Ekki augljóst hvort ÍE hafi brotið lög 1. nóvember 2006 05:45 Tölvupóstur Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun ÍE á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna sinna. Viðbrögð aðila vinnumarkaðins eru á ýmsan hátt. Ákvörðun Persónuverndar um að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupósti hefur vakið blendin viðbrögð. Magnús Norðdal, lögfræðingur ASÍ, telur ekki augljóst að ÍE hafi brotið á starfsmönnum sínum með því að skoða tölvupóst þeirra með þessum hætti. „Mér finnst þeir ganga nokkuð langt í því sem þeir eru að gera. Hvort það sé nákvæmlega brot á lögum þori ég ekki frekar en Persónuvernd að segja til um.“ Hann segir að ASÍ leggi mikla áherslu á að atvinnurekendur upplýsi starfsmenn sína mjög nákvæmlega um þær reglur sem gildi innan fyrirtækis varðandi tölvupóstsnotkun. Svo virðist hafa verið í þessu tilfelli. Hins vegar telji hann að fyrirtæki eigi að gera viðkomandi starfsmönnum viðvart áður en svona könnun á tölvupóst þeirra fari fram. „Þeir fara í þessa innanhúsrannsókn án þess að láta starfsmennina vita. Það fer alltaf svolítið í taugarnar á okkur.“ Magnús segir fyrst og fremst tvennt ráða því að Persónuvernd telji sig ekki þurfa að taka málið upp að eigin frumkvæði. „Í fyrsta lagi er málið að hluta til hjá lögreglu í opinberum farvegi og í öðru lagi hefur enginn einstaklingur kært fyrirtækið fyrir innbrot í tölvupóst sinn.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sér virðist sem ákvörðun Persónuverndar hafi verið skynsamleg. „Þetta er auðvitað mjög vandmeðfarið en það þarf náttúrulega að ríkja trúnaðarsamband milli fyrirtækis og starfsmanna. Fyrirtækin þurfa að hafa einhverja möguleika ef starfsmennirnir rjúfa trúnað. En síðan er auðvitað spurning um hversu langt sé hægt að ganga. Starfsfólkið verður að hafa frið með sitt einkalíf. Leitaraðferðin snerist enda ekki um að leita að persónulegum gögnum heldur að leita að þáttum sem snúa beint að fyrirtækinu. Það er kannski það sem gerir það að verkum að Persónuvernd lætur kyrrt liggja.“ Vilhjálmur telur ákvörðunina geta orðið fordæmisgefandi. „Ég tel að minnsta kosti að þetta sé fordæmisgefandi þannig að ef það er vel rökstuddur grunur um að starfsmaður sé að brjóta trúnað eða taka eitthvað ófrjálsri hendi þá sé að minnsta kosti hægt að beita sér með einhverjum hætti gagnvart honum. Það sé þá hægt að ganga úr skugga um hvort raunveruleg ástæða sé fyrir grunsemdunum.“ Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
Ákvörðun Persónuverndar um að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupósti hefur vakið blendin viðbrögð. Magnús Norðdal, lögfræðingur ASÍ, telur ekki augljóst að ÍE hafi brotið á starfsmönnum sínum með því að skoða tölvupóst þeirra með þessum hætti. „Mér finnst þeir ganga nokkuð langt í því sem þeir eru að gera. Hvort það sé nákvæmlega brot á lögum þori ég ekki frekar en Persónuvernd að segja til um.“ Hann segir að ASÍ leggi mikla áherslu á að atvinnurekendur upplýsi starfsmenn sína mjög nákvæmlega um þær reglur sem gildi innan fyrirtækis varðandi tölvupóstsnotkun. Svo virðist hafa verið í þessu tilfelli. Hins vegar telji hann að fyrirtæki eigi að gera viðkomandi starfsmönnum viðvart áður en svona könnun á tölvupóst þeirra fari fram. „Þeir fara í þessa innanhúsrannsókn án þess að láta starfsmennina vita. Það fer alltaf svolítið í taugarnar á okkur.“ Magnús segir fyrst og fremst tvennt ráða því að Persónuvernd telji sig ekki þurfa að taka málið upp að eigin frumkvæði. „Í fyrsta lagi er málið að hluta til hjá lögreglu í opinberum farvegi og í öðru lagi hefur enginn einstaklingur kært fyrirtækið fyrir innbrot í tölvupóst sinn.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sér virðist sem ákvörðun Persónuverndar hafi verið skynsamleg. „Þetta er auðvitað mjög vandmeðfarið en það þarf náttúrulega að ríkja trúnaðarsamband milli fyrirtækis og starfsmanna. Fyrirtækin þurfa að hafa einhverja möguleika ef starfsmennirnir rjúfa trúnað. En síðan er auðvitað spurning um hversu langt sé hægt að ganga. Starfsfólkið verður að hafa frið með sitt einkalíf. Leitaraðferðin snerist enda ekki um að leita að persónulegum gögnum heldur að leita að þáttum sem snúa beint að fyrirtækinu. Það er kannski það sem gerir það að verkum að Persónuvernd lætur kyrrt liggja.“ Vilhjálmur telur ákvörðunina geta orðið fordæmisgefandi. „Ég tel að minnsta kosti að þetta sé fordæmisgefandi þannig að ef það er vel rökstuddur grunur um að starfsmaður sé að brjóta trúnað eða taka eitthvað ófrjálsri hendi þá sé að minnsta kosti hægt að beita sér með einhverjum hætti gagnvart honum. Það sé þá hægt að ganga úr skugga um hvort raunveruleg ástæða sé fyrir grunsemdunum.“
Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira