Bylting í gerð kvikmynda 15. nóvember 2006 06:15 Frá undirritun Kvikmyndagerðarmenn og ráðherrar töluðu um tímamót í íslenskri kvikmyndagerð við undirritun samkomulagsins. MYND/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í gær, ásamt fulltrúum Samtaka kvikmyndagerðarmanna, samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi eykst úr 372 milljónum á yfirstandandi ári í 700 milljónir árið 2010. Í samkomulaginu segir að stefnt skuli að því að árlega verði gerðar ekki færri en fjórar leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd og að hlutfall framleiðslustyrks úr Kvikmyndasjóði af kostnaðaráætlun sé 50 prósent í stað 40 prósenta eins og nú er. Sérstaka áherslu á að leggja á gerð barna- og fjölskyldumynda og stuðningi við stuttmynda- og heimildamyndagerð verður haldið áfram. Í samkomulaginu verður lögð áhersla á öflugan Sjónvarpssjóð sem ætlað er að efla framleiðslu á íslenskum þáttaröðum fyrir sjónvarp og gert er ráð fyrir að í lok samningstímans verði 125 milljónum varið til slíkra verkefna. Þorgerður Katrín var hæstánægð eftir að samkomulagið var undirritað og lýsti því yfir að dagurinn markaði tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. „Framtíðin er björt og við erum að taka stór skref fram á við. Við erum að varða veginn svo menningin okkar skili sér betur til komandi kynslóða. Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og ekki síst heimildamyndir stuðla að því að við eflum okkar þekkingu og fáum að njóta þess að horfa á góðar íslenskar myndir." Þorgerður leggur einnig áherslu á að þekkingariðnaðurinn sem tengist kvikmyndagerð eflist við þennan samning. Baltasar Kormákur hafði orð fyrir fulltrúum kvikmyndagerðarmanna við undirritun samningsins sem hann sagði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaráð sendi í gær frá sér ályktun þar sem samkomulaginu var fagnað. Þar segir að greininni sé tryggt fjármagn og henni gert kleift að styrkja innviði sína og stuðla að áframhaldandi þróun innlendrar kvikmyndagerðar. Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í gær, ásamt fulltrúum Samtaka kvikmyndagerðarmanna, samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi eykst úr 372 milljónum á yfirstandandi ári í 700 milljónir árið 2010. Í samkomulaginu segir að stefnt skuli að því að árlega verði gerðar ekki færri en fjórar leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd og að hlutfall framleiðslustyrks úr Kvikmyndasjóði af kostnaðaráætlun sé 50 prósent í stað 40 prósenta eins og nú er. Sérstaka áherslu á að leggja á gerð barna- og fjölskyldumynda og stuðningi við stuttmynda- og heimildamyndagerð verður haldið áfram. Í samkomulaginu verður lögð áhersla á öflugan Sjónvarpssjóð sem ætlað er að efla framleiðslu á íslenskum þáttaröðum fyrir sjónvarp og gert er ráð fyrir að í lok samningstímans verði 125 milljónum varið til slíkra verkefna. Þorgerður Katrín var hæstánægð eftir að samkomulagið var undirritað og lýsti því yfir að dagurinn markaði tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. „Framtíðin er björt og við erum að taka stór skref fram á við. Við erum að varða veginn svo menningin okkar skili sér betur til komandi kynslóða. Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og ekki síst heimildamyndir stuðla að því að við eflum okkar þekkingu og fáum að njóta þess að horfa á góðar íslenskar myndir." Þorgerður leggur einnig áherslu á að þekkingariðnaðurinn sem tengist kvikmyndagerð eflist við þennan samning. Baltasar Kormákur hafði orð fyrir fulltrúum kvikmyndagerðarmanna við undirritun samningsins sem hann sagði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaráð sendi í gær frá sér ályktun þar sem samkomulaginu var fagnað. Þar segir að greininni sé tryggt fjármagn og henni gert kleift að styrkja innviði sína og stuðla að áframhaldandi þróun innlendrar kvikmyndagerðar.
Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira