Ofbeldi Ísraelshers í Palestínu fordæmt 15. nóvember 2006 06:45 Frá mótmælunum Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína, fór fremstur í stórum hópi mótmælenda í gær. Það var mál manna að slíta ætti stjórnmálasambandi við Ísrael ef framganga þeirra breyttist ekki í Palestínu.fréttablaðið/gva MYND/GVA Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenti Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna árásar Ísraelshers á íbúðahverfi í Beit Hanoun á Gaza fyrir viku á fundi þeirra í utanríkisráðuneytinu í gær. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni og þar af tíu börn. Félagið Ísland – Palestína stóð fyrir mótmælum vegna fundar Valgerðar og sendiherrans og tóku á annað hundrað manns þátt í mótmælastöðunni sem fór friðsamlega fram. Valgerður sagði eftir fundinn að hún hefði komið á framfæri við sendiherrann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að þau virði rétt Ísraels til að verjast eins og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum, en aðgerðir þeirra í Beit Hanoun hafi eingöngu verið til þess að hella olíu á eldinn og gera ástandið á svæðinu enn verra en verið hefur að undanförnu. Valgerður segir að sendiherrann ætli að koma bréfi stjórnvalda til Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og ítrekaði afstöðu ísraelskra stjórnvalda um að atvikið í Beit Hanoun hafi ekki verið að yfirlögðu ráði heldur hafi verið gerð tæknileg mistök. Aðspurð um þessa skýringu sendiherrans á atvikinu sagði Valgerður. „Ég sagði henni að mér þætti erfitt að tala um svo alvarlega hluti sem tæknileg mistök en ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Mér finnst það ekki afsökun en þetta getur verið útskýring.“ Félagið Ísland – Palestína hugðist afhenda sendiherra Ísraels mótmælabréf en þar sem Shomrat kom til fundarins fyrr en áætlað var og yfirgaf utanríkisráðuneytið eftir fundinn bakdyramegin gafst Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins, ekki tækifæri til þess. Í stuttu ávarpi Sveins Rúnars, sem byggt var á bréfinu sem afhenda átti sendiherranum, kom fram að félagið fordæmir fjöldamorðin í Beit Hanoun og að „hópmorð á stórri fjölskyldu, þar sem 18 manns létu lífið, þar af flest konur og börn“, kalli ofbeldismennirnir „tæknileg mistök“. Í ávarpi sínu minnti Sveinn Rúnar á að atvikið komi í framhaldi af mörgum af svipuðum toga og að hernám Ísraels á Gaza birtist í aftökum fólks, eyðileggingu heimila og möguleika fólks til lífsbjargar. Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenti Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda vegna árásar Ísraelshers á íbúðahverfi í Beit Hanoun á Gaza fyrir viku á fundi þeirra í utanríkisráðuneytinu í gær. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni og þar af tíu börn. Félagið Ísland – Palestína stóð fyrir mótmælum vegna fundar Valgerðar og sendiherrans og tóku á annað hundrað manns þátt í mótmælastöðunni sem fór friðsamlega fram. Valgerður sagði eftir fundinn að hún hefði komið á framfæri við sendiherrann þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að þau virði rétt Ísraels til að verjast eins og annarra þjóða samkvæmt alþjóðalögum, en aðgerðir þeirra í Beit Hanoun hafi eingöngu verið til þess að hella olíu á eldinn og gera ástandið á svæðinu enn verra en verið hefur að undanförnu. Valgerður segir að sendiherrann ætli að koma bréfi stjórnvalda til Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, og ítrekaði afstöðu ísraelskra stjórnvalda um að atvikið í Beit Hanoun hafi ekki verið að yfirlögðu ráði heldur hafi verið gerð tæknileg mistök. Aðspurð um þessa skýringu sendiherrans á atvikinu sagði Valgerður. „Ég sagði henni að mér þætti erfitt að tala um svo alvarlega hluti sem tæknileg mistök en ég get ekki neitað því að hún fari þar með rétt mál. Mér finnst það ekki afsökun en þetta getur verið útskýring.“ Félagið Ísland – Palestína hugðist afhenda sendiherra Ísraels mótmælabréf en þar sem Shomrat kom til fundarins fyrr en áætlað var og yfirgaf utanríkisráðuneytið eftir fundinn bakdyramegin gafst Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins, ekki tækifæri til þess. Í stuttu ávarpi Sveins Rúnars, sem byggt var á bréfinu sem afhenda átti sendiherranum, kom fram að félagið fordæmir fjöldamorðin í Beit Hanoun og að „hópmorð á stórri fjölskyldu, þar sem 18 manns létu lífið, þar af flest konur og börn“, kalli ofbeldismennirnir „tæknileg mistök“. Í ávarpi sínu minnti Sveinn Rúnar á að atvikið komi í framhaldi af mörgum af svipuðum toga og að hernám Ísraels á Gaza birtist í aftökum fólks, eyðileggingu heimila og möguleika fólks til lífsbjargar.
Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira