Menning

Gnægtarborð Unglistar

Unglist hefst með myndlistarmaraþoni í dag og fjöllistakvöldi í Tjarnarbíói.
Unglist hefst með myndlistarmaraþoni í dag og fjöllistakvöldi í Tjarnarbíói.

Eins víst og lóan kemur á vorin þá hefur Unglist – Listahátíð ungs fólks, fest sig í sessi. Hátíðin hefur verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992 og stendur hún í rúma viku í hvert sinn.

Unglist hefur ávallt verið starfrækt í tengslum við Hitt Húsið, menningar- og upplýsingarmiðstöð ungs fólks sem er með starfsemi sína í Pósthússtræti.

Dagskráin hefst í dag en að vanda verður boðið upp á ljúfa klassíska tóna, rokkið tekur völdin, dansinn dunar, kjólacult og kápuklassík, gjörningar, drama og annað gott verður lagt á borð fyrir listætur.

Allt er þetta í boði ungs fólks sem hefur af elju og metnað gert gnægtarborð listanna sem veglegast en enginn aðgangseyrir er á viðburði hátíðarinnar.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.hitthusid.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×