Málanám frjálst val innan EES 20. nóvember 2006 05:30 Misjafnar reglur gilda um nám útlendinga í tungumáli viðkomandi lands á Norðurlöndum. Sameiginlegt er í öllum löndunum fimm að nám í tungumáli viðkomandi lands er frjálst fyrir borgara innan EES-svæðisins en tungumálanámið er ýmist skylda eða frjálst val fyrir borgara frá ríkjum utan EES. Finnar og Svíar hafa málanámið frjálst val fyrir alla borgara, hvort sem það eru borgarar innan EES-svæðisins eða utan, þó að boðið sé upp á tungumálanám á kostnað hins opinbera í báðum löndum. Í Finnlandi ber atvinnulífið hluta kostnaðarins og óformlega séð er ætlast til að fólk sem ætlar að starfa í Finnlandi læri finnsku eða finnlandssænsku. Svíar bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða í sænsku og eru almennt séð engin takmörk á því hversu mikið nám útlendingarnir mega taka. Sveitarfélagið borgar. Í Danmörku þurfa útlendingar sem koma utan ESB að læra dönsku í 30 stundir á viku í þrjú ár og má áætla að það nám taki rúmlega tvö þúsund stundir í allt. Norðmenn og Íslendingar gera hins vegar minni kröfur. Í Noregi þurfa útlendingar, sem koma utan EES, aðeins að læra norsku í 250 stundir á kostnað hins opinbera og á Íslandi í 150 stundir. Á Íslandi er það fyrst og fremst einstaklingurinn sjálfur og stéttarfélögin sem bera kostnaðinn, þó með stuðningi ríkisins. Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að gætt hafi misskilnings í umræðunni sem hefur farið fram hér á landi. „Við höfum undirgengist ákveðinn milliríkjasamning um að íbúar á EES-svæðinu hafi sjálfkrafa atvinnuréttindi á Íslandi. Það er búið að ganga frá því og það er ekki hægt að þvinga þetta fólk til eins eða neins," segir hann. Eiríkur bendir á að mjög einfalt sé að bjóða upp á málakennslu fyrir útlendinga og hvetja fólk til að læra íslensku en ekki sé hægt að skylda það. „En auðvitað bjóða öll ríkin upp á tungumálaþjálfun fyrir þá sem eru nýkomnir þótt með misjöfnum hætti sé hvernig það er gert, hvort atvinnurekendur eru hvattir til að veita tungumálakennslu eða eitthvað annað." Misjafnt er hvort þjóðfélagsfræðsla og vinnumarkaðsfræðsla blandast inn í tungumálaþjálfunina í viðkomandi ríkjum eða ekki. Innlent Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Misjafnar reglur gilda um nám útlendinga í tungumáli viðkomandi lands á Norðurlöndum. Sameiginlegt er í öllum löndunum fimm að nám í tungumáli viðkomandi lands er frjálst fyrir borgara innan EES-svæðisins en tungumálanámið er ýmist skylda eða frjálst val fyrir borgara frá ríkjum utan EES. Finnar og Svíar hafa málanámið frjálst val fyrir alla borgara, hvort sem það eru borgarar innan EES-svæðisins eða utan, þó að boðið sé upp á tungumálanám á kostnað hins opinbera í báðum löndum. Í Finnlandi ber atvinnulífið hluta kostnaðarins og óformlega séð er ætlast til að fólk sem ætlar að starfa í Finnlandi læri finnsku eða finnlandssænsku. Svíar bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða í sænsku og eru almennt séð engin takmörk á því hversu mikið nám útlendingarnir mega taka. Sveitarfélagið borgar. Í Danmörku þurfa útlendingar sem koma utan ESB að læra dönsku í 30 stundir á viku í þrjú ár og má áætla að það nám taki rúmlega tvö þúsund stundir í allt. Norðmenn og Íslendingar gera hins vegar minni kröfur. Í Noregi þurfa útlendingar, sem koma utan EES, aðeins að læra norsku í 250 stundir á kostnað hins opinbera og á Íslandi í 150 stundir. Á Íslandi er það fyrst og fremst einstaklingurinn sjálfur og stéttarfélögin sem bera kostnaðinn, þó með stuðningi ríkisins. Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að gætt hafi misskilnings í umræðunni sem hefur farið fram hér á landi. „Við höfum undirgengist ákveðinn milliríkjasamning um að íbúar á EES-svæðinu hafi sjálfkrafa atvinnuréttindi á Íslandi. Það er búið að ganga frá því og það er ekki hægt að þvinga þetta fólk til eins eða neins," segir hann. Eiríkur bendir á að mjög einfalt sé að bjóða upp á málakennslu fyrir útlendinga og hvetja fólk til að læra íslensku en ekki sé hægt að skylda það. „En auðvitað bjóða öll ríkin upp á tungumálaþjálfun fyrir þá sem eru nýkomnir þótt með misjöfnum hætti sé hvernig það er gert, hvort atvinnurekendur eru hvattir til að veita tungumálakennslu eða eitthvað annað." Misjafnt er hvort þjóðfélagsfræðsla og vinnumarkaðsfræðsla blandast inn í tungumálaþjálfunina í viðkomandi ríkjum eða ekki.
Innlent Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira