Hart sótt að sitjandi þingmönnum 3. nóvember 2006 06:15 Frambjóðendur í prófkjöri samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Alls gefa nítján kost á sér og sautján sækjast eftir fjórum efstu sætunum. Nítján bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi. Flokkurinn á nú fjóra þingmenn í kjördæminu og gefa sautján kost á sér í fjögur efstu sætin. Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu, þau Árni Páll Árnason lögfræðingur, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður. Guðmundur Árni Stefánsson fór fyrir lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum og þegar hann hvarf af þingi varð Rannveig Guðmundsdóttir oddviti listans. Hún lætur af þingmennsku í vor. Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Valdimar L. Friðriksson gefa kost á sér í annað og þriðja sæti listans. Baráttan um fyrsta sætið er sögð hörð en drengileg og möguleikar frambjóðendanna þriggja á sigri taldir góðir. Mikið hefur borið á Þórunni og Gunnari í flokksstarfinu. Þórunn hefur setið á þingi í átta ár og Gunnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar auk þess að vera formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þó að Árni Páll hafi ekki verið jafn áberandi hefur hann starfað með Samfylkingunni frá stofnun og fór meðal annars fyrir mótun stefnu flokksins í Evrópumálum. Gunnar býr að því að koma úr Hafnarfirði sem er sterkasta vígi Samfylkingarinnar. Árni Páll bjó lengi í Kópavogi og nýtur hugsanlega sérstaks stuðnings þar í krafti þess. Þórunn er hins vegar úr Garðabæ. Byggðapólitík er sögð ráða nokkru í kjördæminu þó að sveitarfélögin séu nánast í einum hnapp og hagsmunirnir þeir sömu. Katrín Júlíusdóttir á í höggi við Magnús M. Norðdahl, lögfræðing ASÍ, og Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúa á Álftanesi, um annað sætið. Katrín á eitt kjörtímabil á þingi að baki en öll hafa þau tekið virkan þátt í starfi flokksins. Valdimar L. Friðriksson settist á þing þegar Guðmundur Árni varð sendiherra. Fjórir sækjast eftir þriðja sætinu, líkt og Valdimar, þau Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, og Sandra Franks varaþingmaður. Líkt og við var að búast ber mest á Jakobi Frímanni sem áður hefur tekið þátt í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sex sækjast svo eftir fjórða sætinu. Það vekur athygli hve margir bjóða sig fram í prófkjörinu. Þátttakendur eru jafnmargir og í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi þar sem flokkurinn á níu þingmenn. Og í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, þar sem flokkurinn á nú átta þingsæti, taka fimmtán þátt. Talið er að sú ákvörðun að banna auglýsingar hafi ráðið nokkru um hve margir treystu sér til þátttöku. Frambjóðendur héldu tvo sameiginlega fundi en hafa annars háð kynningarstarf sitt á kosningaskrifstofum, vefnum og með heimsóknum í fyrirtæki og á opinbera staði. Í kynningarefni leggja flestir frambjóðendurnir áherslu á aukinn jöfnuð í samfélaginu og það er raunar rauður þráður í stefnu alls Samfylkingarfólks fyrir kosningarnar í vor. Einstaka nefnir sérstök mál en aðeins einn segist vilja byltingu, það er Jens Sigurðsson sem býður sig fram í fjórða sætið. Um fjögur þúsund manns eru í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Nítján bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi. Flokkurinn á nú fjóra þingmenn í kjördæminu og gefa sautján kost á sér í fjögur efstu sætin. Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu, þau Árni Páll Árnason lögfræðingur, Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður. Guðmundur Árni Stefánsson fór fyrir lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum og þegar hann hvarf af þingi varð Rannveig Guðmundsdóttir oddviti listans. Hún lætur af þingmennsku í vor. Þingmennirnir Katrín Júlíusdóttir og Valdimar L. Friðriksson gefa kost á sér í annað og þriðja sæti listans. Baráttan um fyrsta sætið er sögð hörð en drengileg og möguleikar frambjóðendanna þriggja á sigri taldir góðir. Mikið hefur borið á Þórunni og Gunnari í flokksstarfinu. Þórunn hefur setið á þingi í átta ár og Gunnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar auk þess að vera formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þó að Árni Páll hafi ekki verið jafn áberandi hefur hann starfað með Samfylkingunni frá stofnun og fór meðal annars fyrir mótun stefnu flokksins í Evrópumálum. Gunnar býr að því að koma úr Hafnarfirði sem er sterkasta vígi Samfylkingarinnar. Árni Páll bjó lengi í Kópavogi og nýtur hugsanlega sérstaks stuðnings þar í krafti þess. Þórunn er hins vegar úr Garðabæ. Byggðapólitík er sögð ráða nokkru í kjördæminu þó að sveitarfélögin séu nánast í einum hnapp og hagsmunirnir þeir sömu. Katrín Júlíusdóttir á í höggi við Magnús M. Norðdahl, lögfræðing ASÍ, og Kristján Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúa á Álftanesi, um annað sætið. Katrín á eitt kjörtímabil á þingi að baki en öll hafa þau tekið virkan þátt í starfi flokksins. Valdimar L. Friðriksson settist á þing þegar Guðmundur Árni varð sendiherra. Fjórir sækjast eftir þriðja sætinu, líkt og Valdimar, þau Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, Tryggvi Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, og Sandra Franks varaþingmaður. Líkt og við var að búast ber mest á Jakobi Frímanni sem áður hefur tekið þátt í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sex sækjast svo eftir fjórða sætinu. Það vekur athygli hve margir bjóða sig fram í prófkjörinu. Þátttakendur eru jafnmargir og í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi þar sem flokkurinn á níu þingmenn. Og í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, þar sem flokkurinn á nú átta þingsæti, taka fimmtán þátt. Talið er að sú ákvörðun að banna auglýsingar hafi ráðið nokkru um hve margir treystu sér til þátttöku. Frambjóðendur héldu tvo sameiginlega fundi en hafa annars háð kynningarstarf sitt á kosningaskrifstofum, vefnum og með heimsóknum í fyrirtæki og á opinbera staði. Í kynningarefni leggja flestir frambjóðendurnir áherslu á aukinn jöfnuð í samfélaginu og það er raunar rauður þráður í stefnu alls Samfylkingarfólks fyrir kosningarnar í vor. Einstaka nefnir sérstök mál en aðeins einn segist vilja byltingu, það er Jens Sigurðsson sem býður sig fram í fjórða sætið. Um fjögur þúsund manns eru í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira