Neitar að tjá sig um málið 16. nóvember 2006 05:15 Árni Johnsen Neitaði að ræða ummæli sín þess efnis að brot hans væru tæknileg mistök. Árni Johnsen, sem á dögunum varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, neitaði að svara spurningum blaðamanns vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsfréttatíma Ríkisútvarpsins á þriðjudagskvöld, þess efnis að lögbrot hans hefðu verið „tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á". „Ég ætla ekki að ræða þetta. Þess í stað ætla ég að horfa fram á veginn," sagði Árni og ítrekaði að hann væri ekki tilbúinn til þess að svara spurningum blaðamanns um hvað hann ætti við með því að kalla 22 brot sín á almennum hegningarlögum tæknileg mistök. Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 vegna brotanna. Hann sagði af sér þingmennsku þegar upp komst um brotin árið 2001. Stóran hluta brota sinna framdi Árni er hann var formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki tilbúin til þess að svara því efnislega hvort það væri óheppilegt ef Árni Johnsen færi aftur að starfa í nefndum á vegum þingsins í ljósi reynslunnar frá fyrri tíð. „Árni tók út sína refsingu og fær möguleika til þess að reyna sig að nýju. Ég er ekki tilbúin að tjá mig um þetta neitt frekar," sagði Arnbjörg. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi í gær frá sér ályktun þar sem hún gerir þá kröfu til Árna Johsen að hann „sýni auðmýkt þegar hann ræðir um brot sín", eins og orðrétt segir í ályktuninni. Jafnframt er tekið fram að brot Árna hafi ekki verið tæknileg mistök heldur alvarleg og ámælisverð afbrot. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Árni Johnsen, sem á dögunum varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, neitaði að svara spurningum blaðamanns vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsfréttatíma Ríkisútvarpsins á þriðjudagskvöld, þess efnis að lögbrot hans hefðu verið „tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á". „Ég ætla ekki að ræða þetta. Þess í stað ætla ég að horfa fram á veginn," sagði Árni og ítrekaði að hann væri ekki tilbúinn til þess að svara spurningum blaðamanns um hvað hann ætti við með því að kalla 22 brot sín á almennum hegningarlögum tæknileg mistök. Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 vegna brotanna. Hann sagði af sér þingmennsku þegar upp komst um brotin árið 2001. Stóran hluta brota sinna framdi Árni er hann var formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki tilbúin til þess að svara því efnislega hvort það væri óheppilegt ef Árni Johnsen færi aftur að starfa í nefndum á vegum þingsins í ljósi reynslunnar frá fyrri tíð. „Árni tók út sína refsingu og fær möguleika til þess að reyna sig að nýju. Ég er ekki tilbúin að tjá mig um þetta neitt frekar," sagði Arnbjörg. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi í gær frá sér ályktun þar sem hún gerir þá kröfu til Árna Johsen að hann „sýni auðmýkt þegar hann ræðir um brot sín", eins og orðrétt segir í ályktuninni. Jafnframt er tekið fram að brot Árna hafi ekki verið tæknileg mistök heldur alvarleg og ámælisverð afbrot.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira