Átta sækjast eftir þremur þingsætum 10. nóvember 2006 01:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sækist ein eftir fyrsta sætinu í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson alþingismaður getur gengið að öðru sætinu vísu. Hart er barist um næstu sæti á listanum. Sjálfstæðisflokkurinn á sex þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn fékk fimm menn kjörna í síðustu kosningum og honum bættist einn þingmaður árið 2005 þegar Gunnar Örn Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert þeirra sem skipuðu þrjú efstu sætin í síðustu kosningum eru nú í framboði í kjördæminu. Árni M. Mathiesen færði sig yfir í Suðurkjördæmi, Gunnar I. Birgisson lét af þingmennsku á kjörtímabilinu og varð bæjarstjóri í Kópavogi og Sigríður Anna Þórðardóttir sækist ekki eftir endurkjöri. Það gera hins vegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir sem tók sæti Gunnars Birgissonar á þingi. Sigurrós sækist eftir fjórða sætinu, líkt og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Bryndís Haraldsdóttir varaþingmaður sem stefnir á 4.-5. sæti. Fimmta sætið ætti að heita öruggt þingsæti og raunar sýnir nýleg skoðanakönnun að Sjálfstæðisflokkurinn geti jafnvel vænst sjö þingmanna í kjördæminu. Um þriðja sætið bítast Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Bæði eru sjóuð í sveitarstjórnarmálum en reyna nú fyrir sér í landsmálunum og stefna á öruggt þingsæti. Árni Þór Helgason arkitekt og Pétur Árni Jónsson skattaráðgjafi gefa kost á sér í fimmta sæti listans og Steinunn Guðnadóttir íþróttakennari í sjötta sætið. Prófkjörið fer fram á morgun og er kosið í öllum sex bæjarfélögum kjördæmisins. Hefst kjörfundur klukkan níu og stendur til 18. Þá er fyrstu talna að vænta. Tæplega 16.500 kusu Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn á sex þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn fékk fimm menn kjörna í síðustu kosningum og honum bættist einn þingmaður árið 2005 þegar Gunnar Örn Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert þeirra sem skipuðu þrjú efstu sætin í síðustu kosningum eru nú í framboði í kjördæminu. Árni M. Mathiesen færði sig yfir í Suðurkjördæmi, Gunnar I. Birgisson lét af þingmennsku á kjörtímabilinu og varð bæjarstjóri í Kópavogi og Sigríður Anna Þórðardóttir sækist ekki eftir endurkjöri. Það gera hins vegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir sem tók sæti Gunnars Birgissonar á þingi. Sigurrós sækist eftir fjórða sætinu, líkt og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Bryndís Haraldsdóttir varaþingmaður sem stefnir á 4.-5. sæti. Fimmta sætið ætti að heita öruggt þingsæti og raunar sýnir nýleg skoðanakönnun að Sjálfstæðisflokkurinn geti jafnvel vænst sjö þingmanna í kjördæminu. Um þriðja sætið bítast Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Bæði eru sjóuð í sveitarstjórnarmálum en reyna nú fyrir sér í landsmálunum og stefna á öruggt þingsæti. Árni Þór Helgason arkitekt og Pétur Árni Jónsson skattaráðgjafi gefa kost á sér í fimmta sæti listans og Steinunn Guðnadóttir íþróttakennari í sjötta sætið. Prófkjörið fer fram á morgun og er kosið í öllum sex bæjarfélögum kjördæmisins. Hefst kjörfundur klukkan níu og stendur til 18. Þá er fyrstu talna að vænta. Tæplega 16.500 kusu Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum.
Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira