Matreiðslubók á netinu 30. nóvember 2006 13:30 Indverskur matur nýtur mikilla vinsælda hérlendis, og á matseld.is má finna ýmsar einfaldar uppskriftir að góðgætinu. Mataráhugi Íslendinga virðist ekki fara dvínandi, ef marka má vefsíðuna matseld.is. Hún hefur verið í loftinu í um þrjá mánuði, og er þegar komin með yfir 800 notendur og 500 uppskriftir. „Síðan er eiginlega ekki farin af stað. Við höfum ekkert kynnt hana, og það er enn verið að vinna í forrituninni,“ sagði Jens Kristjánsson, matgæðingurinn á bak við matseld.is. Að sögn hans vantaði matreiðsluvef við hans hæfi. „Það er til haugur af matarvefjum, en þeir virðast allir vera meira og minna reknir af hagsmunaaðilum og gera ekki út á þennan almenna notanda. Á matseld.is er enginn sem stjórnar. Ég lagfæri stafsetningarvillur og svona, en að öðru leyti eru þetta bara notendur að koma sínu á framfæri,“ sagði Jens. „Fólk getur gert það sem því hentar: birt uppskrift, tekið þátt í umræðum eða skrifað grein um eitthvað. Þetta er í raun bara stór matreiðslubók og þankagangs-skráningarmaskína,“ sagði hann kátur. Uppskriftir á vefnum koma úr öllum áttum. Þar má meðal annars finna indverskan mat, rússneska fiskisúpu, afrískan pottrétt, brauðrétti, pottrétti og hvað sem hugurinn, eða maginn, girnist og því engin ástæða til að festast í sama farinu í matseldinni. Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Mataráhugi Íslendinga virðist ekki fara dvínandi, ef marka má vefsíðuna matseld.is. Hún hefur verið í loftinu í um þrjá mánuði, og er þegar komin með yfir 800 notendur og 500 uppskriftir. „Síðan er eiginlega ekki farin af stað. Við höfum ekkert kynnt hana, og það er enn verið að vinna í forrituninni,“ sagði Jens Kristjánsson, matgæðingurinn á bak við matseld.is. Að sögn hans vantaði matreiðsluvef við hans hæfi. „Það er til haugur af matarvefjum, en þeir virðast allir vera meira og minna reknir af hagsmunaaðilum og gera ekki út á þennan almenna notanda. Á matseld.is er enginn sem stjórnar. Ég lagfæri stafsetningarvillur og svona, en að öðru leyti eru þetta bara notendur að koma sínu á framfæri,“ sagði Jens. „Fólk getur gert það sem því hentar: birt uppskrift, tekið þátt í umræðum eða skrifað grein um eitthvað. Þetta er í raun bara stór matreiðslubók og þankagangs-skráningarmaskína,“ sagði hann kátur. Uppskriftir á vefnum koma úr öllum áttum. Þar má meðal annars finna indverskan mat, rússneska fiskisúpu, afrískan pottrétt, brauðrétti, pottrétti og hvað sem hugurinn, eða maginn, girnist og því engin ástæða til að festast í sama farinu í matseldinni.
Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira