Kærir kynþáttafordóma 14. nóvember 2006 07:00 Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás til lögreglunnar í Kópavogi, þar sem fimm piltar koma við sögu. Nokkrir þeirra, eða allir, réðust að honum við verslun í Kópavogi og gengu í skrokk á honum. Maðurinn, sem er frá Portúgal en hefur verið búsettur hér um nokkurt skeið, kærði líkamsárásina sem slíka en jafnframt að hún hefði verið gerð á forsendum kynþáttafordóma. Maðurinn fór í verslunina 10-11 við Engihjalla á á laugardagskvöldið fyrir rúmri viku til að kaupa hluti sem hann vanhagaði um. Þegar hann kom inn í verslunina voru piltarnir þar fyrir. Þeir gerðu hróp að honum og hreyttu í hann ónotum og svívirðingum sem meðal annars vörðuðu útlendingslegt útlit hans. Eftir því sem næst verður komist skipuðu þeir honum að snauta heim og viðhöfðu fleiri ummæli sem beindust að því að hann væri útlendingur og ætti að hafa sig á burt. Maðurinn fór við svo búið út úr versluninni. Ekki er með öllu ljóst hvað gerðist á planinu fyrir framan verslunarmiðstöðina, en maðurinn segir að piltarnir hafi ráðist að sér þar og gengið í skrokk á sér. Hann flúði aftur inn í verslunina, en þá hafði afgreiðslumaðurinn áttað sig á því að ekki væri allt með felldu og ýtt á öryggishnapp við kassann. Hnappurinn er beintengdur við lögregluna sem kom skömmu síðar á vettvang. Rannsókn lögreglunnar er vel á veg komin, en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins neita piltarnir að hafa haft uppi kynþáttafordóma og ráðist á manninn af þeim sökum. Á myndum úr öryggismyndavél í versluninni mátti sjá að maðurinn og piltarnir höfðu verið inni í versluninni en engin átök voru sjáanleg þar. Maðurinn sem kærði árásina á íslenska eiginkonu og barn hér á landi. Hann var marinn og lerkaður eftir árásina. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás til lögreglunnar í Kópavogi, þar sem fimm piltar koma við sögu. Nokkrir þeirra, eða allir, réðust að honum við verslun í Kópavogi og gengu í skrokk á honum. Maðurinn, sem er frá Portúgal en hefur verið búsettur hér um nokkurt skeið, kærði líkamsárásina sem slíka en jafnframt að hún hefði verið gerð á forsendum kynþáttafordóma. Maðurinn fór í verslunina 10-11 við Engihjalla á á laugardagskvöldið fyrir rúmri viku til að kaupa hluti sem hann vanhagaði um. Þegar hann kom inn í verslunina voru piltarnir þar fyrir. Þeir gerðu hróp að honum og hreyttu í hann ónotum og svívirðingum sem meðal annars vörðuðu útlendingslegt útlit hans. Eftir því sem næst verður komist skipuðu þeir honum að snauta heim og viðhöfðu fleiri ummæli sem beindust að því að hann væri útlendingur og ætti að hafa sig á burt. Maðurinn fór við svo búið út úr versluninni. Ekki er með öllu ljóst hvað gerðist á planinu fyrir framan verslunarmiðstöðina, en maðurinn segir að piltarnir hafi ráðist að sér þar og gengið í skrokk á sér. Hann flúði aftur inn í verslunina, en þá hafði afgreiðslumaðurinn áttað sig á því að ekki væri allt með felldu og ýtt á öryggishnapp við kassann. Hnappurinn er beintengdur við lögregluna sem kom skömmu síðar á vettvang. Rannsókn lögreglunnar er vel á veg komin, en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins neita piltarnir að hafa haft uppi kynþáttafordóma og ráðist á manninn af þeim sökum. Á myndum úr öryggismyndavél í versluninni mátti sjá að maðurinn og piltarnir höfðu verið inni í versluninni en engin átök voru sjáanleg þar. Maðurinn sem kærði árásina á íslenska eiginkonu og barn hér á landi. Hann var marinn og lerkaður eftir árásina.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira