við hvetjum feður fyrst og fremst til að eyða deginum með börnunum sínum. Það eru jú börnin okkar sem gera okkur að feðrum."
Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira