Ég er maður eins og þeir 24. nóvember 2006 01:00 Guðmundur Erlingsson leikstjóri MYND/gva Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. „Maður er náttúrlega alltaf á höttunum eftir einhverju að gera,“ segir Guðmundur, „og mér fannst þetta alveg tilvalið og spennandi efni í heimildarmynd. Það er ekki oft sem fjallað er um þennan þjóðfélagshóp. Þetta er viðkvæmt efni og ekki hver sem er sem getur labbað inn og byrjað að filma. Ég bjó að því að þekkja vel til, hafði unnið á Tjaldanesi þar sem þeir bjuggu fyrst og síðan hef ég líka unnið í Klapparhlíð þangað sem tveir þeirra fluttu.“ Sigurbjörn Guðmundsson, Guðjón Árnason og Steinþór Eðvarðsson eru stjörnur myndarinnar. Þeir eru um fimmtugt og höfðu búið áratugum saman í vernduðu umhverfi vistheimilis í Mosfellsdalnum. „Þeir lifðu nú svo sem alveg ágætis lífi þar, en þeir tóku engu að síður stórt stökk og inn í nýja tíma þegar þeir fluttu. Þeir upplifa mikla breytingar á lífi sínu og eru miklu sjálfstæðari en þeir voru. Ef þá langar í bíó hringja þeir bara á leigubíl og skella sér. Þeim finnst þetta allt saman mjög spennandi,“ segir Guðmundur. Sigurbjörn og Guðjón eru fluttir í íbúð í Mosfellsbæ og vinna á handverkstæði í Álafosskvosinni. Steinþór er fluttur til Hafnarfjarðar og vinnur í Kópavogi. „Heimildarmyndin sýnir hvernig líf þeirra er núna og hvernig það var áður,“ segir leikstjórinn. „Við ætluðum fyrst að hafa viðtöl við þá og aðstandendur þeirra, en svo þótti okkur það óþarfi. Myndefnið stóð alveg nógu vel eitt og sér og við upplifum breytingarnar í gegnum þá. Þeir fá að njóta sín sem persónur og þetta eru skemmtilegir menn, jafnvel stjörnur í uppsiglingu. Hverfið sem Sigurbjörn og Guðjón fluttu í var nýbyggt og þeir fluttu inn í eitt fyrsta húsið sem var klárað. Sigurbjörn er mikill áhugamaður um smíðar og fylgdist vel með smiðunum. Einn daginn kom hann heim á svipinn eins og hann hefði orðið fyrir mikilli uppljómun. Hann sagði við starfsmann: „Ég er maður eins og þeir“, og átti þá við smiðina. Hann hafði þá fattað að hann var ekki lengur einangraður upp í sveit.“ Edisons lifandi ljósmyndir framleiðir Tímamót, en Herbert Sveinbjörnsson er framleiðandi og klippari, auk þess að skjóta myndina ásamt Guðmundi. „Við áætlum að frumsýna eftir áramót og það verða nokkrar sýningar í bíó upp á sportið,“ segir Guðmundur. „Svo er stefnan að koma myndinni í sjónvarp en það er svo sem ekkert frágengið með það.“ Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. „Maður er náttúrlega alltaf á höttunum eftir einhverju að gera,“ segir Guðmundur, „og mér fannst þetta alveg tilvalið og spennandi efni í heimildarmynd. Það er ekki oft sem fjallað er um þennan þjóðfélagshóp. Þetta er viðkvæmt efni og ekki hver sem er sem getur labbað inn og byrjað að filma. Ég bjó að því að þekkja vel til, hafði unnið á Tjaldanesi þar sem þeir bjuggu fyrst og síðan hef ég líka unnið í Klapparhlíð þangað sem tveir þeirra fluttu.“ Sigurbjörn Guðmundsson, Guðjón Árnason og Steinþór Eðvarðsson eru stjörnur myndarinnar. Þeir eru um fimmtugt og höfðu búið áratugum saman í vernduðu umhverfi vistheimilis í Mosfellsdalnum. „Þeir lifðu nú svo sem alveg ágætis lífi þar, en þeir tóku engu að síður stórt stökk og inn í nýja tíma þegar þeir fluttu. Þeir upplifa mikla breytingar á lífi sínu og eru miklu sjálfstæðari en þeir voru. Ef þá langar í bíó hringja þeir bara á leigubíl og skella sér. Þeim finnst þetta allt saman mjög spennandi,“ segir Guðmundur. Sigurbjörn og Guðjón eru fluttir í íbúð í Mosfellsbæ og vinna á handverkstæði í Álafosskvosinni. Steinþór er fluttur til Hafnarfjarðar og vinnur í Kópavogi. „Heimildarmyndin sýnir hvernig líf þeirra er núna og hvernig það var áður,“ segir leikstjórinn. „Við ætluðum fyrst að hafa viðtöl við þá og aðstandendur þeirra, en svo þótti okkur það óþarfi. Myndefnið stóð alveg nógu vel eitt og sér og við upplifum breytingarnar í gegnum þá. Þeir fá að njóta sín sem persónur og þetta eru skemmtilegir menn, jafnvel stjörnur í uppsiglingu. Hverfið sem Sigurbjörn og Guðjón fluttu í var nýbyggt og þeir fluttu inn í eitt fyrsta húsið sem var klárað. Sigurbjörn er mikill áhugamaður um smíðar og fylgdist vel með smiðunum. Einn daginn kom hann heim á svipinn eins og hann hefði orðið fyrir mikilli uppljómun. Hann sagði við starfsmann: „Ég er maður eins og þeir“, og átti þá við smiðina. Hann hafði þá fattað að hann var ekki lengur einangraður upp í sveit.“ Edisons lifandi ljósmyndir framleiðir Tímamót, en Herbert Sveinbjörnsson er framleiðandi og klippari, auk þess að skjóta myndina ásamt Guðmundi. „Við áætlum að frumsýna eftir áramót og það verða nokkrar sýningar í bíó upp á sportið,“ segir Guðmundur. „Svo er stefnan að koma myndinni í sjónvarp en það er svo sem ekkert frágengið með það.“
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira