Næsta Who-plata 2. nóvember 2006 12:45 Tveir rokkarar á sjötugsaldri Roger Daltrey og Pete Townshend. Fyrstu dómar tóku að birtast í gær um nýjan disk bresku hljómsveitarinnar Who en hann ber yfirskriftina Endless Wire og er fyrsta safn nýsmíða sem kemur frá hljómsveitinni í 24 ár. Raunar eru aðeins tveir af upphaflegu hljómsveitarmönnunum á lífi, Keith Moon og John Entwhistle eru báðir látnir og verður engu kennt um ótímabært andlát þeirra en ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. Á lífi eru þeir Pete Townshend og Roger Daltrey. Á disknum nýja eru níu lög, þar af tíu mínútna ópus sem kallast Wire and Glass. Bandarísku útgáfunni fylgir dvd-diskur með tónleikum þeirra frá liðnu sumri í Lyon, en hér á landi verður hann án þess viðauka. Bæði gagnrýnandi Washington Post og Boston Globe eru hrifnir af verkinu og segja þá félaga feti framar flestum jafnaldra hljómsveitum frá sjöunda áratugnum sem enn eru að eða í öndunarvélum. Telja þeir upp fjölda laga sem hafa í sér gamla neistann sem sé til vitnis um að þeir félagar séu enn í þróun og síður en svo staðnaðir. Gagnrýnandi Times er ekki hrifinn og gefur disknum fjórar stjörnur, segir frægan raddstyrk Daltreys ekki svip hjá sjón og verkið standi langt að baki þeirra bestu verkum fyrr á tíð. Who var ein af unglingahljómsveitunum sem fram komu á miðjum sjöunda áratugnum í Bretlandi og áttu þeir hvað mestum vinsældum að fagna er rokkóperan Tommy kom út en hún var síðar kvikmynduð. Þeir gáfu út fjölda lagasafna og telja margir verk þeirra frá 1971, Who"s Next, vera eina bestu rokkplötu allra tíma. Von mun á Endless Wire í allar betri hljómlötuverslanir í dag. Menning Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Fyrstu dómar tóku að birtast í gær um nýjan disk bresku hljómsveitarinnar Who en hann ber yfirskriftina Endless Wire og er fyrsta safn nýsmíða sem kemur frá hljómsveitinni í 24 ár. Raunar eru aðeins tveir af upphaflegu hljómsveitarmönnunum á lífi, Keith Moon og John Entwhistle eru báðir látnir og verður engu kennt um ótímabært andlát þeirra en ofneyslu áfengis og annarra vímuefna. Á lífi eru þeir Pete Townshend og Roger Daltrey. Á disknum nýja eru níu lög, þar af tíu mínútna ópus sem kallast Wire and Glass. Bandarísku útgáfunni fylgir dvd-diskur með tónleikum þeirra frá liðnu sumri í Lyon, en hér á landi verður hann án þess viðauka. Bæði gagnrýnandi Washington Post og Boston Globe eru hrifnir af verkinu og segja þá félaga feti framar flestum jafnaldra hljómsveitum frá sjöunda áratugnum sem enn eru að eða í öndunarvélum. Telja þeir upp fjölda laga sem hafa í sér gamla neistann sem sé til vitnis um að þeir félagar séu enn í þróun og síður en svo staðnaðir. Gagnrýnandi Times er ekki hrifinn og gefur disknum fjórar stjörnur, segir frægan raddstyrk Daltreys ekki svip hjá sjón og verkið standi langt að baki þeirra bestu verkum fyrr á tíð. Who var ein af unglingahljómsveitunum sem fram komu á miðjum sjöunda áratugnum í Bretlandi og áttu þeir hvað mestum vinsældum að fagna er rokkóperan Tommy kom út en hún var síðar kvikmynduð. Þeir gáfu út fjölda lagasafna og telja margir verk þeirra frá 1971, Who"s Next, vera eina bestu rokkplötu allra tíma. Von mun á Endless Wire í allar betri hljómlötuverslanir í dag.
Menning Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira