Börn allt niður í níu ára í sjálfsvígshættu 16. nóvember 2006 06:15 barna- og unglingageðdeild Algengasti aldur þeirra sem koma á Barna- og ungingageðdeild vegna mats á sjálfsvígshættu er 13 til 17 ára. Ástæðurnar eru oftast þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem kynferðislega misnotkun og vanrækslu. Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var þá níu ára, samkvæmt upplýsingum frá BUGL. Yngsta barnið sem komið hefur á þessu ári af sömu sökum er tíu ára. Samtals komu 138 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeild BUGL á síðasta ári. Þar áttu hlut að máli 78 stelpur og 60 strákar. Af þessum 138 málum voru 70 til 80 einstaklingar sem komu vegna mats á sjálfsvígshættu. Á þessu ári hafa þegar komið 128 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeildinni. Um er að ræða 73 stelpur og 55 stráka, 60 til 70 þessara barna og unglinga hafa komið vegna mats á sjálfsvígshættu. Taka ber fram að í þessum tölum eru ekki börn sem þegar eru komin í meðferð á göngudeild BUGL og greinast í sjálfsvígshættu. Einnig ber að taka fram að algengast er að einstaklingar sem koma til mats á sjálfsvígshættu séu á aldrinum þrettán til sautján ára og mjög sjaldgæft er að níu og tíu ára börn komi á BUGL af þeirri ástæðu. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlæknis á BUGL, eru helstu ástæður þessa þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem höfnun, áföll, þar með talið kynferðislega misnotkun eða vanrækslu. „Vímuefni spila sjaldan inn í hjá börnum og yngri unglingum en vega þyngra hjá eldri unglingum,“ segir hann. „Einnig geta hvatvís börn gripið til sjálfsskaðahegðunar eða jafnvel sjálfsvígstilrauna, stundum með alvarlegum afleiðingum.“ Spurður hvort börn niður í níu til tíu ára hafi þurft á meðferð að halda hjá BUGL vegna beinna hugleiðinga um sjálfsvíg segir Ólafur svo vera. „En það er þá alltaf í tengslum við undirliggjandi vanda sem ég nefni hér að framan,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að unglingar sem hafi beinlínis reynt að svipta sig lífi áður en þeir komu á Barna- og unglingageðdeild hafi oftast verið á aldrinum fjórtán til sautján ára, en í einstaka tilfellum yngri. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var þá níu ára, samkvæmt upplýsingum frá BUGL. Yngsta barnið sem komið hefur á þessu ári af sömu sökum er tíu ára. Samtals komu 138 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeild BUGL á síðasta ári. Þar áttu hlut að máli 78 stelpur og 60 strákar. Af þessum 138 málum voru 70 til 80 einstaklingar sem komu vegna mats á sjálfsvígshættu. Á þessu ári hafa þegar komið 128 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeildinni. Um er að ræða 73 stelpur og 55 stráka, 60 til 70 þessara barna og unglinga hafa komið vegna mats á sjálfsvígshættu. Taka ber fram að í þessum tölum eru ekki börn sem þegar eru komin í meðferð á göngudeild BUGL og greinast í sjálfsvígshættu. Einnig ber að taka fram að algengast er að einstaklingar sem koma til mats á sjálfsvígshættu séu á aldrinum þrettán til sautján ára og mjög sjaldgæft er að níu og tíu ára börn komi á BUGL af þeirri ástæðu. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlæknis á BUGL, eru helstu ástæður þessa þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem höfnun, áföll, þar með talið kynferðislega misnotkun eða vanrækslu. „Vímuefni spila sjaldan inn í hjá börnum og yngri unglingum en vega þyngra hjá eldri unglingum,“ segir hann. „Einnig geta hvatvís börn gripið til sjálfsskaðahegðunar eða jafnvel sjálfsvígstilrauna, stundum með alvarlegum afleiðingum.“ Spurður hvort börn niður í níu til tíu ára hafi þurft á meðferð að halda hjá BUGL vegna beinna hugleiðinga um sjálfsvíg segir Ólafur svo vera. „En það er þá alltaf í tengslum við undirliggjandi vanda sem ég nefni hér að framan,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að unglingar sem hafi beinlínis reynt að svipta sig lífi áður en þeir komu á Barna- og unglingageðdeild hafi oftast verið á aldrinum fjórtán til sautján ára, en í einstaka tilfellum yngri.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira