Stella Blómkvist í sjónvarp 30. nóvember 2006 17:30 Tilkynnt var í gær, miðvikudag, að samningar hafi tekist milli Réttindastofu Eddu útgáfu hf. og UFA Fernsehproduktion GmbH í Berlín um sölu á réttinum til gerðar sjónvarpsmyndar og sjónvarpsþátta byggðra á sögunni Morðið í hæstarétti eftir Stellu Blómkvist. UFA Fernsehproduktion fær einnig forkaupsrétt að öðrum útkomnum glæpasögum Stellu Blómkvist með það að markmiði að þróa sjónvarpsmyndir og sjónvarpsþáttaraðir upp úr bókunum. Undirbúningur að framleiðslunni er þegar hafinn og gert er ráð fyrir hluti hennar fari fram hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki tryggir sér rétt á íslenskum skáldsögum í þessu skyni, þó fyritæki hafi sýnt skáldsagnaröð Arnalds Indriðasonar um Erlend og kó áhuga. UFA Fernsehproduktion GmbH er hluti af framleiðslufyrirtækinu UFA Holding GmbH sem aftur er hluti af fjölmiðlaveldinu Bertelsmann. Það er eitt elsta og virtasta kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í Evrópu og var í fararbroddi á sínu sviði þegar á fyrstu áratugum kvikmyndalistarinnar, einkum á þriðja áratugnum framleiddi myndir á borð við Bláa engilinn eftir Josef von Sternberg og Metropolis eftir Fritz Lang. UFA Fernsehproduktion sérhæfir sig í framleiðslu leikinna sjónvarpsmynda og er með helstu framleiðsluaðilum í þeim geira í Evrópu auk þess að framleiða leiknar sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir. Þasð er verulegur hvalreki fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef hugmyndir þeirra UFA -manna verða að veruleika og skemmtilegt fyrir kerlinguna Stellu, hver sem hún er að ná þessari fótfestu í hörðum bransa sjónvarpsgerða í Evrópu. Verður erfitt fyrir höfundinn að leynast mikið lengur en dulnefni hennar er best varðveitta leyndarmál í íslenskri útgáfu fyrr og síðar, fyrir utan höfund Njálu. Kæmi til framleiðslu þáttaraðar sem nýtti íslenskar aðstæður en með þýskum leikurum væri það happ íslenskum þjónustufyrirtækjum, styrkti enn ímynd lands og þjóðar á þýskumælandi markaði og hefði víðtæk áhrif. Útgáfurétturinn á öllum bókum Stellu Blómkvist hefur verið seldur til Þýskalands, til þýska útgáfurisans Bertelsmann. Nú þegar eru allar fyrstu bækur Stellu komnar út á þýsku: Morðið í stjórnarráðinu (1997), Morðið í sjónvarpinu (2000), Morðið í hæstarétti (2001) og Morðið í alþingishúsinu (2002). Væntanlegar eru Morðið í Drekkingarhyl (2005) og nýjasta bókin Morðið í Rockville (2006) sem var að koma út og þýska forlagið keypti fyrirfram. Morðið í Drekkingarhyl - bókarkápa - höf. Stella Blómkvist . Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tilkynnt var í gær, miðvikudag, að samningar hafi tekist milli Réttindastofu Eddu útgáfu hf. og UFA Fernsehproduktion GmbH í Berlín um sölu á réttinum til gerðar sjónvarpsmyndar og sjónvarpsþátta byggðra á sögunni Morðið í hæstarétti eftir Stellu Blómkvist. UFA Fernsehproduktion fær einnig forkaupsrétt að öðrum útkomnum glæpasögum Stellu Blómkvist með það að markmiði að þróa sjónvarpsmyndir og sjónvarpsþáttaraðir upp úr bókunum. Undirbúningur að framleiðslunni er þegar hafinn og gert er ráð fyrir hluti hennar fari fram hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki tryggir sér rétt á íslenskum skáldsögum í þessu skyni, þó fyritæki hafi sýnt skáldsagnaröð Arnalds Indriðasonar um Erlend og kó áhuga. UFA Fernsehproduktion GmbH er hluti af framleiðslufyrirtækinu UFA Holding GmbH sem aftur er hluti af fjölmiðlaveldinu Bertelsmann. Það er eitt elsta og virtasta kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í Evrópu og var í fararbroddi á sínu sviði þegar á fyrstu áratugum kvikmyndalistarinnar, einkum á þriðja áratugnum framleiddi myndir á borð við Bláa engilinn eftir Josef von Sternberg og Metropolis eftir Fritz Lang. UFA Fernsehproduktion sérhæfir sig í framleiðslu leikinna sjónvarpsmynda og er með helstu framleiðsluaðilum í þeim geira í Evrópu auk þess að framleiða leiknar sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir. Þasð er verulegur hvalreki fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef hugmyndir þeirra UFA -manna verða að veruleika og skemmtilegt fyrir kerlinguna Stellu, hver sem hún er að ná þessari fótfestu í hörðum bransa sjónvarpsgerða í Evrópu. Verður erfitt fyrir höfundinn að leynast mikið lengur en dulnefni hennar er best varðveitta leyndarmál í íslenskri útgáfu fyrr og síðar, fyrir utan höfund Njálu. Kæmi til framleiðslu þáttaraðar sem nýtti íslenskar aðstæður en með þýskum leikurum væri það happ íslenskum þjónustufyrirtækjum, styrkti enn ímynd lands og þjóðar á þýskumælandi markaði og hefði víðtæk áhrif. Útgáfurétturinn á öllum bókum Stellu Blómkvist hefur verið seldur til Þýskalands, til þýska útgáfurisans Bertelsmann. Nú þegar eru allar fyrstu bækur Stellu komnar út á þýsku: Morðið í stjórnarráðinu (1997), Morðið í sjónvarpinu (2000), Morðið í hæstarétti (2001) og Morðið í alþingishúsinu (2002). Væntanlegar eru Morðið í Drekkingarhyl (2005) og nýjasta bókin Morðið í Rockville (2006) sem var að koma út og þýska forlagið keypti fyrirfram. Morðið í Drekkingarhyl - bókarkápa - höf. Stella Blómkvist .
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið