Jólaljós í nóvember 5. nóvember 2006 08:45 Kveikt var á hæsta jólatré sem fellt hefur verið á Íslandi við verslun Blómavals í Skútuvogi í gær. MYND/Daníel Rúnarsson Margt var um manninn í verslun Blómavals í gær um það leyti sem kveikt var á jólatré verslunarinnar, sem var 16,8 metra hátt. Viðskiptavinir voru ýmist að versla eða skoða sig um og margir höfðu börn með í för. Felix Bergson leikari söng nokkur jólalög áður en kveikt var á trénu og sjá mátti börn, máluð í framan og í búningi Sollu stirðu sem skemmti í jólalandi verslunarinnar. Vinkonurnar Karólína og Lóa voru staddar í Blómavali ásamt mæðrum sínum en þær voru ekki vissar um hvort þær væru farnar að hlakka til jólanna. Þær biðu þó spenntar eftir að kveikt yrði á trénu. Guðrún, móðir annarrar stúlkunnar, sagðist vera farin að versla til jólanna og sagði fínt að fá jólavarning í verslanir í byrjun nóvember. "Það er gaman að sjá tendruð jólatré og jólaseríur um þetta leyti til að lífga upp á skammdegið." Guðrún, sem stödd var í versluninni ásamt ömmubarni sínu Guðrúnu Eddu, sagði fullsnemmt að stilla upp jólaskrauti í byrjun nóvember en mætti á svæðið með nöfnu sinni til að fylgjast með Sollu stirðu. Kristinn Einarson, framkvæmdastjóri Blómavals, sagði jólavarning í Blómavali settan snemma í sölu í og með vegna þess að fyrirtækið þjónusti fyrirtæki og verslanir með jólavörur. "Við miðum við að jólavörurnar séu komnar í verslun okkar í byrjun nóvember ár hvert." Sigríður, Valgerður og Ingibjörg voru meðal þeirra sem staddar voru í versluninni í gær og sögðust þær vera að skoða jólavarning en kaupin yrðu gerð síðar. Þær stöllur voru ekki frá því að jólaskraut í verslunum mætti bíða fram í miðjan nóvember en vildu þó ekki heyra jólalög fyrr en í byrjun desember, en jólalögin voru þegar farin að óma í verslun Blómavals í gær. Tréð sem kveikt var á í gær er 55 ára gamalt sitkagreni sem höggvið var á Kirkjubæjarklaustri í lok október. Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Margt var um manninn í verslun Blómavals í gær um það leyti sem kveikt var á jólatré verslunarinnar, sem var 16,8 metra hátt. Viðskiptavinir voru ýmist að versla eða skoða sig um og margir höfðu börn með í för. Felix Bergson leikari söng nokkur jólalög áður en kveikt var á trénu og sjá mátti börn, máluð í framan og í búningi Sollu stirðu sem skemmti í jólalandi verslunarinnar. Vinkonurnar Karólína og Lóa voru staddar í Blómavali ásamt mæðrum sínum en þær voru ekki vissar um hvort þær væru farnar að hlakka til jólanna. Þær biðu þó spenntar eftir að kveikt yrði á trénu. Guðrún, móðir annarrar stúlkunnar, sagðist vera farin að versla til jólanna og sagði fínt að fá jólavarning í verslanir í byrjun nóvember. "Það er gaman að sjá tendruð jólatré og jólaseríur um þetta leyti til að lífga upp á skammdegið." Guðrún, sem stödd var í versluninni ásamt ömmubarni sínu Guðrúnu Eddu, sagði fullsnemmt að stilla upp jólaskrauti í byrjun nóvember en mætti á svæðið með nöfnu sinni til að fylgjast með Sollu stirðu. Kristinn Einarson, framkvæmdastjóri Blómavals, sagði jólavarning í Blómavali settan snemma í sölu í og með vegna þess að fyrirtækið þjónusti fyrirtæki og verslanir með jólavörur. "Við miðum við að jólavörurnar séu komnar í verslun okkar í byrjun nóvember ár hvert." Sigríður, Valgerður og Ingibjörg voru meðal þeirra sem staddar voru í versluninni í gær og sögðust þær vera að skoða jólavarning en kaupin yrðu gerð síðar. Þær stöllur voru ekki frá því að jólaskraut í verslunum mætti bíða fram í miðjan nóvember en vildu þó ekki heyra jólalög fyrr en í byrjun desember, en jólalögin voru þegar farin að óma í verslun Blómavals í gær. Tréð sem kveikt var á í gær er 55 ára gamalt sitkagreni sem höggvið var á Kirkjubæjarklaustri í lok október.
Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira