Þrjár fallnar forsendur 16. nóvember 2006 06:00 Veldi Sjálfstæðisflokksins (1929-) hefur frá fyrstu tíð hvílt á þrem meginforsendum. Sjálfstæðisflokkurinn tók í fyrsta lagi eindregna afstöðu gegn Sovétríkjunum (1917-1991) og alræðisskipulagi þeirra og stillti sér upp sem höfuðandstæðingi Kommúnistaflokksins (1930-38), Sósíalistaflokksins (1938-68) og Alþýðubandalagsins (1956-). Í annan stað tók Sjálfstæðisflokkurinn sér stöðu gegn Sambandi íslenzkra samvinnufélaga (1910-1992) og kaupfélögunum og tefldi fram einkaframtaki í andstöðu við samvinnuhreyfingu að hætti Framsóknarflokksins (1916-). Í þriðja lagi hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn stéttagrundvelli flokkaskiptingarinnar og höfðaði bæði til bænda og verkalýðs auk kaupsýslumanna og stórútgerðar. Sem launþegaflokkur stillti Sjálfstæðisflokkurinn sér að sumu leyti upp við hlið jafnaðarmanna í Alþýðuflokknum (1916-) og öðrum jafnaðarflokkum og varð stærsti flokkur landsins líkt og jafnaðarflokkar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar urðu flokka stærstir í þeim löndum og eru það enn. Þrálát sundurþykkja og aðrar veilur meðal andstæðinga Sjálfstæðisflokksins styrktu einnig stöðu flokksins. Þessar þrjár forsendur Sjálfstæðisflokksins eru nú allar fallnar. Sovétveldið hrundi 1989-91 og á sér nú enga formælendur. Áætlunarbúskapur í krafti einræðis eins og tíðkaðist í Sovétríkjunum er kominn á öskuhaugana. Einræði er einnig á undanhaldi um heiminn, en það lifir þó sums staðar enn í skjóli vopnavalds. Enginn stjórnmálaflokkur getur til lengdar byggt styrk sinn á andstöðu við fallinn óvin. Sambandsveldið hrundi um líkt leyti og Sovétríkin og sumpart af svipuðum ástæðum, það er að segja undan eigin þunga. Heilbrigðari markaðsbúskapur með jákvæðum raunvöxtum varð Sambandinu að falli, því að það hafði nær alla tíð nærzt á niðurgreiddum vöxtum, viðskiptahöftum og öðrum fylgifiskum þess markaðsfirrta búskaparlags, sem stjórnmálaflokkarnir báru allir sameiginlega en þó mismikla ábyrgð á. Þegar verðbólgan var loksins keyrð niður og jákvæðum raunvöxtum var komið á, svo að niðurgreitt lánsfé var ekki lengur í boði með gamla laginu, hlaut Sambandið að leggja upp laupana. Við þessi umskipti skapaðist að vísu nýr samvinnugrundvöllur handa Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, og þeir hafa setið saman í ríkisstjórn síðan 1995. Sambandslaus hefur Framsóknarflokkurinn þó veikzt til muna og er nú varla svipur hjá sjón. Aðdráttarafl Sjálfstæðisflokksins hlýtur einnig að minnka gagnvart frjálslyndum kjósendum, sem kvíða því, að Búlgaría og Rúmenía gangi inn í Evrópusambandið eftir nokkra mánuði og loki á eftir sér, án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni nokkur merki þess, að hann ætli að rakna úr rotinu, einn stórra evrópskra borgaraflokka. Ætli þeir séu enn að bíða eftir Albaníu? Samanlagt fylgi flokkanna tveggja, sem áratugum saman gátu reitt sig á tæpa tvo þriðju hluta atkvæða í kosningum, hefur dregizt svo saman, að það er nú komið niður í röskan helming - og stefnir niður fyrir helming í næstu alþingiskosningum, ef svo fer sem horfir. Þriðja forsendan er einnig fallin. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur hálfgerður jafnaðarflokkur eins og hann var, þegar kjörorðið „stétt með stétt" þótti hafa sannfærandi hljóm. Sjálfstæðisflokkurinn hefur breytzt í harðskeyttan ójafnaðarflokk. Um þetta má hafa margt til marks. Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að og ber því fulla ábyrgð á þeim mikla ójöfnuði, sem endurgjaldslaus úthlutun aflakvóta bar með sér gegn háværum andmælum. Þetta hefur flokkurinn viðurkennt í reynd með því að leiða lítils háttar veiðigjald í lög eftir dúk og disk, en uppgjöfinni fylgir þó engin sýnileg iðrun eða yfirbót. Þvert á móti hefur Sjálfstæðisflokkurinn beinlínis beitt sér fyrir auknum ójöfnuði með því til dæmis að lækka skatta á fjármagnstekjur langt niður fyrir skatta á launatekjur. Nýjar tölur ríkisskattstjóra sýna, að ójöfnuður hefur aukizt mjög síðustu ár, meira og örar en dæmi eru um í nálægum löndum. Í þessu ljósi þarf að skoða ítrekaðar útistöður Sjálfstæðisflokksins við aldraða, öryrkja og aðra, sem höllum fæti standa, enda virðast eldri borgarar nú stefna að framboði til alþingis einir eða með öðrum gagngert til að fella ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur teflt frá sér þeirri sérstöðu, sem fólst í gamla kjörorðinu „stétt með stétt". Veldi hans er í uppnámi. Og herinn er farinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun
Veldi Sjálfstæðisflokksins (1929-) hefur frá fyrstu tíð hvílt á þrem meginforsendum. Sjálfstæðisflokkurinn tók í fyrsta lagi eindregna afstöðu gegn Sovétríkjunum (1917-1991) og alræðisskipulagi þeirra og stillti sér upp sem höfuðandstæðingi Kommúnistaflokksins (1930-38), Sósíalistaflokksins (1938-68) og Alþýðubandalagsins (1956-). Í annan stað tók Sjálfstæðisflokkurinn sér stöðu gegn Sambandi íslenzkra samvinnufélaga (1910-1992) og kaupfélögunum og tefldi fram einkaframtaki í andstöðu við samvinnuhreyfingu að hætti Framsóknarflokksins (1916-). Í þriðja lagi hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn stéttagrundvelli flokkaskiptingarinnar og höfðaði bæði til bænda og verkalýðs auk kaupsýslumanna og stórútgerðar. Sem launþegaflokkur stillti Sjálfstæðisflokkurinn sér að sumu leyti upp við hlið jafnaðarmanna í Alþýðuflokknum (1916-) og öðrum jafnaðarflokkum og varð stærsti flokkur landsins líkt og jafnaðarflokkar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar urðu flokka stærstir í þeim löndum og eru það enn. Þrálát sundurþykkja og aðrar veilur meðal andstæðinga Sjálfstæðisflokksins styrktu einnig stöðu flokksins. Þessar þrjár forsendur Sjálfstæðisflokksins eru nú allar fallnar. Sovétveldið hrundi 1989-91 og á sér nú enga formælendur. Áætlunarbúskapur í krafti einræðis eins og tíðkaðist í Sovétríkjunum er kominn á öskuhaugana. Einræði er einnig á undanhaldi um heiminn, en það lifir þó sums staðar enn í skjóli vopnavalds. Enginn stjórnmálaflokkur getur til lengdar byggt styrk sinn á andstöðu við fallinn óvin. Sambandsveldið hrundi um líkt leyti og Sovétríkin og sumpart af svipuðum ástæðum, það er að segja undan eigin þunga. Heilbrigðari markaðsbúskapur með jákvæðum raunvöxtum varð Sambandinu að falli, því að það hafði nær alla tíð nærzt á niðurgreiddum vöxtum, viðskiptahöftum og öðrum fylgifiskum þess markaðsfirrta búskaparlags, sem stjórnmálaflokkarnir báru allir sameiginlega en þó mismikla ábyrgð á. Þegar verðbólgan var loksins keyrð niður og jákvæðum raunvöxtum var komið á, svo að niðurgreitt lánsfé var ekki lengur í boði með gamla laginu, hlaut Sambandið að leggja upp laupana. Við þessi umskipti skapaðist að vísu nýr samvinnugrundvöllur handa Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, og þeir hafa setið saman í ríkisstjórn síðan 1995. Sambandslaus hefur Framsóknarflokkurinn þó veikzt til muna og er nú varla svipur hjá sjón. Aðdráttarafl Sjálfstæðisflokksins hlýtur einnig að minnka gagnvart frjálslyndum kjósendum, sem kvíða því, að Búlgaría og Rúmenía gangi inn í Evrópusambandið eftir nokkra mánuði og loki á eftir sér, án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni nokkur merki þess, að hann ætli að rakna úr rotinu, einn stórra evrópskra borgaraflokka. Ætli þeir séu enn að bíða eftir Albaníu? Samanlagt fylgi flokkanna tveggja, sem áratugum saman gátu reitt sig á tæpa tvo þriðju hluta atkvæða í kosningum, hefur dregizt svo saman, að það er nú komið niður í röskan helming - og stefnir niður fyrir helming í næstu alþingiskosningum, ef svo fer sem horfir. Þriðja forsendan er einnig fallin. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur hálfgerður jafnaðarflokkur eins og hann var, þegar kjörorðið „stétt með stétt" þótti hafa sannfærandi hljóm. Sjálfstæðisflokkurinn hefur breytzt í harðskeyttan ójafnaðarflokk. Um þetta má hafa margt til marks. Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að og ber því fulla ábyrgð á þeim mikla ójöfnuði, sem endurgjaldslaus úthlutun aflakvóta bar með sér gegn háværum andmælum. Þetta hefur flokkurinn viðurkennt í reynd með því að leiða lítils háttar veiðigjald í lög eftir dúk og disk, en uppgjöfinni fylgir þó engin sýnileg iðrun eða yfirbót. Þvert á móti hefur Sjálfstæðisflokkurinn beinlínis beitt sér fyrir auknum ójöfnuði með því til dæmis að lækka skatta á fjármagnstekjur langt niður fyrir skatta á launatekjur. Nýjar tölur ríkisskattstjóra sýna, að ójöfnuður hefur aukizt mjög síðustu ár, meira og örar en dæmi eru um í nálægum löndum. Í þessu ljósi þarf að skoða ítrekaðar útistöður Sjálfstæðisflokksins við aldraða, öryrkja og aðra, sem höllum fæti standa, enda virðast eldri borgarar nú stefna að framboði til alþingis einir eða með öðrum gagngert til að fella ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur teflt frá sér þeirri sérstöðu, sem fólst í gamla kjörorðinu „stétt með stétt". Veldi hans er í uppnámi. Og herinn er farinn.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun