Sjóræningjaafli af Reykjaneshrygg í eigu Landsbankans 3. nóvember 2006 03:30 Landsbanki Íslands er skráður eigandi afla af ólöglega veiddum karfa sem landað var úr skipinu Thorgull í Hong Kong þann 17. október síðastliðinn samkvæmt skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Svipað tilvik kom upp í september þar sem Landsbankinn var skráður eigandi ólöglegs afla flutningaskipsins Polestar sem einnig var landað í Hong Kong. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir fréttir af þessu hafa komið þeim á óvart. "Við erum með þá þjónustu hjá Landsbankanum að við veitum afurðalán út á birgðir til þeirra sem kaupa og selja fiskinn, ekki til þeirra sem eru að veiða. Aflinn er á okkar nafni til að tryggja að við höfum hald í vörunni." Afli Thorgull var veiddur á Reykjaneshrygg af skipinu Pavlovsk, sem er undir eftirliti Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Þegar Pavlovsk lagði að bryggju í Eistlandi 23. október síðastliðinn leiddi eftirlit í ljós að um 230 tonnum var umskipað yfir í Thorgull 27. ágúst. Að sögn Kjartans Höydal, framkvæmdastjóra NEAFC hefur fánaríkið, sem er Bahamaeyjar í tilviki Thorgull, og norskir eigendur skipsins brugðist skjótt við athugasemdum nefndarinnar. Höydal segir nefndina aðallega eiga samskipti við fánaríki og það sé stjórnvalda í hverju ríki að eiga við þá sem fjármagna ólöglegar veiðar. "En það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við það. Vandamálið er að þeir sem fjármagna veiðar vita yfirleitt ekki hvað þeir eru að fjármagna." Eftir að þetta kom upp í fyrra skiptið breytti Landsbankinn lánasamningum á þann hátt að yrðu menn uppvísir að kaupum á ólöglegum afla yrði samningnum rift, til þess að menn væru ekki að lenda í þessu grandalausir að sögn Sigurjóns. "Auðvitað viljum við ekki að það sé verið að stunda viðskipti með þessum hætti. Það eru hagsmunir þessa banka að allt sé heiðarlegt. Og það eru hagsmunir okkar sem Íslendinga að það sé rétt að þessum málum staðið." Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir afar sjaldgæft að íslensk fyrirtæki tengist sjóræningjaveiðum. Stefán segir allsherjarúttekt á þessum málum vera í gangi í sjávarútvegsráðuneytinu. Stefán útilokar ekki að frumvarp um þessi mál verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Landsbanki Íslands er skráður eigandi afla af ólöglega veiddum karfa sem landað var úr skipinu Thorgull í Hong Kong þann 17. október síðastliðinn samkvæmt skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Svipað tilvik kom upp í september þar sem Landsbankinn var skráður eigandi ólöglegs afla flutningaskipsins Polestar sem einnig var landað í Hong Kong. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir fréttir af þessu hafa komið þeim á óvart. "Við erum með þá þjónustu hjá Landsbankanum að við veitum afurðalán út á birgðir til þeirra sem kaupa og selja fiskinn, ekki til þeirra sem eru að veiða. Aflinn er á okkar nafni til að tryggja að við höfum hald í vörunni." Afli Thorgull var veiddur á Reykjaneshrygg af skipinu Pavlovsk, sem er undir eftirliti Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC. Þegar Pavlovsk lagði að bryggju í Eistlandi 23. október síðastliðinn leiddi eftirlit í ljós að um 230 tonnum var umskipað yfir í Thorgull 27. ágúst. Að sögn Kjartans Höydal, framkvæmdastjóra NEAFC hefur fánaríkið, sem er Bahamaeyjar í tilviki Thorgull, og norskir eigendur skipsins brugðist skjótt við athugasemdum nefndarinnar. Höydal segir nefndina aðallega eiga samskipti við fánaríki og það sé stjórnvalda í hverju ríki að eiga við þá sem fjármagna ólöglegar veiðar. "En það er í sjálfu sér ekkert ólöglegt við það. Vandamálið er að þeir sem fjármagna veiðar vita yfirleitt ekki hvað þeir eru að fjármagna." Eftir að þetta kom upp í fyrra skiptið breytti Landsbankinn lánasamningum á þann hátt að yrðu menn uppvísir að kaupum á ólöglegum afla yrði samningnum rift, til þess að menn væru ekki að lenda í þessu grandalausir að sögn Sigurjóns. "Auðvitað viljum við ekki að það sé verið að stunda viðskipti með þessum hætti. Það eru hagsmunir þessa banka að allt sé heiðarlegt. Og það eru hagsmunir okkar sem Íslendinga að það sé rétt að þessum málum staðið." Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir afar sjaldgæft að íslensk fyrirtæki tengist sjóræningjaveiðum. Stefán segir allsherjarúttekt á þessum málum vera í gangi í sjávarútvegsráðuneytinu. Stefán útilokar ekki að frumvarp um þessi mál verði lagt fram á yfirstandandi þingi.
Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira