Neitar að tjá sig um málið 16. nóvember 2006 05:15 Árni Johnsen Neitaði að ræða ummæli sín þess efnis að brot hans væru tæknileg mistök. Árni Johnsen, sem á dögunum varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, neitaði að svara spurningum blaðamanns vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsfréttatíma Ríkisútvarpsins á þriðjudagskvöld, þess efnis að lögbrot hans hefðu verið „tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á". „Ég ætla ekki að ræða þetta. Þess í stað ætla ég að horfa fram á veginn," sagði Árni og ítrekaði að hann væri ekki tilbúinn til þess að svara spurningum blaðamanns um hvað hann ætti við með því að kalla 22 brot sín á almennum hegningarlögum tæknileg mistök. Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 vegna brotanna. Hann sagði af sér þingmennsku þegar upp komst um brotin árið 2001. Stóran hluta brota sinna framdi Árni er hann var formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki tilbúin til þess að svara því efnislega hvort það væri óheppilegt ef Árni Johnsen færi aftur að starfa í nefndum á vegum þingsins í ljósi reynslunnar frá fyrri tíð. „Árni tók út sína refsingu og fær möguleika til þess að reyna sig að nýju. Ég er ekki tilbúin að tjá mig um þetta neitt frekar," sagði Arnbjörg. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi í gær frá sér ályktun þar sem hún gerir þá kröfu til Árna Johsen að hann „sýni auðmýkt þegar hann ræðir um brot sín", eins og orðrétt segir í ályktuninni. Jafnframt er tekið fram að brot Árna hafi ekki verið tæknileg mistök heldur alvarleg og ámælisverð afbrot. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Árni Johnsen, sem á dögunum varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, neitaði að svara spurningum blaðamanns vegna ummæla sem hann lét falla í sjónvarpsfréttatíma Ríkisútvarpsins á þriðjudagskvöld, þess efnis að lögbrot hans hefðu verið „tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á". „Ég ætla ekki að ræða þetta. Þess í stað ætla ég að horfa fram á veginn," sagði Árni og ítrekaði að hann væri ekki tilbúinn til þess að svara spurningum blaðamanns um hvað hann ætti við með því að kalla 22 brot sín á almennum hegningarlögum tæknileg mistök. Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 vegna brotanna. Hann sagði af sér þingmennsku þegar upp komst um brotin árið 2001. Stóran hluta brota sinna framdi Árni er hann var formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki tilbúin til þess að svara því efnislega hvort það væri óheppilegt ef Árni Johnsen færi aftur að starfa í nefndum á vegum þingsins í ljósi reynslunnar frá fyrri tíð. „Árni tók út sína refsingu og fær möguleika til þess að reyna sig að nýju. Ég er ekki tilbúin að tjá mig um þetta neitt frekar," sagði Arnbjörg. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi í gær frá sér ályktun þar sem hún gerir þá kröfu til Árna Johsen að hann „sýni auðmýkt þegar hann ræðir um brot sín", eins og orðrétt segir í ályktuninni. Jafnframt er tekið fram að brot Árna hafi ekki verið tæknileg mistök heldur alvarleg og ámælisverð afbrot.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira