Líkur á samruna flugfélaga 28. nóvember 2006 06:15 Forstjóri Air France-KLM segir flugfélagið eiga í viðræðum við ítalska ríkisflugfélagið Alitalia sem geti leitt til samruna flugfélaganna. MYND/AFP Jean-Cyril Spinetta, stjórnarformaður og forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France-KLM, greindi frá því í gær að flugfélagið ætti í viðræðum við ítalska ríkisflugfélagið Alitalia. Viðræðurnar geta leitt til samruna flugfélaganna en slíkt hefur verið á borðinu í langan tíma, að hans sögn. Spinetti sagði Alitalia hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en áréttaði jafnframt að af samruna flugfélaganna geti ekki orðið fyrr en Alitalia, sem hefur átt við viðvarandi hallarekstur að stríða, verði einkavætt og skuldastaða þess bætt verulega. Viðræðurnar eru ekki nýjar af nálinni enda kom til greina að flugfélögin sameinuðust þegar Air France tók yfir rekstur hollenska flugfélagsins fyrir þremur árum. Þá er krosseignarhald þeirra á milli en franska flugfélagið á tveggja prósenta hlut í Alitalia auk þess sem ítalska flugfélagið á jafn stóran hlut í Air France-KLM. Air France KLM skilaði 568 milljóna evra eða rúmlega 53 milljarða króna hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í enda september. Um methagnað er að ræða. Gengi hlutabréfa í Air France-KLM féll um rúm 7 prósent í kjölfar ummæla Spinetta í gær. Fréttir af flugi Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jean-Cyril Spinetta, stjórnarformaður og forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France-KLM, greindi frá því í gær að flugfélagið ætti í viðræðum við ítalska ríkisflugfélagið Alitalia. Viðræðurnar geta leitt til samruna flugfélaganna en slíkt hefur verið á borðinu í langan tíma, að hans sögn. Spinetti sagði Alitalia hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en áréttaði jafnframt að af samruna flugfélaganna geti ekki orðið fyrr en Alitalia, sem hefur átt við viðvarandi hallarekstur að stríða, verði einkavætt og skuldastaða þess bætt verulega. Viðræðurnar eru ekki nýjar af nálinni enda kom til greina að flugfélögin sameinuðust þegar Air France tók yfir rekstur hollenska flugfélagsins fyrir þremur árum. Þá er krosseignarhald þeirra á milli en franska flugfélagið á tveggja prósenta hlut í Alitalia auk þess sem ítalska flugfélagið á jafn stóran hlut í Air France-KLM. Air France KLM skilaði 568 milljóna evra eða rúmlega 53 milljarða króna hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í enda september. Um methagnað er að ræða. Gengi hlutabréfa í Air France-KLM féll um rúm 7 prósent í kjölfar ummæla Spinetta í gær.
Fréttir af flugi Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent