Norsk Hydro vill reisa álver á Íslandi 17. nóvember 2006 03:00 Norsk Hydro hyggur á landvinninga hér á landi og vill reisa álver. MYND/vilhelm Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro stefnir á byggingu álvers á Íslandi gefist tækifæri til þess. Fyrirtækið dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Austurlandi árið 2002 vegna verkefna í Þýskalandi. Það voru ekki mistök að mati yfirmanna Hydro en þeir viðurkenna að þeir hefðu viljað halda áfram með það verkefni, sérstaklega í því ljósi hversu vel hefur tekist eystra. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu hér á landi með það að markmiði að þróa ný viðskiptatækifæri á sviði álframleiðslu og til að styðja við þá starfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Íslandi. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir fyrirtækið ekki hafa augastað á neinni einni sérstakri staðsetningu fyrir álver. „Við erum mjög áhugasamir um að reisa álver á Íslandi byggt á endurnýjanlegri orku. Þetta viljum við gera í sátt við íslenskt samfélag." Spurður um hugsanlegan áhuga fyrirtækisins á byggingu álvers við Húsavík svaraði Torstein: „Ef álver við Húsavík hefur ekki verið lofað öðrum munum við skoða þann möguleika af áhuga." Skrifstofan hér á landi mun ekki einungis sinna verkefnum hér á landi heldur einnig í Grænlandi og Kanada. Bjarne Reinholdt mun veita Norður-Atlantshafsskrifstofunnni forstöðu. „Fyrstu verkefni mín eru að kynna mér hvaða möguleikar eru fyrir hendi og kynna hugmyndir fyrirtækisins fyrir stjórnvöldum og ýmsum fyrirtækjum. Við viljum taka þátt í ýmsum verkefnum sem eru í gangi hérlendis í dag og leggja okkar af mörkum til að árangur náist." Bjarne segir aðstöðu Hydro til að reisa álverksmiðju hérlendis takmarkast af því forskoti sem önnur stór álfyrirtæki hafa hérlendis nú þegar. Því horfi fyrirtækið ekki síður til annarra verkefna og nefnir þar djúpborunarverkefnið svokallaða sem Orkustofnun, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja standa saman að. Yfirmenn Hydro funduðu með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær og kynntu honum áform sín. Þeir áttu einnig fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtækja. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro stefnir á byggingu álvers á Íslandi gefist tækifæri til þess. Fyrirtækið dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Austurlandi árið 2002 vegna verkefna í Þýskalandi. Það voru ekki mistök að mati yfirmanna Hydro en þeir viðurkenna að þeir hefðu viljað halda áfram með það verkefni, sérstaklega í því ljósi hversu vel hefur tekist eystra. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu hér á landi með það að markmiði að þróa ný viðskiptatækifæri á sviði álframleiðslu og til að styðja við þá starfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Íslandi. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir fyrirtækið ekki hafa augastað á neinni einni sérstakri staðsetningu fyrir álver. „Við erum mjög áhugasamir um að reisa álver á Íslandi byggt á endurnýjanlegri orku. Þetta viljum við gera í sátt við íslenskt samfélag." Spurður um hugsanlegan áhuga fyrirtækisins á byggingu álvers við Húsavík svaraði Torstein: „Ef álver við Húsavík hefur ekki verið lofað öðrum munum við skoða þann möguleika af áhuga." Skrifstofan hér á landi mun ekki einungis sinna verkefnum hér á landi heldur einnig í Grænlandi og Kanada. Bjarne Reinholdt mun veita Norður-Atlantshafsskrifstofunnni forstöðu. „Fyrstu verkefni mín eru að kynna mér hvaða möguleikar eru fyrir hendi og kynna hugmyndir fyrirtækisins fyrir stjórnvöldum og ýmsum fyrirtækjum. Við viljum taka þátt í ýmsum verkefnum sem eru í gangi hérlendis í dag og leggja okkar af mörkum til að árangur náist." Bjarne segir aðstöðu Hydro til að reisa álverksmiðju hérlendis takmarkast af því forskoti sem önnur stór álfyrirtæki hafa hérlendis nú þegar. Því horfi fyrirtækið ekki síður til annarra verkefna og nefnir þar djúpborunarverkefnið svokallaða sem Orkustofnun, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja standa saman að. Yfirmenn Hydro funduðu með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær og kynntu honum áform sín. Þeir áttu einnig fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtækja.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira