Höfða mál gegn olíufélögunum 18. nóvember 2006 09:15 Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna á árunum 1993 til og með 2001. Þetta staðfesti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Krafa bæjarins nemur tæplega 29 milljónum króna og byggist á því að olíufélögin hafi „staðið fyrir samstilltum aðgerðum við gerð tilboða vegna útboðs Vestmannaeyjabæjar hinn 14. apríl 1997 vegna eldsneytiskaupa Bæjarveitna, Áhaldahúss og Hafnarsjóðs bæjarins“, eins og orðrétt segir í kröfubréfinu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Elliði segir olíufélögin hafa hafnað kröfum Vestmannaeyjabæjar og því hafi verið ákveðið að fara með málið fyrir dóm. Er í kröfubréfinu meðal annars vitnað til fundargerðar framkvæmdastjórnar Olíufélagsins frá 22. apríl 1997. Þar segir að framkvæmdastjóri markaðssviðs, sem þá var Þórólfur Árnason, hafi rætt „þetta útboð við fulltrúa Olís og Skeljungs“. Í fundargerðinni segir einnig að Þórólfur hafi sagt „frá útboði Vestmannaeyjabæjar og að olíufélögin ættu erfitt með að gefa afslátt frá listaverðum vegna þess fordæmis sem því fylgdi“. Í tölvupósti sem Jón Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, sendi til Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, 12. febrúar árið 2000, segir að í apríl 1997 hafi Vestmannaeyjabær sóst eftir „tilboðum í allan sinn rekstur. Tilboð komu á listaverði frá öllum aðilum þannig að ljóst var að hver héldi sínu“. Aðalmeðferð fór fram í máli Sigurðar Hreinssonar, trésmiðs frá Húsavík, gegn Keri, sem áður var Olíufélagið, á fimmtudag. Að sögn Steinars Guðgeirssonar hæstaréttarlögmanns, sem flytur mál Sigurðar og Vestmannaeyjabæjar, gæti niðurstaðan í málinu orðið fordæmisgefandi fyrir fleiri mál. Hátt í 200 einstaklingar hafa lýst yfir áhuga á því að fara í mál við olíufélögin í gegnum neytendasamtökin. „Þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi fyrir önnur sambærileg mál sem hugsanlega kæmu í kjölfarið, verði olíufélögin dæmd til skaðabóta. Grunnurinn að málinu byggist á því að ólöglegt samráð leiði til yfirverðs og að ávinningurinn af átta ára verðsamráði sé ótvíræður. Þetta litla mál gæti því velt þungu hlassi verði niðurstaðan sú að olíufélögin verði dæmd til greiðslu skaðabóta,“ segir Steinar. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs félaganna á árunum 1993 til og með 2001. Þetta staðfesti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Krafa bæjarins nemur tæplega 29 milljónum króna og byggist á því að olíufélögin hafi „staðið fyrir samstilltum aðgerðum við gerð tilboða vegna útboðs Vestmannaeyjabæjar hinn 14. apríl 1997 vegna eldsneytiskaupa Bæjarveitna, Áhaldahúss og Hafnarsjóðs bæjarins“, eins og orðrétt segir í kröfubréfinu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Elliði segir olíufélögin hafa hafnað kröfum Vestmannaeyjabæjar og því hafi verið ákveðið að fara með málið fyrir dóm. Er í kröfubréfinu meðal annars vitnað til fundargerðar framkvæmdastjórnar Olíufélagsins frá 22. apríl 1997. Þar segir að framkvæmdastjóri markaðssviðs, sem þá var Þórólfur Árnason, hafi rætt „þetta útboð við fulltrúa Olís og Skeljungs“. Í fundargerðinni segir einnig að Þórólfur hafi sagt „frá útboði Vestmannaeyjabæjar og að olíufélögin ættu erfitt með að gefa afslátt frá listaverðum vegna þess fordæmis sem því fylgdi“. Í tölvupósti sem Jón Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, sendi til Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, 12. febrúar árið 2000, segir að í apríl 1997 hafi Vestmannaeyjabær sóst eftir „tilboðum í allan sinn rekstur. Tilboð komu á listaverði frá öllum aðilum þannig að ljóst var að hver héldi sínu“. Aðalmeðferð fór fram í máli Sigurðar Hreinssonar, trésmiðs frá Húsavík, gegn Keri, sem áður var Olíufélagið, á fimmtudag. Að sögn Steinars Guðgeirssonar hæstaréttarlögmanns, sem flytur mál Sigurðar og Vestmannaeyjabæjar, gæti niðurstaðan í málinu orðið fordæmisgefandi fyrir fleiri mál. Hátt í 200 einstaklingar hafa lýst yfir áhuga á því að fara í mál við olíufélögin í gegnum neytendasamtökin. „Þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi fyrir önnur sambærileg mál sem hugsanlega kæmu í kjölfarið, verði olíufélögin dæmd til skaðabóta. Grunnurinn að málinu byggist á því að ólöglegt samráð leiði til yfirverðs og að ávinningurinn af átta ára verðsamráði sé ótvíræður. Þetta litla mál gæti því velt þungu hlassi verði niðurstaðan sú að olíufélögin verði dæmd til greiðslu skaðabóta,“ segir Steinar.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira