Uppteknir af Gamla testamentinu 2. nóvember 2006 05:15 Jens Kr. Guð með Eivöru Pálsdóttur „Margir Færeyingar eru mjög uppteknir af því sem stendur í Gamla testamentinu,“ segir Jens Kr. Guð, sem hefur oft haldið skrautskriftarnámskeið í Eyjunum auk þess að hafa mikinn áhuga á færeyskri tónlist. „Einu sinni stakk ég upp á því að hafa tíma á sunnudegi en fólk sagði mér að láta ekki nokkurn mann heyra þetta því þetta yrði skilgreint sem djöfladýrkun. Ég var líka að athuga fyrir vinkonu mína sem spáir í spil hvort áhugi væri fyrir því að fá hana þarna yfir, en mér var sagt að gleyma þeirri hugmynd alveg því þetta yrði sett í beint samband við satanisma.“ Ofbeldið sem Rasmus varð fyrir kom Jens í opna skjöldu. „Ég hef alltaf upplifað Færeyinga sem gott fólk sem er nánast að leka niður af einskærri góðmennsku. Þeir vilja allt fyrir alla gera. Þetta stangast því mjög á við þá ímynd sem maður hafði af þeim.“ Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður þekkir vel til í Færeyjum. „Fyrst þegar ég kom þarna var ég með Frjáls Palestína-barmmerki, eins og annar hver maður er með hér,“ segir hann. „Í Norræna húsinu í Þórshöfn var ég vinsamlegast beðinn um að taka merkið niður ef ég ætlaði ekki að lenda í vandræðum. Færeyingar eru víst svona miklir vinir Ísraels. Það fólk sem ég þekki er upp til hópa framsækið og opið en það er vandræðamál hvað er mikið af Gunnar í Krossinum-legu liði þarna. Gunnar er talinn vera frík hérna á Íslandi en í Færeyjum eru þeir sem eitthvað mótmæla trúarofstækinu taldir vera frík.“ Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður hefur nokkrum sinnum komið til Færeyja og síðast í október þegar hann dæmdi hljómsveitakeppni ásamt Arnari Eggert. „Maður finnur lítið fyrir trúarhitanum meðal tónlistarmanna,“ segir hann, „og ég held að þetta sé nú aðallega hjá gamla settinu. Fyrir keppnina funduðum við með tónlistarfólkinu og bentum þeim á það að það eru oft listamenn sem leiða réttindabaráttu ýmiss konar. Þeir tóku vel í þetta og bandið sem vann, Deja Vu, tileinkaði Rasmusi lagið sem þau spiluðu þegar sigurinn var í höfn. Síðan hafa verið heitar umræður um þetta á netinu og á bloggsíðum svo maður vonar bara það besta.“ Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Margir Færeyingar eru mjög uppteknir af því sem stendur í Gamla testamentinu,“ segir Jens Kr. Guð, sem hefur oft haldið skrautskriftarnámskeið í Eyjunum auk þess að hafa mikinn áhuga á færeyskri tónlist. „Einu sinni stakk ég upp á því að hafa tíma á sunnudegi en fólk sagði mér að láta ekki nokkurn mann heyra þetta því þetta yrði skilgreint sem djöfladýrkun. Ég var líka að athuga fyrir vinkonu mína sem spáir í spil hvort áhugi væri fyrir því að fá hana þarna yfir, en mér var sagt að gleyma þeirri hugmynd alveg því þetta yrði sett í beint samband við satanisma.“ Ofbeldið sem Rasmus varð fyrir kom Jens í opna skjöldu. „Ég hef alltaf upplifað Færeyinga sem gott fólk sem er nánast að leka niður af einskærri góðmennsku. Þeir vilja allt fyrir alla gera. Þetta stangast því mjög á við þá ímynd sem maður hafði af þeim.“ Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður þekkir vel til í Færeyjum. „Fyrst þegar ég kom þarna var ég með Frjáls Palestína-barmmerki, eins og annar hver maður er með hér,“ segir hann. „Í Norræna húsinu í Þórshöfn var ég vinsamlegast beðinn um að taka merkið niður ef ég ætlaði ekki að lenda í vandræðum. Færeyingar eru víst svona miklir vinir Ísraels. Það fólk sem ég þekki er upp til hópa framsækið og opið en það er vandræðamál hvað er mikið af Gunnar í Krossinum-legu liði þarna. Gunnar er talinn vera frík hérna á Íslandi en í Færeyjum eru þeir sem eitthvað mótmæla trúarofstækinu taldir vera frík.“ Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður hefur nokkrum sinnum komið til Færeyja og síðast í október þegar hann dæmdi hljómsveitakeppni ásamt Arnari Eggert. „Maður finnur lítið fyrir trúarhitanum meðal tónlistarmanna,“ segir hann, „og ég held að þetta sé nú aðallega hjá gamla settinu. Fyrir keppnina funduðum við með tónlistarfólkinu og bentum þeim á það að það eru oft listamenn sem leiða réttindabaráttu ýmiss konar. Þeir tóku vel í þetta og bandið sem vann, Deja Vu, tileinkaði Rasmusi lagið sem þau spiluðu þegar sigurinn var í höfn. Síðan hafa verið heitar umræður um þetta á netinu og á bloggsíðum svo maður vonar bara það besta.“
Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira