Tálmar úr plasti komi í stað steypuklumpanna 14. nóvember 2006 04:00 tálmar úr plasti og steypu Mun betra er að sjá vegatálma úr rauða og hvita plastinu en steyputálmana sem falla nánast inn í umhverfið. mynd/borgarplast „Það vantar bara að taka ákvörðun,“ segir Tryggvi Sveinbjörnsson, markaðsstjóri Borgarplasts, sem gagnrýnir áhugaleysi yfirvalda og verktaka á plast-vegatálmum sem fyrirtækið framleiðir. Tveir Pólverjar hafa nú verið úrskurðaðir í farbann. Þeir höfðu stöðu sakbornings við yfirheyrslur í kjölfar þess að landi þeirra lést eftir að bíl þeirra var á laugardagskvöld ekið á vegatálma úr steypu á Reykjanesbraut. Áhöld eru um það hver mannanna ók bílnum og hvort ökumaðurinn hafi verið drukkinn og ekið of greitt. Telja má sennilegt að betur hefði farið hefði vegatálminn verið úr plasti en ekki steypu. Tryggvi hjá Borgarplasti segir að frá árinu 2003 hafi fyrirtækið boðið upp á vegatálma úr plasti sem fylltir eru með vatni til þyngingar. Hann segir að erlendis tíðkist ekki að nota steypta tálma nema á átakasvæðum. Að sögn Tryggva voru tálmar Borgarplasts upphaflega hannaðir í samráði við Vegagerðina, lögreglu og umferðarráð. Áhuginn fyrir framleiðslunni hafi hins vegar reynst lítill þegar á reyndi. „Plasttálmarnir hafa ekki náð fótfestu. Skýringin er annars vegar sú að það skortir að setja reglur um vegatálma og hins vegar að framkvæmdaaðilar eru að skiptast á þessum steyputálmum sem dúkka upp á hverjum staðnum eftir annan,“ segir Tryggvi. Að áliti Tryggva er brýnt að búa þannig um hnútana að plasttálmar séu notaðir miklu meira en nú sé gert. Þótt þeir séu ef til vill dýrari í upphafi þá borgi þeir sig á endanum. Plasttálmarnir séu miklu sýnilegri en steyputálmarnir. Einnig skemmast bílar ekki eins mikið við að lenda á þeim og það stórminnki slysahættu. „Við höfum keypt svolítið af þessum plasttálmum og erum meðmæltir þeim enda studdum við þetta framtak á sínum tíma,“ segir Björn Ólafsson hjá Vegagerðinni. Björn segir að hins vegar séu menn gjarnan að rugla saman merkingum við vinnustaði og girðingum sem ætlaðar séu til að verja þá menn sem eru að störfum á svæðinu. Plasttálmarnir séu góðir en eigi kannski ekki alls staðar við: „Það er ekki gott ef menn keyra beint í gegnum þetta og á mannskap sem er bak við. Það verður að horfa á þetta í réttu samhengi." Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Það vantar bara að taka ákvörðun,“ segir Tryggvi Sveinbjörnsson, markaðsstjóri Borgarplasts, sem gagnrýnir áhugaleysi yfirvalda og verktaka á plast-vegatálmum sem fyrirtækið framleiðir. Tveir Pólverjar hafa nú verið úrskurðaðir í farbann. Þeir höfðu stöðu sakbornings við yfirheyrslur í kjölfar þess að landi þeirra lést eftir að bíl þeirra var á laugardagskvöld ekið á vegatálma úr steypu á Reykjanesbraut. Áhöld eru um það hver mannanna ók bílnum og hvort ökumaðurinn hafi verið drukkinn og ekið of greitt. Telja má sennilegt að betur hefði farið hefði vegatálminn verið úr plasti en ekki steypu. Tryggvi hjá Borgarplasti segir að frá árinu 2003 hafi fyrirtækið boðið upp á vegatálma úr plasti sem fylltir eru með vatni til þyngingar. Hann segir að erlendis tíðkist ekki að nota steypta tálma nema á átakasvæðum. Að sögn Tryggva voru tálmar Borgarplasts upphaflega hannaðir í samráði við Vegagerðina, lögreglu og umferðarráð. Áhuginn fyrir framleiðslunni hafi hins vegar reynst lítill þegar á reyndi. „Plasttálmarnir hafa ekki náð fótfestu. Skýringin er annars vegar sú að það skortir að setja reglur um vegatálma og hins vegar að framkvæmdaaðilar eru að skiptast á þessum steyputálmum sem dúkka upp á hverjum staðnum eftir annan,“ segir Tryggvi. Að áliti Tryggva er brýnt að búa þannig um hnútana að plasttálmar séu notaðir miklu meira en nú sé gert. Þótt þeir séu ef til vill dýrari í upphafi þá borgi þeir sig á endanum. Plasttálmarnir séu miklu sýnilegri en steyputálmarnir. Einnig skemmast bílar ekki eins mikið við að lenda á þeim og það stórminnki slysahættu. „Við höfum keypt svolítið af þessum plasttálmum og erum meðmæltir þeim enda studdum við þetta framtak á sínum tíma,“ segir Björn Ólafsson hjá Vegagerðinni. Björn segir að hins vegar séu menn gjarnan að rugla saman merkingum við vinnustaði og girðingum sem ætlaðar séu til að verja þá menn sem eru að störfum á svæðinu. Plasttálmarnir séu góðir en eigi kannski ekki alls staðar við: „Það er ekki gott ef menn keyra beint í gegnum þetta og á mannskap sem er bak við. Það verður að horfa á þetta í réttu samhengi."
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira