Ekki víst að Kristinn taki sæti á listanum 19. nóvember 2006 08:00 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, féll niður í þriðja sætið en Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. Kristinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann tekur sæti á listanum og fullyrðir að bandalag hafi verið myndað gegn sér. Kristinn vill færa stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir stuðninginn en ætlar að meta sína stöðu í rólegheitunum á næstu dögum. Hann segir niðurstöðuna skýra; málefnaáherslur flokksins í kjördæminu verði þær sem forysta flokksins hefur staðið fyrir. „Áherslunni á félagshyggju og manngildið, sem ég hef staðið fyrir, er hafnað með þessari niðurstöðu." Kristinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki sæti á listanum og að það sé staðreynd að myndað var bandalag gegn honum. Kristinn segir einnig að stefna forystunnar hafi skilað verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í sögu flokksins. „Það segir allt sem segja þarf um mat kjósenda á frammistöðu flokksins og það er miður að halda eigi áfram á sömu braut." Magnús Stefánsson segist fyrst af öllu vera mjög ánægður með sinn hlut og er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. „Það voru flokksmenn sem tóku þátt og tóku afstöðu til þeirra frambjóðenda sem voru í boði. Þetta er þeirra niðurstaða." Magnús segir að hann ætli ekki að taka þátt í umræðu um að bandalag hafi verið myndað gegn Kristni. „Við munum sækja fram og erum bjartsýn á árangur. Herdís virðist eina konan sem á raunhæfan möguleika á þingsæti í kjördæminu og við munum gera allt til að það náist." Herdís Sæmundardóttir þakkar sínu fólki stuðninginn heilshugar og er afar ánægð að hafa náð þeim árangri sem hún stefndi að. Hún segir róðurinn fram undan geta orðið þungan. „Flokkurinn hefur ekki mælst með mikið fylgi að undanförnu og að honum sótt úr mörgum áttum. En það er allt að vinna og flokkurinn er sterkur í kjördæminu." Herdís segir ekkert hæft í orðum Kristins um að bandalag hafi verið myndað gegn honum. „Ég leyni því ekki að ég hef ekki verið sátt með hvernig Kristinn hefur komið fram opinberlega með málefni flokksins og ég veit ekki hvaða meiningu hann leggur í það að ég eða aðrir séum handgengin forystu flokksins." Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, féll niður í þriðja sætið en Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. Kristinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann tekur sæti á listanum og fullyrðir að bandalag hafi verið myndað gegn sér. Kristinn vill færa stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir stuðninginn en ætlar að meta sína stöðu í rólegheitunum á næstu dögum. Hann segir niðurstöðuna skýra; málefnaáherslur flokksins í kjördæminu verði þær sem forysta flokksins hefur staðið fyrir. „Áherslunni á félagshyggju og manngildið, sem ég hef staðið fyrir, er hafnað með þessari niðurstöðu." Kristinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki sæti á listanum og að það sé staðreynd að myndað var bandalag gegn honum. Kristinn segir einnig að stefna forystunnar hafi skilað verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í sögu flokksins. „Það segir allt sem segja þarf um mat kjósenda á frammistöðu flokksins og það er miður að halda eigi áfram á sömu braut." Magnús Stefánsson segist fyrst af öllu vera mjög ánægður með sinn hlut og er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. „Það voru flokksmenn sem tóku þátt og tóku afstöðu til þeirra frambjóðenda sem voru í boði. Þetta er þeirra niðurstaða." Magnús segir að hann ætli ekki að taka þátt í umræðu um að bandalag hafi verið myndað gegn Kristni. „Við munum sækja fram og erum bjartsýn á árangur. Herdís virðist eina konan sem á raunhæfan möguleika á þingsæti í kjördæminu og við munum gera allt til að það náist." Herdís Sæmundardóttir þakkar sínu fólki stuðninginn heilshugar og er afar ánægð að hafa náð þeim árangri sem hún stefndi að. Hún segir róðurinn fram undan geta orðið þungan. „Flokkurinn hefur ekki mælst með mikið fylgi að undanförnu og að honum sótt úr mörgum áttum. En það er allt að vinna og flokkurinn er sterkur í kjördæminu." Herdís segir ekkert hæft í orðum Kristins um að bandalag hafi verið myndað gegn honum. „Ég leyni því ekki að ég hef ekki verið sátt með hvernig Kristinn hefur komið fram opinberlega með málefni flokksins og ég veit ekki hvaða meiningu hann leggur í það að ég eða aðrir séum handgengin forystu flokksins."
Innlent Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira