Starfsmenn RÚV óttast réttindamissi 15. nóvember 2006 06:45 Starfsmenn Ríkisútvarpsins óttast réttindamissi verði frumvarp um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi að lögum óbreytt. Starfsmenn hafa lengi reynt að fá svör við því hvernig réttindi þeirra verða tryggð, án þess að fá svör. Starfsmenn segjast vera í algjörri óvissu um réttindamál sín og telja það illa meðferð að fá ekki svör við því hvað fram undan sé. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna sendu Páli Magnússyni útvarpsstjóra í gær. G. Pétur Matthíasson, fréttamaður og trúnaðarmaður starfsmanna RÚV, segir að starfsmenn séu að átta sig á að fram undan séu miklar breytingar. „Fólk sér líka að engin skýr tilmæli eru um það í frumvarpinu hvað tekur við. Það er algjörlega óljóst. Mér finnst að menn eigi að koma hreint fram við starfsmenn sem þeir ætla að ráða hér til starfa á ný.“ Í bréfinu segir að láglaunastefna RÚV hafi gjarnan verið réttlætt með því að opinberir starfsmenn njóti betri réttinda en starfsmenn á almennum markaði og að nú líti út fyrir að þessi réttindi falli niður án bóta eða tryggingar að réttindin haldi sér. Páll Magnússon útvarpsstjóri segist ekki hafa umboð til að gefa yfirlýsingar um réttindamál starfsmanna fyrir félag sem ekki hefur verið stofnað og segir starfs-anda fyrirtækisins góðan. „En ég skil að fólk velti fyrir sér þessum breytingum. Það er eðlilegt að fólk sé uggandi um sinn hag en ég er sannfærður um að þetta verður leyst á farsælan hátt. Fólk ætti ekki að óttast þessar breytingar heldur frekar fagna þeim tækifærum sem í þeim kunna að felast.“ Spurð um réttindamál starfsmanna Ríkisútvarpsins segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að málið sé til meðferðar hjá menntamálanefnd sem muni fara yfir réttindamál starfsmanna. „Málið mun fá sinn eðlilega framgang en ætlunin er að sjálfsögðu að réttindi starfsmanna Ríkisútvarpsins haldist.“ Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins óttast réttindamissi verði frumvarp um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi að lögum óbreytt. Starfsmenn hafa lengi reynt að fá svör við því hvernig réttindi þeirra verða tryggð, án þess að fá svör. Starfsmenn segjast vera í algjörri óvissu um réttindamál sín og telja það illa meðferð að fá ekki svör við því hvað fram undan sé. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna sendu Páli Magnússyni útvarpsstjóra í gær. G. Pétur Matthíasson, fréttamaður og trúnaðarmaður starfsmanna RÚV, segir að starfsmenn séu að átta sig á að fram undan séu miklar breytingar. „Fólk sér líka að engin skýr tilmæli eru um það í frumvarpinu hvað tekur við. Það er algjörlega óljóst. Mér finnst að menn eigi að koma hreint fram við starfsmenn sem þeir ætla að ráða hér til starfa á ný.“ Í bréfinu segir að láglaunastefna RÚV hafi gjarnan verið réttlætt með því að opinberir starfsmenn njóti betri réttinda en starfsmenn á almennum markaði og að nú líti út fyrir að þessi réttindi falli niður án bóta eða tryggingar að réttindin haldi sér. Páll Magnússon útvarpsstjóri segist ekki hafa umboð til að gefa yfirlýsingar um réttindamál starfsmanna fyrir félag sem ekki hefur verið stofnað og segir starfs-anda fyrirtækisins góðan. „En ég skil að fólk velti fyrir sér þessum breytingum. Það er eðlilegt að fólk sé uggandi um sinn hag en ég er sannfærður um að þetta verður leyst á farsælan hátt. Fólk ætti ekki að óttast þessar breytingar heldur frekar fagna þeim tækifærum sem í þeim kunna að felast.“ Spurð um réttindamál starfsmanna Ríkisútvarpsins segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að málið sé til meðferðar hjá menntamálanefnd sem muni fara yfir réttindamál starfsmanna. „Málið mun fá sinn eðlilega framgang en ætlunin er að sjálfsögðu að réttindi starfsmanna Ríkisútvarpsins haldist.“
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira