Einnig kölluð hrafnreyður 6. nóvember 2006 02:00 Fátt hefur verið meira rætt á kaffistofum landsins að undanförnu en hvalveiðar í atvinnuskyni. Þar hefur veiði á langreyði fengið mesta athygli en minna er talað um nákominn ættingja hennar hrefnuna, sem einnig er leyfilegt að veiða undir merkjum atvinnuveiða. Hrefnan hefur verið veidd í vísindaskyni síðan 2003 og kjötið af henni er uppistaðan í þeim hvalafurðum sem íslenskir neytendur kaupa.Hvernig lítur hrefnan út?Hún er svört á baki og hvít á kvið. Hún er 7–11 metrar á lengd og 5–10 tonn að þyngd. Kýrin er stærri en tarfurinn. Hrefnan er farhvalur og kemur inn á landgrunn Íslands á vorin, en á veturna heldur hún sig á suðlægari slóðum. Hver er fæða hrefnunnar?Talið er að ljósáta sé um 35 prósent fæðunnar, loðna 23 prósent, síli 33 prósent, þorskfiskar um 6 prósent og annað 3 prósent. Gróf áætlun á fæðunámi hrefnu á Íslandsmiðum og nærliggjandi svæðum bendir til að hrefna taki til sín um tvær milljónir tonna af fæðu á ári, þar af er fiskmeti talið nema yfir einni milljón tonna. Hver er stofnstærð og veiðiþol?Samkvæmt úttekt um stofnstærð hrefnu hér við land er hún nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Þetta gildir hvort sem litið er á Mið-Atlantshafsstofninn í heild sinni eða eingöngu hrefnur á íslenska strandsvæðinu. Stofninn í heild sinni er talinn vera tæplega 44 þúsund dýr. Þær veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld hafa samkvæmt þessu haft hverfandi áhrif á stofnstærðina. Hverfandi líkur eru taldar á að árlegar veiðar á 200 hrefnum næstu tuttugu ár muni færa stofninn niður fyrir 80 prósent af upprunalegri stærð. Á sama hátt er ólíklegt að árlegar veiðar á 400 hrefnum færi stofninn niður fyrir 70 prósent af upprunalegri stærð á sama tímabili. Einnig er ljóst að hrefnuveiðar þær sem hófust 2003 í rannsóknaskyni munu ekki hafa áhrif á stofninn. Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt á kaffistofum landsins að undanförnu en hvalveiðar í atvinnuskyni. Þar hefur veiði á langreyði fengið mesta athygli en minna er talað um nákominn ættingja hennar hrefnuna, sem einnig er leyfilegt að veiða undir merkjum atvinnuveiða. Hrefnan hefur verið veidd í vísindaskyni síðan 2003 og kjötið af henni er uppistaðan í þeim hvalafurðum sem íslenskir neytendur kaupa.Hvernig lítur hrefnan út?Hún er svört á baki og hvít á kvið. Hún er 7–11 metrar á lengd og 5–10 tonn að þyngd. Kýrin er stærri en tarfurinn. Hrefnan er farhvalur og kemur inn á landgrunn Íslands á vorin, en á veturna heldur hún sig á suðlægari slóðum. Hver er fæða hrefnunnar?Talið er að ljósáta sé um 35 prósent fæðunnar, loðna 23 prósent, síli 33 prósent, þorskfiskar um 6 prósent og annað 3 prósent. Gróf áætlun á fæðunámi hrefnu á Íslandsmiðum og nærliggjandi svæðum bendir til að hrefna taki til sín um tvær milljónir tonna af fæðu á ári, þar af er fiskmeti talið nema yfir einni milljón tonna. Hver er stofnstærð og veiðiþol?Samkvæmt úttekt um stofnstærð hrefnu hér við land er hún nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Þetta gildir hvort sem litið er á Mið-Atlantshafsstofninn í heild sinni eða eingöngu hrefnur á íslenska strandsvæðinu. Stofninn í heild sinni er talinn vera tæplega 44 þúsund dýr. Þær veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld hafa samkvæmt þessu haft hverfandi áhrif á stofnstærðina. Hverfandi líkur eru taldar á að árlegar veiðar á 200 hrefnum næstu tuttugu ár muni færa stofninn niður fyrir 80 prósent af upprunalegri stærð. Á sama hátt er ólíklegt að árlegar veiðar á 400 hrefnum færi stofninn niður fyrir 70 prósent af upprunalegri stærð á sama tímabili. Einnig er ljóst að hrefnuveiðar þær sem hófust 2003 í rannsóknaskyni munu ekki hafa áhrif á stofninn.
Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira