Sátt um meginefni fjölmiðlafrumvarps 3. nóvember 2006 06:30 „Það hefur náðst pólitísk sátt um meginlínurnar," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um fjölmiðlafrumvarpið sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Kolbrún segir pólitísk átök að baki, þau hafi farið fram innan nefndarinnar sem vann skýrslu um fjölmiðla en frumvarpið er byggt á henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að náðst hafi þokkaleg niðurstaða í málinu og að mikilvæg ákvæði um dreifiveitur og gagnsæi í eignarhaldi séu í frumvarpinu. Hún segir skorður við eignarhaldi sanngjarnar og telur ekki að brjóta þurfi fjölmiðlafyrirtækin upp. „Auðvitað má deila um hvert hlutfallið eigi að vera en ég tel að meðalhófs sé gætt og að fjölmiðlafyrirtækin geti lifað við þetta." Þótt Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sé sammála meginlínunum útilokar hann ekki, frekar en Kolbrún og Ingibjörg Sólrún, að frumvarpið kunni ekki að breytast í meðförum menntamálanefndar. Hann segir að tiltölulega einfalt hafi verið að ná sátt í fjölmiðlanefndinni og að ríkisstjórnin hefði betur stýrt málinu í slíkan farveg haustið 2003. „Þá hefði samfélagið sloppið við þessa tilgangslausustu umræðu sem farið hefur fram á Íslandi," segir Magnús Þór og á þar við átökin um fjölmiðlalögin hin fyrstu 2004. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir sáttina í raun meiri en hún hafi búist við og sjáist það ekki síst á því að meirihluti umræðunnar á þingi í gær snerist um gamla frumvarpið og Ríkisútvarpið. „Þetta er mjög viðkvæmt mál sem leiddi til stjórnskipulegrar krísu á sínum tíma en nú er það komið í nýjan farveg," segir Þorgerður Katrín. Um áhrif eignarhluta-ákvæðisins á fjölmiðlafyrirtækin segir Þorgerður að þau verði að laga sig að því. „Stór eigandi að fjölmiðlum lagði til að eignarhaldið miðaðist við 25 prósent og það er það sem við erum að ræða um." Í ræðu sinni staldraði Ingibjörg Sólrún við frumvarpið frá 2004 og sagði himin og haf skilja það og nýja frumvarpið. „Það er ekki hægt að líta öðru vísi á en að menn hafi verið að reyna að brjóta niður 365 fjölmiðla. Þetta var aðför." Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
„Það hefur náðst pólitísk sátt um meginlínurnar," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um fjölmiðlafrumvarpið sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Kolbrún segir pólitísk átök að baki, þau hafi farið fram innan nefndarinnar sem vann skýrslu um fjölmiðla en frumvarpið er byggt á henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að náðst hafi þokkaleg niðurstaða í málinu og að mikilvæg ákvæði um dreifiveitur og gagnsæi í eignarhaldi séu í frumvarpinu. Hún segir skorður við eignarhaldi sanngjarnar og telur ekki að brjóta þurfi fjölmiðlafyrirtækin upp. „Auðvitað má deila um hvert hlutfallið eigi að vera en ég tel að meðalhófs sé gætt og að fjölmiðlafyrirtækin geti lifað við þetta." Þótt Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sé sammála meginlínunum útilokar hann ekki, frekar en Kolbrún og Ingibjörg Sólrún, að frumvarpið kunni ekki að breytast í meðförum menntamálanefndar. Hann segir að tiltölulega einfalt hafi verið að ná sátt í fjölmiðlanefndinni og að ríkisstjórnin hefði betur stýrt málinu í slíkan farveg haustið 2003. „Þá hefði samfélagið sloppið við þessa tilgangslausustu umræðu sem farið hefur fram á Íslandi," segir Magnús Þór og á þar við átökin um fjölmiðlalögin hin fyrstu 2004. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir sáttina í raun meiri en hún hafi búist við og sjáist það ekki síst á því að meirihluti umræðunnar á þingi í gær snerist um gamla frumvarpið og Ríkisútvarpið. „Þetta er mjög viðkvæmt mál sem leiddi til stjórnskipulegrar krísu á sínum tíma en nú er það komið í nýjan farveg," segir Þorgerður Katrín. Um áhrif eignarhluta-ákvæðisins á fjölmiðlafyrirtækin segir Þorgerður að þau verði að laga sig að því. „Stór eigandi að fjölmiðlum lagði til að eignarhaldið miðaðist við 25 prósent og það er það sem við erum að ræða um." Í ræðu sinni staldraði Ingibjörg Sólrún við frumvarpið frá 2004 og sagði himin og haf skilja það og nýja frumvarpið. „Það er ekki hægt að líta öðru vísi á en að menn hafi verið að reyna að brjóta niður 365 fjölmiðla. Þetta var aðför."
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira