Danir vilja efsta skattþrepið í burt 29. nóvember 2006 09:00 Danir vilja afnema efsta skattþrepið og telja að það skili meira fjármagni í ríkiskassann. MYND/AFP Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann. Stofnunin telur skattþrepið úrelt enda hafi því verið komið á þegar tiltölulega fáir náðu hæsta tekjuflokki. Laun hafi hins vegar hækkað mikið og flokkist nú um helmingur skattgreiðenda til greiðenda í þessum flokki. Stofnunin, sem heitir Rockwool Foundation Research Unit, segir í nýrri skýrslu um danska hagkerfið að fyrir hverjar 100 danskar krónur sem greiddar eru í skatt muni 20 krónur verða eftir í ríkiskassanum. Þá telja Samtök iðnaðarins í Danmörku sömuleiðis að verði efsta skattþrepið lagt niður, sem er um 60 prósent, muni það skila um 2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum íslenskra króna, í kassann. Segja samtökin efsta skattþrepið til ama og valda því að fólk reyni að koma sér hjá því að lenda í efstu tekjuflokkum. Torben Tranæs, einn af höfundum skýrslunnar, sem heitir „Skattheimta, vinna og jafnrétti“, segir hátt skattstig ekki skila árangri. Þeir sem hafi hærri tekjur greiði eðlilega meira í skatt sama hvort skatturinn er hár eða ekki. Með hærri skattaálögum á þá efnameiri sé verið að kreista út úr þeim meira en góðu hófi gegni, að hans sögn. Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann. Stofnunin telur skattþrepið úrelt enda hafi því verið komið á þegar tiltölulega fáir náðu hæsta tekjuflokki. Laun hafi hins vegar hækkað mikið og flokkist nú um helmingur skattgreiðenda til greiðenda í þessum flokki. Stofnunin, sem heitir Rockwool Foundation Research Unit, segir í nýrri skýrslu um danska hagkerfið að fyrir hverjar 100 danskar krónur sem greiddar eru í skatt muni 20 krónur verða eftir í ríkiskassanum. Þá telja Samtök iðnaðarins í Danmörku sömuleiðis að verði efsta skattþrepið lagt niður, sem er um 60 prósent, muni það skila um 2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum íslenskra króna, í kassann. Segja samtökin efsta skattþrepið til ama og valda því að fólk reyni að koma sér hjá því að lenda í efstu tekjuflokkum. Torben Tranæs, einn af höfundum skýrslunnar, sem heitir „Skattheimta, vinna og jafnrétti“, segir hátt skattstig ekki skila árangri. Þeir sem hafi hærri tekjur greiði eðlilega meira í skatt sama hvort skatturinn er hár eða ekki. Með hærri skattaálögum á þá efnameiri sé verið að kreista út úr þeim meira en góðu hófi gegni, að hans sögn.
Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira