Sjötíu prósent vilja frekari takmarkanir á dvalarleyfum 10. nóvember 2006 03:30 Mikill meirihluti, eða 73,1 prósent telur að takmarka þurfi frekar veitingu dvalarleyfa til útlendinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudaginn. 26,9 prósent telja að þess þurfi ekki. Þá segir þriðjungur, eða 32,9 prósent, að fjöldi útlendinga á Íslandi sé mikið vandamál hér á landi. Tveir þriðju svarenda telja hins vegar að vandamálið sé lítið eða ekkert. Minnsti hópurinn, eða 23,6 prósent, telur að fjöldinn sé ekkert vandamál. 43,6 prósent telja vandamálið lítið. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist viss um að umræða síðustu daga hafi villt fólki sýn. „Ég held að ef fólk lítur í kringum sig þá sé líklegt að fáir komi auga á mikil vandamál," segir Einar. „Til dæmis hefur komið fram að hlutfallslega eru íslenskir ríkisborgarar líklegri til að fremja afbrot en erlendir ríkisborgarar." Varðandi dvalarleyfin segist Einar telja að almennt skorti fólki þekkingu á fyrirkomulagi á veitingu slíkra leyfa. „Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu mörgum er hafnað. Eins og umræðan hefur verið síðustu daga má álykta að allir fái leyfi en það er ekki þannig. Hundruðum umsækjenda hefur verið hafnað á síðustu mánuðum, þá aðallega fólki sem kemur frá löndum utan EES-svæðisins." Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur segir niðurstöðuna kannski sýna að fólki finnist nóg um fjölda útlendinga á Íslandi. „Það er erfiðara að túlka hvað fólk vill að verði gert," segir Birgir. „Það getur verið að fólk hafi áhyggjur af því að fjöldi útlendinga breyti þjóðinni eða þeim fylgi glæpir. Þetta sé ógn og spilling erlendis frá sem leggist á þjóðarlíkamann og spilli honum." Hann segir þó erfitt að segja til um hve hræðslan vegi þar mikið. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Mikill meirihluti, eða 73,1 prósent telur að takmarka þurfi frekar veitingu dvalarleyfa til útlendinga. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudaginn. 26,9 prósent telja að þess þurfi ekki. Þá segir þriðjungur, eða 32,9 prósent, að fjöldi útlendinga á Íslandi sé mikið vandamál hér á landi. Tveir þriðju svarenda telja hins vegar að vandamálið sé lítið eða ekkert. Minnsti hópurinn, eða 23,6 prósent, telur að fjöldinn sé ekkert vandamál. 43,6 prósent telja vandamálið lítið. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist viss um að umræða síðustu daga hafi villt fólki sýn. „Ég held að ef fólk lítur í kringum sig þá sé líklegt að fáir komi auga á mikil vandamál," segir Einar. „Til dæmis hefur komið fram að hlutfallslega eru íslenskir ríkisborgarar líklegri til að fremja afbrot en erlendir ríkisborgarar." Varðandi dvalarleyfin segist Einar telja að almennt skorti fólki þekkingu á fyrirkomulagi á veitingu slíkra leyfa. „Ég velti því fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir hversu mörgum er hafnað. Eins og umræðan hefur verið síðustu daga má álykta að allir fái leyfi en það er ekki þannig. Hundruðum umsækjenda hefur verið hafnað á síðustu mánuðum, þá aðallega fólki sem kemur frá löndum utan EES-svæðisins." Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur segir niðurstöðuna kannski sýna að fólki finnist nóg um fjölda útlendinga á Íslandi. „Það er erfiðara að túlka hvað fólk vill að verði gert," segir Birgir. „Það getur verið að fólk hafi áhyggjur af því að fjöldi útlendinga breyti þjóðinni eða þeim fylgi glæpir. Þetta sé ógn og spilling erlendis frá sem leggist á þjóðarlíkamann og spilli honum." Hann segir þó erfitt að segja til um hve hræðslan vegi þar mikið.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira