Varnargarður angrar siglfirska fjölskyldu 20. nóvember 2006 06:30 Lekinn sem hættir ekki. Fjölskyldan á Hólavegi 19 var nýbúin að leggja nýtt parkett þegar vatnsleki kom í ljós á ný. „Við töldum og teljum enn að þessi leki sé vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarðinn," segir Þorsteinn B. Bjarnason, íbúi á Siglufirði, sem berst við endurtekinn vatnsleka í húsi sínu sem stendur aðeins fáeina metra frá fæti nýbyggðs varnargarðs í hlíðinni fyrir ofan. Þorsteinn, kona hans og tvö börn, fjögurra og sjö ára, hafa nú í tvö ár öll sofið í einu herbergi á efri hæð húss síns á Hólavegi þar ekki er hægt að dvelja í svefnherbergjum í kjallara vegna vatnsleka hófst í september 2004. Þorsteinn segir fjölskylduna þess utan hafa verið í stórhættu á tímabili vegna grjótflugs úr garðinum. Bæjarsjóður samþykkti að kosta drenskurð við hús Þorsteins sem var grafinn í sumarlok í fyrra. Þorsteinn segir að þá hafi tekið fyrir lekann. Í maí á þessu ári fékk fjölskyldan 272 þúsund króna bætur vegna skemmda á gólfefnum og skápum. Nú í ágúst var lokið við að leggja nýtt parkett í kjallaranum og stefndi í að fjölskyldan gæti hafið eðlilegt líf. „Við vorum reiðubúin að flytja niður aftur úr þessu eina herbergi sem við höfum sofið í öll fjögur en tókum þá eftir því að í einu horninu var rakabóla og mygla. Ég reif upp hluta af parkettinu og þá kom í ljós að það er byrjað að seytla inn aftur í einu horninu," lýsir Þorsteinn. Fjölskyldan á Hólavegi hefur nú óskað eftir því við bæjaryfirvöld og Ofanflóðasjóð að málið verði leyst í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kalla til hlutlausan aðila til að meta hvort ábyrgðin á tjóninu hvíli í raun á yfirvöldum. Í huga Þorsteins er hins vegar enginn vafi. „Þetta er ættaróðalið. Ég er fæddur hér. Það hefur aldrei verið leki í þessu húsi fyrr," segir hann. Þorsteinn segir kröfu sína einfaldlega þá að málið verði klárað. „Sé ekki hægt að gera við þetta þá förum við fram á að okkur verði hjálpað, eða útvegað jafnvel nýtt húsnæði. Við erum bara orðin mjög þreytt á þessu," segir Þorsteinn sem tekur þó fram að í raun sé snjóflóðavarnargarðurinn ágætur - fyrir utan staðsetninguna: „Garðurinn er góð vörn svo fremi sem hann skapar okkur ekki meiri hættu og framkvæmdirnar sjálfar flæmi okkur ekki úr húsinu. Það er svolítið kaldhæðnislegt að það er búið að verja okkur frá fjallinu en ekki frá sjálfu sköpunarverkinu." Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
„Við töldum og teljum enn að þessi leki sé vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarðinn," segir Þorsteinn B. Bjarnason, íbúi á Siglufirði, sem berst við endurtekinn vatnsleka í húsi sínu sem stendur aðeins fáeina metra frá fæti nýbyggðs varnargarðs í hlíðinni fyrir ofan. Þorsteinn, kona hans og tvö börn, fjögurra og sjö ára, hafa nú í tvö ár öll sofið í einu herbergi á efri hæð húss síns á Hólavegi þar ekki er hægt að dvelja í svefnherbergjum í kjallara vegna vatnsleka hófst í september 2004. Þorsteinn segir fjölskylduna þess utan hafa verið í stórhættu á tímabili vegna grjótflugs úr garðinum. Bæjarsjóður samþykkti að kosta drenskurð við hús Þorsteins sem var grafinn í sumarlok í fyrra. Þorsteinn segir að þá hafi tekið fyrir lekann. Í maí á þessu ári fékk fjölskyldan 272 þúsund króna bætur vegna skemmda á gólfefnum og skápum. Nú í ágúst var lokið við að leggja nýtt parkett í kjallaranum og stefndi í að fjölskyldan gæti hafið eðlilegt líf. „Við vorum reiðubúin að flytja niður aftur úr þessu eina herbergi sem við höfum sofið í öll fjögur en tókum þá eftir því að í einu horninu var rakabóla og mygla. Ég reif upp hluta af parkettinu og þá kom í ljós að það er byrjað að seytla inn aftur í einu horninu," lýsir Þorsteinn. Fjölskyldan á Hólavegi hefur nú óskað eftir því við bæjaryfirvöld og Ofanflóðasjóð að málið verði leyst í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kalla til hlutlausan aðila til að meta hvort ábyrgðin á tjóninu hvíli í raun á yfirvöldum. Í huga Þorsteins er hins vegar enginn vafi. „Þetta er ættaróðalið. Ég er fæddur hér. Það hefur aldrei verið leki í þessu húsi fyrr," segir hann. Þorsteinn segir kröfu sína einfaldlega þá að málið verði klárað. „Sé ekki hægt að gera við þetta þá förum við fram á að okkur verði hjálpað, eða útvegað jafnvel nýtt húsnæði. Við erum bara orðin mjög þreytt á þessu," segir Þorsteinn sem tekur þó fram að í raun sé snjóflóðavarnargarðurinn ágætur - fyrir utan staðsetninguna: „Garðurinn er góð vörn svo fremi sem hann skapar okkur ekki meiri hættu og framkvæmdirnar sjálfar flæmi okkur ekki úr húsinu. Það er svolítið kaldhæðnislegt að það er búið að verja okkur frá fjallinu en ekki frá sjálfu sköpunarverkinu."
Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira