Einnig kölluð hrafnreyður 6. nóvember 2006 02:00 Fátt hefur verið meira rætt á kaffistofum landsins að undanförnu en hvalveiðar í atvinnuskyni. Þar hefur veiði á langreyði fengið mesta athygli en minna er talað um nákominn ættingja hennar hrefnuna, sem einnig er leyfilegt að veiða undir merkjum atvinnuveiða. Hrefnan hefur verið veidd í vísindaskyni síðan 2003 og kjötið af henni er uppistaðan í þeim hvalafurðum sem íslenskir neytendur kaupa.Hvernig lítur hrefnan út?Hún er svört á baki og hvít á kvið. Hún er 7–11 metrar á lengd og 5–10 tonn að þyngd. Kýrin er stærri en tarfurinn. Hrefnan er farhvalur og kemur inn á landgrunn Íslands á vorin, en á veturna heldur hún sig á suðlægari slóðum. Hver er fæða hrefnunnar?Talið er að ljósáta sé um 35 prósent fæðunnar, loðna 23 prósent, síli 33 prósent, þorskfiskar um 6 prósent og annað 3 prósent. Gróf áætlun á fæðunámi hrefnu á Íslandsmiðum og nærliggjandi svæðum bendir til að hrefna taki til sín um tvær milljónir tonna af fæðu á ári, þar af er fiskmeti talið nema yfir einni milljón tonna. Hver er stofnstærð og veiðiþol?Samkvæmt úttekt um stofnstærð hrefnu hér við land er hún nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Þetta gildir hvort sem litið er á Mið-Atlantshafsstofninn í heild sinni eða eingöngu hrefnur á íslenska strandsvæðinu. Stofninn í heild sinni er talinn vera tæplega 44 þúsund dýr. Þær veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld hafa samkvæmt þessu haft hverfandi áhrif á stofnstærðina. Hverfandi líkur eru taldar á að árlegar veiðar á 200 hrefnum næstu tuttugu ár muni færa stofninn niður fyrir 80 prósent af upprunalegri stærð. Á sama hátt er ólíklegt að árlegar veiðar á 400 hrefnum færi stofninn niður fyrir 70 prósent af upprunalegri stærð á sama tímabili. Einnig er ljóst að hrefnuveiðar þær sem hófust 2003 í rannsóknaskyni munu ekki hafa áhrif á stofninn. Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt á kaffistofum landsins að undanförnu en hvalveiðar í atvinnuskyni. Þar hefur veiði á langreyði fengið mesta athygli en minna er talað um nákominn ættingja hennar hrefnuna, sem einnig er leyfilegt að veiða undir merkjum atvinnuveiða. Hrefnan hefur verið veidd í vísindaskyni síðan 2003 og kjötið af henni er uppistaðan í þeim hvalafurðum sem íslenskir neytendur kaupa.Hvernig lítur hrefnan út?Hún er svört á baki og hvít á kvið. Hún er 7–11 metrar á lengd og 5–10 tonn að þyngd. Kýrin er stærri en tarfurinn. Hrefnan er farhvalur og kemur inn á landgrunn Íslands á vorin, en á veturna heldur hún sig á suðlægari slóðum. Hver er fæða hrefnunnar?Talið er að ljósáta sé um 35 prósent fæðunnar, loðna 23 prósent, síli 33 prósent, þorskfiskar um 6 prósent og annað 3 prósent. Gróf áætlun á fæðunámi hrefnu á Íslandsmiðum og nærliggjandi svæðum bendir til að hrefna taki til sín um tvær milljónir tonna af fæðu á ári, þar af er fiskmeti talið nema yfir einni milljón tonna. Hver er stofnstærð og veiðiþol?Samkvæmt úttekt um stofnstærð hrefnu hér við land er hún nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Þetta gildir hvort sem litið er á Mið-Atlantshafsstofninn í heild sinni eða eingöngu hrefnur á íslenska strandsvæðinu. Stofninn í heild sinni er talinn vera tæplega 44 þúsund dýr. Þær veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld hafa samkvæmt þessu haft hverfandi áhrif á stofnstærðina. Hverfandi líkur eru taldar á að árlegar veiðar á 200 hrefnum næstu tuttugu ár muni færa stofninn niður fyrir 80 prósent af upprunalegri stærð. Á sama hátt er ólíklegt að árlegar veiðar á 400 hrefnum færi stofninn niður fyrir 70 prósent af upprunalegri stærð á sama tímabili. Einnig er ljóst að hrefnuveiðar þær sem hófust 2003 í rannsóknaskyni munu ekki hafa áhrif á stofninn.
Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira