Góðir menn eru keyptir og þeir eiga að sýna það 10. nóvember 2006 09:15 Birkir Ívar Guðmundsson Birkir Ívar Guðmundssson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, kann vel við sig hjá þýska liðinu Lübbecke. Liðið hefur þó ekki farið vel af stað í þýsku deildinni í vetur og er í fallsæti eins og staðan er í dag. „Þetta eru auðvitað töluverð viðbrigði. Maður er vanur að vinna átta tíma vinnudag og fara síðan á æfingar og spila. Þetta er kannski aðeins rólegra hérna en kannski meira álag í handboltanum og meiri pressa,“ sagði Birkir Ívar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Birkir Ívar sagði að það væri ekki margt sem hefði komið sér á óvart í atvinnumennskunni í Þýskalandi. „Það hefur kannski komið mér mest á óvart hversu vel liðin eru mönnuð og þá á ég við öll liðin. Maður vissi að þessi topplið væru mjög vel mönnuð en í rauninni eru öll liðin í deildinni vel mönnuð.“ Lübbecke er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik af þeim tíu sem búnir eru á tímabilinu. Birkir Ívar deilir markvarðarstöðunni með þýska markverðinum Torsten Friedrich. „Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að tæki tíma fyrir mig að komast inn í deildina. Ég var búinn að gera ákveðið plan um að gefa mér smá tíma til að komast inn í spilamennskuna hérna og sá tímapunktur er að fara að koma. Ég er nokkuð ánægður með tvo síðustu leiki hjá mér þannig að þetta er allt á uppleið. Við skiptum þessu á milli okkar en markvörðurinn sem er með mér hefur spilað ívið meira en ég.“ Birkir Ívar sagði að ekki væri lagt meiri áhersla á markmannsþjálfun þarna úti en hér heima. „Hérna er það bara þannig að menn eru keyptir af því að þeir geta eitthvað og þeir eiga bara að sýna það. Menn eiga bara að kunna sitt fag.“ HM í handbolta er í Þýskalandi í janúar og Birkir Ívar verður væntanlega í eldlínunni þar. „Við Íslendingar erum með vel mannað lið í öllum stöðum og erum með góðan þjálfara. Við erum líka með ungt lið sem er samt með reynslu. Ef við náum að halda lykilmönnum eins og Óla Stefáns ómeiddum, þá eigum við alveg að geta eitthvað á þessu móti,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Sjá meira
Birkir Ívar Guðmundssson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, kann vel við sig hjá þýska liðinu Lübbecke. Liðið hefur þó ekki farið vel af stað í þýsku deildinni í vetur og er í fallsæti eins og staðan er í dag. „Þetta eru auðvitað töluverð viðbrigði. Maður er vanur að vinna átta tíma vinnudag og fara síðan á æfingar og spila. Þetta er kannski aðeins rólegra hérna en kannski meira álag í handboltanum og meiri pressa,“ sagði Birkir Ívar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Birkir Ívar sagði að það væri ekki margt sem hefði komið sér á óvart í atvinnumennskunni í Þýskalandi. „Það hefur kannski komið mér mest á óvart hversu vel liðin eru mönnuð og þá á ég við öll liðin. Maður vissi að þessi topplið væru mjög vel mönnuð en í rauninni eru öll liðin í deildinni vel mönnuð.“ Lübbecke er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik af þeim tíu sem búnir eru á tímabilinu. Birkir Ívar deilir markvarðarstöðunni með þýska markverðinum Torsten Friedrich. „Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að tæki tíma fyrir mig að komast inn í deildina. Ég var búinn að gera ákveðið plan um að gefa mér smá tíma til að komast inn í spilamennskuna hérna og sá tímapunktur er að fara að koma. Ég er nokkuð ánægður með tvo síðustu leiki hjá mér þannig að þetta er allt á uppleið. Við skiptum þessu á milli okkar en markvörðurinn sem er með mér hefur spilað ívið meira en ég.“ Birkir Ívar sagði að ekki væri lagt meiri áhersla á markmannsþjálfun þarna úti en hér heima. „Hérna er það bara þannig að menn eru keyptir af því að þeir geta eitthvað og þeir eiga bara að sýna það. Menn eiga bara að kunna sitt fag.“ HM í handbolta er í Þýskalandi í janúar og Birkir Ívar verður væntanlega í eldlínunni þar. „Við Íslendingar erum með vel mannað lið í öllum stöðum og erum með góðan þjálfara. Við erum líka með ungt lið sem er samt með reynslu. Ef við náum að halda lykilmönnum eins og Óla Stefáns ómeiddum, þá eigum við alveg að geta eitthvað á þessu móti,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Sjá meira