Runólfur Ágústsson segir upp sem rektor á Bifröst 17. nóvember 2006 05:00 Runólfur Ágústsson eftir fundinn umdeilda á miðvikudag. MYND/NFS Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í gær starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Guðjón Auðunsson, formaður háskólastjórnar, segir uppsögnina alfarið vera að frumkvæði Runólfs. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að mikill þrýstingur hafi skapast frá starfsmönnum og stjórn skólans gagnvart Runólfi að segja upp eftir að fundurinn umdeildi var haldinn á miðvikudag. Guðjón segir ákvörðunina fyrst og fremst hafa verið tekna með hagsmuni Bifrastar að leiðarljósi. „Það er ekki hægt að láta skólann og starfsemi þar líða fyrir átök innan veggja skólans um rektor. Mér finnst Runólfur maður að meiri að hafa tekið þessa ákvörðun." Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðarrektor tekur við starfinu tímabundið hinn 1. desember á meðan ákvörðun um varanlegan eftirmann verður tekin. Guðjón segir að eðlilega séu skiptar skoðanir um þann fund sem Runólfur hélt með háskólasamfélaginu á miðvikudagskvöld. „Ég ætla bara að halda minni skoðun á því fyrir mig. En vonandi skapar þetta ró. Menn væru að fórna miklu til einskis ef svo yrði ekki." Uppsögnin kemur í kjölfar mikilla deilna innan háskólasamfélagsins á Bifröst eftir að hópur fyrrverandi og núverandi nemenda kærðu Runólf til siðanefndar skólans vegna embættisafglapa, ósiðlegrar hegðunar og óeðlilegs samneytis við nemendur. Runólfur boðaði fund með starfsmönnum og nemendum með skömmum fyrirvara á miðvikudag þar sem hann svaraði þeim alvarlegu ásökunum sem bornar höfðu verið á hann. Undir lok fundarins lét hann fundarmenn kjósa um hvort hann væri hæfur til að sinna sínu starfi áfram. Í yfirlýsingu sem hann gaf út eftir fundinn sagði hann niðurstöðu fundarins hafa verið þá að hann hefði umboð til að sitja áfram. Því kom nokkuð á óvart þegar hann ákvað að segja starfi sínu lausu innan við sólarhring síðar. Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið þegar leitast var eftir því í gær. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að sá ófriður sem ríkt hefði í skólahaldi Bifrastar hefði truflað jafnt nemendur sem starfsfólk og auk þess valdið skólanum sjálfum skaða. Í yfirlýsingunni segist Runólfur hafa „undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið." Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í gær starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Guðjón Auðunsson, formaður háskólastjórnar, segir uppsögnina alfarið vera að frumkvæði Runólfs. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að mikill þrýstingur hafi skapast frá starfsmönnum og stjórn skólans gagnvart Runólfi að segja upp eftir að fundurinn umdeildi var haldinn á miðvikudag. Guðjón segir ákvörðunina fyrst og fremst hafa verið tekna með hagsmuni Bifrastar að leiðarljósi. „Það er ekki hægt að láta skólann og starfsemi þar líða fyrir átök innan veggja skólans um rektor. Mér finnst Runólfur maður að meiri að hafa tekið þessa ákvörðun." Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðarrektor tekur við starfinu tímabundið hinn 1. desember á meðan ákvörðun um varanlegan eftirmann verður tekin. Guðjón segir að eðlilega séu skiptar skoðanir um þann fund sem Runólfur hélt með háskólasamfélaginu á miðvikudagskvöld. „Ég ætla bara að halda minni skoðun á því fyrir mig. En vonandi skapar þetta ró. Menn væru að fórna miklu til einskis ef svo yrði ekki." Uppsögnin kemur í kjölfar mikilla deilna innan háskólasamfélagsins á Bifröst eftir að hópur fyrrverandi og núverandi nemenda kærðu Runólf til siðanefndar skólans vegna embættisafglapa, ósiðlegrar hegðunar og óeðlilegs samneytis við nemendur. Runólfur boðaði fund með starfsmönnum og nemendum með skömmum fyrirvara á miðvikudag þar sem hann svaraði þeim alvarlegu ásökunum sem bornar höfðu verið á hann. Undir lok fundarins lét hann fundarmenn kjósa um hvort hann væri hæfur til að sinna sínu starfi áfram. Í yfirlýsingu sem hann gaf út eftir fundinn sagði hann niðurstöðu fundarins hafa verið þá að hann hefði umboð til að sitja áfram. Því kom nokkuð á óvart þegar hann ákvað að segja starfi sínu lausu innan við sólarhring síðar. Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið þegar leitast var eftir því í gær. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að sá ófriður sem ríkt hefði í skólahaldi Bifrastar hefði truflað jafnt nemendur sem starfsfólk og auk þess valdið skólanum sjálfum skaða. Í yfirlýsingunni segist Runólfur hafa „undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið."
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira