Almenn lögregla á ekki að bera byssur 2. nóvember 2006 06:45 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni ræddu um vopnaburð lögreglunnar á þingi í gær. MYND/Valli Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri meiginstefnu að almenn lögregla í landinu sé óvopnuð við dagleg störf. Það hafi lengi verið ríkjandi stefna og engin breyting orðið þar á. Engu að síður hljóta lögreglumenn þjálfun í skotfimi og hafa aðgang að vopnum á lögreglustöðvum. Ráðherrann lýsti þeirri skoðun sinni við umræður á Alþingi í gær þar sem málshefjandi, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni, innti hann svara við spurningum um vopnaburð lögreglunnar. Tilefni umræðunnar var fréttir af tillögum starfshóps ríkislögreglustjóra um að löreglan í landinu hafi aðgang að skammbyssum, skotheldum vestum og hjálmum. Fýsti Þórunni að vita hug ráðherrans til tillagnanna auk þess sem hún sagði það mat sitt að ef lögregla myndi vopnbúast gerðu glæpamennirnir það líka. Björn sagði enga breytingu hafa orðið á stefnu almennu lögreglunnar þrátt fyrir vaxandi fjölmiðlaumræðu um alvarleg mál þar sem lögregla hefur þurft að yfirbuga vopnað fólk. Hann horfi heldur til sérsveitarinnar. "Ég tel mun betri kost að leggja áfram aukna áherslu á uppbyggingu sérsveitar lögreglunnar," sagði Björn. Í máli hans kom einnig fram að unnið er að smíði frumvarps sem feli í sér þyngingu refsinga vegna hótana og ofbeldis gegn lögreglumönnum. Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunum lýstu sig andvíga vopnaburði almennu lögreglunnar og fögnuðu því afstöðu dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki sagði styrkingu sérsveitarinnar af hinu góða en Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, spurði hvort hún dygði til. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sagði á hinn bóginn að varast bæri vöxt sveitarinnar enda gæti hún hvatt til aukinnar hörku. Við umræðurnar kom fram að 45 lögreglumenn skipa sérsveit lögreglunnar. 36 eru á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Suðurnesjum og fjórir á Akureyri. Tveir sérsveitarmenn eru á vakt hverju sinni og eru bílar þeirra búnir vopnum sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri meiginstefnu að almenn lögregla í landinu sé óvopnuð við dagleg störf. Það hafi lengi verið ríkjandi stefna og engin breyting orðið þar á. Engu að síður hljóta lögreglumenn þjálfun í skotfimi og hafa aðgang að vopnum á lögreglustöðvum. Ráðherrann lýsti þeirri skoðun sinni við umræður á Alþingi í gær þar sem málshefjandi, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni, innti hann svara við spurningum um vopnaburð lögreglunnar. Tilefni umræðunnar var fréttir af tillögum starfshóps ríkislögreglustjóra um að löreglan í landinu hafi aðgang að skammbyssum, skotheldum vestum og hjálmum. Fýsti Þórunni að vita hug ráðherrans til tillagnanna auk þess sem hún sagði það mat sitt að ef lögregla myndi vopnbúast gerðu glæpamennirnir það líka. Björn sagði enga breytingu hafa orðið á stefnu almennu lögreglunnar þrátt fyrir vaxandi fjölmiðlaumræðu um alvarleg mál þar sem lögregla hefur þurft að yfirbuga vopnað fólk. Hann horfi heldur til sérsveitarinnar. "Ég tel mun betri kost að leggja áfram aukna áherslu á uppbyggingu sérsveitar lögreglunnar," sagði Björn. Í máli hans kom einnig fram að unnið er að smíði frumvarps sem feli í sér þyngingu refsinga vegna hótana og ofbeldis gegn lögreglumönnum. Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunum lýstu sig andvíga vopnaburði almennu lögreglunnar og fögnuðu því afstöðu dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki sagði styrkingu sérsveitarinnar af hinu góða en Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, spurði hvort hún dygði til. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sagði á hinn bóginn að varast bæri vöxt sveitarinnar enda gæti hún hvatt til aukinnar hörku. Við umræðurnar kom fram að 45 lögreglumenn skipa sérsveit lögreglunnar. 36 eru á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Suðurnesjum og fjórir á Akureyri. Tveir sérsveitarmenn eru á vakt hverju sinni og eru bílar þeirra búnir vopnum sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira