Tálmar úr plasti komi í stað steypuklumpanna 14. nóvember 2006 04:00 tálmar úr plasti og steypu Mun betra er að sjá vegatálma úr rauða og hvita plastinu en steyputálmana sem falla nánast inn í umhverfið. mynd/borgarplast „Það vantar bara að taka ákvörðun,“ segir Tryggvi Sveinbjörnsson, markaðsstjóri Borgarplasts, sem gagnrýnir áhugaleysi yfirvalda og verktaka á plast-vegatálmum sem fyrirtækið framleiðir. Tveir Pólverjar hafa nú verið úrskurðaðir í farbann. Þeir höfðu stöðu sakbornings við yfirheyrslur í kjölfar þess að landi þeirra lést eftir að bíl þeirra var á laugardagskvöld ekið á vegatálma úr steypu á Reykjanesbraut. Áhöld eru um það hver mannanna ók bílnum og hvort ökumaðurinn hafi verið drukkinn og ekið of greitt. Telja má sennilegt að betur hefði farið hefði vegatálminn verið úr plasti en ekki steypu. Tryggvi hjá Borgarplasti segir að frá árinu 2003 hafi fyrirtækið boðið upp á vegatálma úr plasti sem fylltir eru með vatni til þyngingar. Hann segir að erlendis tíðkist ekki að nota steypta tálma nema á átakasvæðum. Að sögn Tryggva voru tálmar Borgarplasts upphaflega hannaðir í samráði við Vegagerðina, lögreglu og umferðarráð. Áhuginn fyrir framleiðslunni hafi hins vegar reynst lítill þegar á reyndi. „Plasttálmarnir hafa ekki náð fótfestu. Skýringin er annars vegar sú að það skortir að setja reglur um vegatálma og hins vegar að framkvæmdaaðilar eru að skiptast á þessum steyputálmum sem dúkka upp á hverjum staðnum eftir annan,“ segir Tryggvi. Að áliti Tryggva er brýnt að búa þannig um hnútana að plasttálmar séu notaðir miklu meira en nú sé gert. Þótt þeir séu ef til vill dýrari í upphafi þá borgi þeir sig á endanum. Plasttálmarnir séu miklu sýnilegri en steyputálmarnir. Einnig skemmast bílar ekki eins mikið við að lenda á þeim og það stórminnki slysahættu. „Við höfum keypt svolítið af þessum plasttálmum og erum meðmæltir þeim enda studdum við þetta framtak á sínum tíma,“ segir Björn Ólafsson hjá Vegagerðinni. Björn segir að hins vegar séu menn gjarnan að rugla saman merkingum við vinnustaði og girðingum sem ætlaðar séu til að verja þá menn sem eru að störfum á svæðinu. Plasttálmarnir séu góðir en eigi kannski ekki alls staðar við: „Það er ekki gott ef menn keyra beint í gegnum þetta og á mannskap sem er bak við. Það verður að horfa á þetta í réttu samhengi." Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
„Það vantar bara að taka ákvörðun,“ segir Tryggvi Sveinbjörnsson, markaðsstjóri Borgarplasts, sem gagnrýnir áhugaleysi yfirvalda og verktaka á plast-vegatálmum sem fyrirtækið framleiðir. Tveir Pólverjar hafa nú verið úrskurðaðir í farbann. Þeir höfðu stöðu sakbornings við yfirheyrslur í kjölfar þess að landi þeirra lést eftir að bíl þeirra var á laugardagskvöld ekið á vegatálma úr steypu á Reykjanesbraut. Áhöld eru um það hver mannanna ók bílnum og hvort ökumaðurinn hafi verið drukkinn og ekið of greitt. Telja má sennilegt að betur hefði farið hefði vegatálminn verið úr plasti en ekki steypu. Tryggvi hjá Borgarplasti segir að frá árinu 2003 hafi fyrirtækið boðið upp á vegatálma úr plasti sem fylltir eru með vatni til þyngingar. Hann segir að erlendis tíðkist ekki að nota steypta tálma nema á átakasvæðum. Að sögn Tryggva voru tálmar Borgarplasts upphaflega hannaðir í samráði við Vegagerðina, lögreglu og umferðarráð. Áhuginn fyrir framleiðslunni hafi hins vegar reynst lítill þegar á reyndi. „Plasttálmarnir hafa ekki náð fótfestu. Skýringin er annars vegar sú að það skortir að setja reglur um vegatálma og hins vegar að framkvæmdaaðilar eru að skiptast á þessum steyputálmum sem dúkka upp á hverjum staðnum eftir annan,“ segir Tryggvi. Að áliti Tryggva er brýnt að búa þannig um hnútana að plasttálmar séu notaðir miklu meira en nú sé gert. Þótt þeir séu ef til vill dýrari í upphafi þá borgi þeir sig á endanum. Plasttálmarnir séu miklu sýnilegri en steyputálmarnir. Einnig skemmast bílar ekki eins mikið við að lenda á þeim og það stórminnki slysahættu. „Við höfum keypt svolítið af þessum plasttálmum og erum meðmæltir þeim enda studdum við þetta framtak á sínum tíma,“ segir Björn Ólafsson hjá Vegagerðinni. Björn segir að hins vegar séu menn gjarnan að rugla saman merkingum við vinnustaði og girðingum sem ætlaðar séu til að verja þá menn sem eru að störfum á svæðinu. Plasttálmarnir séu góðir en eigi kannski ekki alls staðar við: „Það er ekki gott ef menn keyra beint í gegnum þetta og á mannskap sem er bak við. Það verður að horfa á þetta í réttu samhengi."
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira